Draupnir - 01.05.1893, Side 315
405
ingaland með 50,000 hers, bæði reiðmenn og göngu
lið. Mátti Aristobúlus ekki standast liðsfjölda
J)ann og fjekk ósigur í hinni fyrstu orrustu og
flýði til Jórsalaborgar. Hefði þá og fjandmenn
hans náð bonum, nema Skárus, herstjóri einn
Eómverja, væri þá kominn til Jórsala, er þröngdi
Aretasi að láta af umsátri. Hafði Pompejus hinn
mikli sent hann með her á Sýrland, meðan hann
átti sjálfur við Tigranes Armeníu konung. En
þá er Skárus kom til Damaskusborgar, er þeir
Metellus og Zailíus höfðu unnið skömmu áður, og
heyrðu, hversu á stóð í Gyðiugalandi, fór hann
þangað og hugðist að veiða þar nokkuð. En jafu
•skjótt og hann var þar kominn, sendu þeir bræður
■báðir til hans og beiddust liðveizlu hans. Mátti
]?á meira beiðsla Arístobúlusar, meir af því, að
hetini fylgu fjögur hundruð talenta, en af því að
hann fylgdi hinu rjettara. Jafnskjótt sendi hann
menn til Hyrkanusar og Arabíu konurtgs, og
bauð þeira í nafni Bómverja og Pompejusar að
láta af umsátri og hjet þeitn orrustu ella. Hrædd-
ist Aretas það svo mjög, að hann fór þaðan þegar
•og til Filadelfíu, en Skárus. fór aptur til Damask-
us. Aristobúlus ljet sjer eigi nóg, að hann var
þaunig sloppinn úr háska. Safnaði hann því liði
og sótti eptir fjöndum sfnum og náði þeim við
Papýron’ og barðist við þá og felldi af þeim meira
en átta þúsund1 manna, og fjell þar Fallión2, bróð-
1) Svo vol Galenius I latinskri og 1. 13. Ótto í þýzkri
sem Andyll i fruu-dtri útlegginuu hafa útlagt hjer rangt,
og tel.ja hinir fyrri tveir U000, en hinn |)iiðji 7000, en
JóBefus í Gyóinga s. telur hjer að eins 1000.
H) í Gyðinga s, kallast hann Khefim og er Failiön
ritfeil.