Draupnir - 01.05.1893, Page 316
40H
ir Antipaters. |>á hugðust þeir Hyrkanus og Auti-
pater, er þeir höfðu misst stjuk Arabíu konungs,
að leita þangað liðs, er þeim mátti ólíklegast
þykja, því að þá er Pompejus kom skjótt þar eptir
um Sýrland til Damaskus, fóru þeir á fund hans með
gjafir miklar, báru fyrir hanu mál sín sem fyrir
Aretas, og báðu, að hann liði eigi ofríki Aristó-
búlusar, en setti Hyrkanus aptur í ríki sitt, bæði
sakir ættar hans og annars ágætis. Aristóbúlus
kom þar einnig. Treysti hann á fjegjafir við
Rkárus. Var hann í konungsskrúða, og hjelt sjer
óvirðing vera að lúta Pompejusi og rneð öllu ó-
sæmilegt tign sinni, að Diðurlægja sig svo. Fór
hann við það erindislaust frá Díospólis aptur. En
Pompejus reiddist mjög brottför hans, og með þvf
að þeir Hyrkanus knýðu fast á ásamt, þá fór hann
með allan Rómverja her og nokkuð af Sýrlands
liði móti Aristobúlusi. Og er hann var farinn
fram um Pella og Skytopólis og kom til Korea
— er það landamæra borg Gyðingalands og liggur
leið frá henni miðlands —, frjetti hann, að Aristo-
búlus væri flúinn í Alexandríon, kastala einn á
fjalli hávu, og var hann allsterkbyggður. Sendi
hann honum þá boð um að ganga þogar úr kast-
alanum og koma á sinn fund. Illa gazt Aristo-
búlusi að því og þótti það lítilmannlegt. Vildi
hann heldur alls freista en hlýða boði háns. En
þá er hann fann hugleysi mikið manna sinna, og
er vinir hans töldu fyrir honum, hvað ófærilegt
væri að etja kappi við Rómverja afla hinn mikla,
Ijet hann þó vinnast til þess að fara á fund Pom-
pejusar. þá er hann hafði mælt þar lengi sínu