Draupnir - 01.05.1893, Page 314
404
sátu inni kona og börn Aristóbúlusar. Fyrir því
gekk Aristóbúlus til þolanlegra sátta, þó með þeim
hætti, að Aristobúlus skyldi ríki ráða, en Hyrkan-
us láta sjer næja að tignast sem bróðir konungs.
Yar sátt sú gjör í musterinu í viðveru alls lýðs-
ins, og föðmuðust þeir bræður allástúðlega. Bptir
það skiptu þeir bústöðum. Aristobúlus fór í kon-
ungshöllina, en Hyrkanus í sal Aristobiilusar. En
það líkaði öllum óvinum Aristóbúlusar illa, að
skipti þau voru orðin og mest Antipater, óvini
hans gömlum. Hann var frá Idúmeu1, og einna
mest háttar bæði að ríki og eignum og frægðar-
verkum forfeðra sinna. Hann rjeð Hyrkanusi að
fiýja á fund Aretasar Arabíu konungs, og fá lið-
veizlu hans, til þess að setja sig aptur í ríki.
Eitaði hann brjef og lastaði í því mjög Aristo-
búlus, en lofaði Hyrkanus um allt hóf fram, svo
að konungur tæki því skjótara máli hans. Tjáði
hann og, hversu sæmilegt það væri fyrir hann svo
ríkan konung, að styrkja þá, er órjett liði. Kvað
hann Hyrkanus verða fyrir ranglæti miklu, að
missa ríkis þess, er hann var til borinn, er hann
•var eldri en Aristobúlus. og er Antipater hafði
svo öllu hagað, flýði hann á nóttu með Hyrkanus
úr borginni, og ljatti eigi ferð sinni fyrr en hann
kom til -Petra, höfuðborgar í Arabíu, og seldi þar
Hyrkanus á hendur Aretasi, og kom því svo með
gjöfum sínum og fyrirmælum, að hann hjet að
setja Hyrkanus í ríki. Fór Aretas síðan á Gyð-
1) ídúmea var |>á orðið eitt land og [>jóð með Gyð-
ingum.
♦