Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 4
4 22. október 2009 FIMMTUDAGUR ESB á mannamáli! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstíg 9 „Einsog leiftrandi spennusaga.“ Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Pétur Gunnarsson, Fréttablaðinu „Mikilvægt, áhugavert innlegg.“ Bjarni Harðarson D Y N A M O R E Y K JA V ÍK LOKSINS! HEILBRIGÐISMÁL Enn fjölgaði sjúk- lingum á Landspítala í gær vegna svínaflensu. Þeir voru 33 talsins, þar af sex á gjörgæslu. Sjö nýir voru innlagðir og fjórir útskrif- aðir. Þá höfðu fimm einstakling- ar verið lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri af sömu ástæðu og einn á Blönduósi. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá sóttvarnalækni kemur fram að fjöldi inflúensutilfella þrefald- aðist í síðustu viku miðað við vik- una þar á undan. Fólk á öllum aldri greinist með sjúkdóminn, flestir á aldrinum 15 til 19 ára. Frá lokum júní til 18. október bárust samtals 4246 tilkynningar um inflúensu lík einkenni eða staðfesta svínaflensu samkvæmt skráningum lækna í rafrænar sjúkraskrár. Frá 23. september hafa 80 manns verið lagðir inn á Landspítala vegna flensunnar. „Spítalinn er undir miklu álagi þótt ekki sé komið að þolmörkum,“ segir Már Kristjánsson, yfirmaður smitsjúkdómadeildar Landspítal- ans. „En það þarf að huga að því sem gerist á næstu dögum og vikum. Sjúklingum með flensu hefur fjölgað dag frá degi að með- altali. Ákvarðanataka ræðst af þróuninni á næstu dögum og jafn- vel vikum.“ Hann segir að sú hugmynd að hafa alla flensusjúklinga á einum gangi hafi verið rædd en engin ákvörðun þar að lútandi tekin enn. „Við erum með ákveðna við- bragðsáætlun,“ segir hann. „Það segir sig sjálft að þegar herðir á þessum þætti í starfseminni þá getum við ekki sinnt öllu öðru sem við gerum venjulega. Mörgu af því er hægt að stjórna, til að mynda valkvæðri starfsemi. Okkur finnst ekki ástæða til þess í dag að breyta starfseminni með því að sinna ein- ungis bráðum, aðkallandi verkefn- um, en það gæti komið til þess á næstu dögum. Það ræðst af því hvernig málin þróast.“ Már segir að farsóttanefnd Landspítalans hvetji fólk til að fara ekki í heimsóknir á spítalann. Þar sé fólk með inflúensu en einn- ig aðrir sem séu veikir af öðrum orsökum. Lasnir ættingjar eigi ekkert erindi inn á spítalann. „Í rauninni er umferð fólks ekki af hinu góða á þessari stundu,“ segir hann, en segir ekki í umræð- unni að banna allar heimsóknir á spítalann. jss@frettabladid.is Fjörutíu lagðir inn vegna svínaflensu Nær fjörutíu manns lágu á Landspítala vegna svínaflensu í gærkvöld. Þá er farið að leggja fólk inn á Sjúkrahúsið á Akureyri af sömu sökum og einn liggur á sjúkrahúsi á Blönduósi. Landspítali starfar samkvæmt viðbragðsáætlun. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 14° 8° 10° 12° 13° 14° 10° 10° 24° 14° 23° 23° 30° 5° 16° 19° 9° Á MORGUN 5-13 m/s. Hvassast norðvestantil. LAUGARDAGUR NA 5-8 m/s en hvassari á Vestfjörðum. 7 4 2 4 4 6 7 8 8 10 4 10 12 6 2 5 5 5 3 8 34 6 0 1 4 6 4 0 1 2 5 KÓLNAR Næstu daga verða norð- austlægar áttir en það þýðir að úrkoman fellur einkum norðantil en á sunnanverðu landinu verður létt- ara yfi r. Það kólnar lítillega næstu daga, einkum norðanlands, og búast má við svölu veðri inn til lands- ins norðantil. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður SJANGHAÍ, AP Kínverskir rithöf- undar hafa kvartað yfir stafrænu bókasafni netleitarvélarfyrirtæk- isins Google. Höfundarnir segja höfundarrétt brotinn á þeim. Mótmælin koma frá opinberum samtökum höfunda í Kína. Að sögn fréttastofu AP eru þau við- bót í deilur sem Google á þegar í við höfundarrétthafa í Banda- ríkjunum, Evrópu og víðar, vegna viðleitni fyrirtækisins til að gera fleiri prentverk aðgengileg á net- inu. Mótmælin eru hins vegar þau fyrstu frá Kína vegna málsins. Rétthafar geta kosið að taka ekki þátt í verkefninu, segir tals- maður Google. - óká Kínverjar ósáttir við Google: Segja höfund- arrétt brotinn ALÞINGI Breyta þarf lögum frá í sumar um fjárfestingarsamn- ing vegna álvers í Helguvík, að undirlagi ESA, Eftirlitsstofnun- ar EFTA. Í lögunum segir að samningur- inn skuli eigi gilda skemur en í 20 ár en ESA segir að hann megi ekki gilda lengur en í 20 ár. Þá eru ákvæði um ívilnandi reglur um stimpilgjöld þrengdar á þann hátt að ívilnanir gilda ein- vörðungu um skjöl sem eru gefin út í beinum tengslum við bygg- ingu álversins en ekki rekstur þess. - bþs Samningi um Helguvík breytt: Farið að athuga- semdum ESA Icesave á dagskrá í dag Rætt verður um nýtt og breytt frum- varp fjármálaráðherra um Icesave- ábyrgðirnar á þingfundi í dag sem hefst klukkan ellefu. ALÞINGI LANDSPÍTALI Farsóttanefnd Landspítalans hvet- ur fólk til að fara ekki í heimsóknir á spítalann. Þar sé fólk með inflúensu en einnig aðrir sem séu veikir af öðrum orsökum. Lasnir ættingjar eigi ekkert erindi inn á spítalann, segir yfirmað- ur smitsjúkdómadeildar. LAUGARDALSLAUGIN Maðurinn lenti með höfuðið á botni laugarinnar, hlaut af mænuskaða og lamaðist fyrir lífstíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt Vátrygginga- félag Íslands til að greiða ungum pólskum manni rúmar 33 milljón- ir króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í Laugardalslaug árið 2007. Ungi maðurinn stakk sér þá til sunds í grynnri enda Laugar- dalslaugar, lenti með hvirfilinn í botni laugarinnar og lamaðist fyrir neðan mitti og að hluta á höndum. Taldi hann að varúðar- merkingar á staðnum hefðu verið ófullnægjandi. Á það féllst dómur inn, en taldi þó að maður- inn þyrfti að bera þriðjung tjónsins sjálfur vegna þess hve gáleysis lega hann stakk sér. - sh Stakk sér í grunnu laugina: Fær 33 milljónir í skaðabætur FÉLAGSMÁL Ákvörðun stjórnvalda um að skrifa ekki undir vilja- yfirlýsingu með heimamönnum og Alcoa varðandi uppbyggingu álvers á Bakka er reiðarslag fyrir Þingeyinga. Svo segir í ályktun Framsýnar – stéttarfélags Þingeyinga. Er þess krafist að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína. Segir að stjórnvöld hafi brugð- ist öllu trausti, það sé óþolandi og komi Norðurþingi, Orkuveitu Húsavíkur og íbúum svæðisins í mjög slæma stöðu. - bþs Framsýn í Norðurþingi: Ákvörðunin um Bakka reiðarslag ALÞINGI Lögbundin þýðing skjala vegna aðildar Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu kostar tæpar 186 milljónir króna á ári. Áætlar utanríkisráðuneytið að verja þurfi þeirri fjárhæð til verksins til loka árs 2012 þegar þýðingum á að vera lokið. Þetta kemur fram í svari utan- ríkisráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Sjálfstæðisflokki. Í svarinu kemur fram að nauð- synlegt sé að ljúka þýðingunum áður en til mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu kemur. Þá er þess getið að kostnaður vegna þýðingar færist til Evrópusam- bandsins ef til aðildar Íslands kemur. - bþs Þýðingu EES-efnis lýkur 2012: Kostar 186 milljónir á ári ÍRAN Alþjóðakjarnorkumálastofn- unin hefur sent Írönum, Banda- ríkjamönnum, Frökkum og Rúss- um tillögu að lausn á máli Írana og kjarnorkuáætlunar þeirra. Stofn- unin vill svör við tillögunni í síð- asta lagi á morgun. Efni tillögunnar er ekki opin- bert, en heimildir BBC herma að tillagan feli í sér að Íranar muni senda úran sitt úr landi til Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, sem aftur myndi senda það til Rúss- lands þar sem það yrði auðgað. Þaðan færi það svo til Frakklands þar sem nauðsynleg tækni er til staðar til að undirbúa úranið endan- lega fyrir kjarnakljúfa Írana. Tillögunum er ætlað að slá á áhyggjur vesturveldanna af því að Íranar séu hugsanlega að auðga úran í hernaðarskyni. Úranið sem sent yrði frá Frakklandi hverju sinni yrði aldrei nægt til að hægt væri að búa til úr því vopn. Tillögurnar voru afrakstur viðræðna sem fram fóru í Vín í Austurríki. Mohamed El Bara- dei, yfirmaður Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar, sagði að fundinum loknum að hann væri bjartsýnn á að tillagan myndi leiða til farsællar niðurstöðu. Við- ræðurnar hefðu verið mjög upp- byggilegar. - sh Alþjóðakjarnorkumálastofnunin leggur til sátt í deilu Írana og vesturvelda: Úranið verði meðhöndlað erlendis BARADEI AÐ VIÐRÆÐUM LOKNUM Yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar sagði viðræðurnar hafa verið uppbyggilegar. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 21.10.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,0912 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,31 122,89 202,74 203,72 182,68 183,70 24,539 24,683 21,961 22,091 17,696 17,800 1,3465 1,3543 195,21 196,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.