Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 6
6 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
668 kr.á mánuði
Vefhysing_
Pantaðu núna á www.1984.is
ISLENSK VEFHYSING
= MEIRI HRADI >> MEIRA ÖRYGGI >> MUN ODYRARI
Sími 546 1984 ::: info@1984.is
bílaperur
Quarts
allt að 80% meira ljós
NÝJAR bílaperur frá
Skeifan 11B • 108 Reykjavík
Sími 511-3080 • isoft@isoft.is
www.isoft.is
Vinsælt og hagnýtt nám fyrir skapandi fólk. Hentar einnig vel
þeim sem vilja hanna sínar eigin auglýsingar og bæklinga.
Kennt er á mest notuðu hönnunarforritin.
• Photoshop CS4
• Illustrator CS4
• InDesign CS4
Einnig læra þátttakendur að ganga frá
verkefnum sínum í Acrobat Distiller (PDF)
Kvöldnám hefst 29. október.
Lengd 105 std. Verð kr. 129.000,-
Grafísk
hönnun
ALÞINGI Tíu þingmenn úr fjórum
flokkum, auk Þráins Bertelssonar,
vilja að forseti Alþingis hefji
undir búning þess að útvarpa
þingfundum beint um allt land á
sérstakri útvarpsrás. Stefna eigi
að því að útvarp þingfunda hefj-
ist eigi síðar en þegar þing kemur
saman á vorþingi 2010, það er,
fyrir 18. janúar á næsta ári.
Í greinargerð segir að það sé
mat flutningsmanna að beinar
útvarpssendingar frá Alþingi
ættu að vera sjálfsögð þjónusta í
nútímalegu lýðræðisþjóðfélagi, á
öld upplýsinga og fjölmiðlunar.
Tillaga þessa efnis hefur marg-
oft verið lögð fram á þingi. - bþs
Þingfundum verði útvarpað:
Útvarp hefjist
fyrir 18. janúar
SVEITARFÉLÖG „Það er grátlegast
að það var varað við þessu þegar
meirihlutinn í Reykjavík fór í
gang með plön um þreföldun á lóða-
úthlutunum,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson, oddviti Samfylkingarinnar
í Reykjavík, um offjárfestingu á
fasteignamarkaði.
Dagur segir að nú séu um þrjú
þúsund óseldar eða langt komnar
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Verðmæti þessa sé um 73,5 millj-
arðar króna. Þess utan standi yfir
4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin
hafi lagt í miklar fjárfestingar
sem nú séu ónýttar. Þennan kostn-
að megi meta á um 35 milljarða.
Samtals liggi þannig vel yfir 100
milljarðar í ónýttum eignum.
Að sögn Dags vöruðu skipu-
lagssvið borgarinnar, greiningar-
deildir bankanna, Seðlabankinn og
Samtök atvinnulífsins við þenslu á
fasteignamarkaðinum þegar í upp-
hafi kjörtímabilsins.
„Ég og margir fleiri sögðum að
hættan væri sú að stórir hópar,
sem hefðu keypt dýrt, myndu sitja
eftir sem nokkurs konar fangar í
íbúðum sínum og að sveitarfélögin
sætu eftir með hálfbyggð hverfi
og ónóga þjónustu árum saman,“
segir Dagur og kveður mikilvægt
að gera þetta mál upp – ekki síður
en bankahrunið.
„Það voru stjórnmálamenn í
aðdraganda síðustu sveitarstjórnar-
kosninga, sjálfstæðismenn í öllum
sveitarfélögum, sem löðuðu til sín
atkvæði með loforðum um ódýrar
lóðir fyrir alla. Því var haldið
fram að hækkun fasteignaverðs
væri vegna þess að Reykjavíkur-
listinn hefði ekki tekið þátt í þessu
ofsakapphlaupi sumra nágranna-
sveitarfélaganna í lóðaúthlutunum.
Þessi málflutningur hefur ekki
aðeins reynst rangar heldur er
reikningurinn á við heila Kára-
hnjúkavirkjun,“ segir Dagur.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir
ódýrt að vera spekingur eftir á.
Málið sé mjög alvarlegt og varði
í mörgum tilfellum fjárhag ein-
staklinga, fjölskyldna og fyrir-
tækja. „Þetta er miklu viðkvæm-
ara og að sumu leyti sorglegra
en svo að menn geti rokið fram
með í umræðuna með einhverjum
ódýrum pólitískum frösum,“ segir
Júlíus.
Að sögn Júlíusar er orsaka
meðal annars að leita hjá lána-
stofnunum. „Ég hef líka bent á
það að upphaf þessarar verðlags-
þróunar má að nokkru leyti rekja
til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-
listans á sínum tíma. En við eigum
ekki að festa okkur í slíku heldur
hugsa fram á veginn og leita
lausna,“ segir Júlíus, sem kveður
lausnina meðal annars felast í
samræmingu á skipulagi höfuð-
borgarsvæðisins. „Við höfum bara
ekki þau tól sem til þarf til þess
að halda í taumana og því þarf að
breyta,“ segir Júlíus. Hann bendir
jafnframt á að áðurnefndar fjár-
festingar sveitarfélaganna vegna
samþykktra deiliskipulagsáætlana
verði nýttar þegar betur árar.
gar@frettabladis.is
Andvirði Kárahnjúka
í ónotuðum eignum
Oddviti Samfylkingar í borgarstjórn segir yfir 100 milljarða bundna í ónotuð-
um íbúðum og innviðum hverfa á höfuðborgarsvæðinu þótt varað hafi verið
við þenslu. Sjálfstæðismaður í borgarstjórn segir ódýrt að vera spekingur eftir á.
Í URRIÐAHOLTI Byggðin í Urriðaholti í Garðabæ er eitt dæmi um hverfi sem dagaði
uppi þegar góðærið hvarf og kreppan lagði Ísland undir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓLK „Þeir frá Hótel Loftleiðum
höfðu samband á þriðjudag og voru
í miklu veseni, því þeir áttu engan
stól fyrir karlinn að sitja á. Við
fengum þess vegna 48 klukkutíma
til að smíða stólinn, og erum dálítið
að giska okkur áfram með þetta.
Það verður spennandi að sjá hver
útkoman verður,“ segir Erlendur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá
GÁ Húsgögnum. Fyrirtækið fékk
það verkefni að smíða sérhannaðan
stól fyrir Tyrkjann Sultan Kosen,
hæsta mann heims, sem væntan-
legur er til landsins í dag í tilefni
af útkomu nýjustu Heimsmeta-
bókar Guinness. Kosen er tæplega
tveir og hálfur metri á hæð.
Starfsmenn GÁ Húsgagna voru í
miðjum klíðum við að setja saman
grind fyrir stólinn þegar Frétta-
blaðið hafði samband í gær. „Mér
skilst að Kosen muni nota stólinn
á hótelinu og einnig þegar hann
gefur eiginhandaráritanir og
slíkt,“ segir Erlendur.
Grétar Árnason eigandi, sem
stofnaði GÁ Húsgögn árið 1975,
segir þetta verkefni vissulega for-
vitnilegt, en fyrirtækið hafi áður
fengist við undarleg verkefni.
„Laxaroðsveggurinn sem við gerð-
um fyrir Hótel Þingholt er mjög
sérstakur, en þá bjuggum við til
flísar úr 580 roðum. Við gerðum
líka sófa fyrir heimssýninguna
árið 2000 og fleira. Við höfum lent
í ýmsu,“ segir Grétar. Aðspurður
segir hann að hæsta manni heims
sé velkomið að taka stólinn með
sér heim eftir heimsóknina, kjósi
hann svo. - kg
Starfsmenn GÁ Húsgagna fengu undarlega beiðni frá Hótel Loftleiðum:
Smíða stól fyrir hæsta mann heims
STÓRI STÓLLINN Sigurjón og Erlendur
hjá GÁ húsgögnun komust báðir fyrir í
stólnum sem þeir smíðuðu fyrir hæsta
mann heims. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SAMFÉLAGSMÁL Svo virðist sem
breytt viðhorf gagnvart kannabis-
neyslu geri nú vart við sig meðal
ungs fólks á Íslandi. Það líti jafn-
vel ekki lengur á kannabisefni
sem ólögmætt og varasamt fíkni-
efni. Þetta kom fram í máli Arn-
gríms Gunnarssonar, forvarnar-
fulltrúa í Fjölbrautaskólanum í
Ármúla, á morgunverðarfundi
samtakanna Náum áttum, um
kannabisneyslu á Íslandi í fyrra-
dag.
Sagði Arngrímur að unglingar
á framhaldsskólaaldri hefðu
sumir hverjir þær hugmyndir nú
til dags að kannabis væri jafn-
vel hollt, væri lyf og að það ætti
sjálft að ráða því hvort það skað-
aði sig eða ekki. Skaðsemin af
kannabisneyslu væri ekki meiri
en til dæmis af sykurneyslu eða
ofþjálfun í líkamsrækt.
Karl Steinar Valsson, yfir maður
fíkniefnadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, hélt einn-
ig erindi á fundinum. Sagði hann
að á liðnum árum hefði lögregla
lagt hald á 100 til 200 kannabis-
plöntur á ári hverju, en þær hefðu
hins vegar verið 100 til 200 á viku
það sem af væri ári. Raunar væri
kannabisrækt á Íslandi svo mikil
að lögregla kæmist ekki í að
leggja hald á allt það sem vitað
væri um. Ætla megi að eitthvað af
þessari innlendu framleiðslu væri
ætluð til útflutnings. - sh
Ungt fólk hætt að líta á kannabisefni sem ólöglegt og varasamt fíkniefni:
Breytt viðhorf til kannabiss
KANNABISSKÓGUR Fleiri þúsund
kannabisplöntur hafa fundist í ræktun á
Íslandi á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Á að setja lög gegn starfsemi
Vítisengla?
Já 90%
Nei 10%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú búin(n) að fá
svínaflensu?
Segðu skoðun þína á visir.is.
KJÖRKASSINN