Draupnir - 01.05.1893, Page 312
402
festu sig meir og meir í vinsemd hennar, svo að
þeir rjeðu mestu að lyktum. Máttu þeir reka
menn í útlegð og kalla heim úr henni, kasta
mönnum í fangelsi og leysa þá, er þeir vildu.
|>eir höfðu gagn allt valdanna, en ljetu þó drottn-
ingu hafa fyrir ríkinu allan kostnað og starfan,
enda skorti hana hvorki vit nje framkvæmdir til
mikilla hluta. Stundaði hún einkum að hafa her
allmikinn og vel búinn. Jók hún eigi að eins
lierinn að helmingi, heldur hafði mikið málalið
útlenzkt. Jókst við það ærið mjög vald hennar í
ríki sínu. |>ar með hræddust fyrir henni nágranna-
þjóðir. En þótt hún rjeði fyrir aðra, þá rjeðu þó
Farisear fyrir hana. þeir ljetu drepa Díógenes,
göfgan manu, er verið hafð vinur Alexanders kon-
ungs, og kváðu hann hafa valdið því, er konungur
Ijet krossfesta 800 menn saman, sem áður er get-
ið. Komu þeir henni og til þess að láta drepa
marga menn aðra, er þá grunaði að hafa lagzt á
móti sjer við Alexander. Kom svo, að hún ljet
drepa hveru, er þeir beiddust. Jjeituðu þá marg-
ir mikils háttar menn, er hræddir voru um líf sitt,
styrktar hjá Aristobúlusi, og gat hann þá fengið
það af móður sinni, að þeitn var hlíft við dauða
sökum göfugleika, en hún ljet reka þáúr borginni.
Dreifðust þeir við það um allt ríkið. Aloxandra
drottniug sendi her til Damaskusborgar og kallaði
liana mjög aðþrengda af Ptolómeusi, og var eigi
lengi, áður hún næði borg þeirri fyrirhafnarlítið.
þ>á lá Tigranes Armeníu konungur fyrír Ptoló-
mais1. Sat hann þar um Kleópötru. Sendi Alex-
1) Norðrueun kalla haua Akursborg.