Draupnir - 01.05.1893, Page 317
•407
tnáli, hvarf hanu aptur til kastalans. Nokkru
■síðar kom hann ofan að nýju að beiðni bróður
síns til þess að ræða um, hverjurn þeirra bæri
ríkið. Bnn fór hann aptur til kastalans, og varð-
aði Pompejus honum það ekki. Var hann nú í
milli vonar og ótta. Gekk hann nú ofan að nýju,
og vildi fá samþykki Pompejusar, að haun hjoldi
ríki, en hvarf þó aptur til kastalaus, svo að hann
sýndist eigi uppgefinn, áður þröng neyddi hann
til. En er Pompeju3 bauð honum að láta af
hendi alla kastalana í síuan hendur og þröngdi
honum að bjóða það öllum kastala vörðum,
er hann hafði áður yfir skipað, fór hann
þegar til Jórsalaborgar sem skjótast, og bjóst
til orrustu við Pompejus. Pompejus kom þegar á
hæla honum og leyfði eigi langan viðbúnað. Jók
það og kapp hans, að hann frjetti frá Jeríkó dauða
Mithrídatesar (konungs ius mikla). það land við
Jeríkó var bezt á öllu Gyðingalandi. Var þar
pálmaviður ærinn og balsam svo mikið, að það
flaut af trjánum, ef á þau var rispað með steini.
þar setti Pompejus herbúðir sínar, og var þar
um nóttina, en hjelt þegar í dögun að Jerúsalera.
Hræddist nú Aristobúlus ákaflega komu hans sjálfs,
gekk út á móti honum, fjell á knje og hjet hon-
um miklu gjaldi. Gaf hann sig þá og borgina í
hans vald. Sæfðist Pompejus við það. Aristo-
búlus hjelt ekkert af því, er hann lofaði, því að
þá er Gabiníus var síðar sendur að sækja fjeð,
vildu þeir, er Aristobúlusi fylgdu, eigi leyfa honum
í borgina.