Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 8
8 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
1. Hvað nefnist nýtt stýrikerfi
Microsoft sem kemur út í dag?
2. Hve marga Kínverja væntir
Keilir að fá árlega til flugnáms?
3. Hver deilir hlutverki með
Stefán Karli í söngleiknum
Trölla?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50
Í hvernig borg viltu búa?
HUGMYNDAÞING
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR
SUNNUDAGINN 25. OKTÓBER KL. 13–16
www.reykjavik.is/hugmyndir
38.995
Mammut
Mount trail xt gtx
gönguskórnir,
okkar vinsælustu
skór. Sokkar
fylgja með öllum
gönguskóm
Broddar
verð frá kr.
Hanwag Alaska gtx
gönguskórnir
10% afsl. Sokkar
fylgja með öllum
gönguskóm
37.995
13.995
44.995
Útbúnaðinn í
rjúpnaveiðina
færðu í Ev
erest
alvöru
snjóþrúgur
frá Camp
verð frá kr.
30% afsl. af öllum goretex jökkum
15-50% afsl. af Ulvang ullarfatnaði
Legghlífar, höfuðljós
AFSLÁTTUR
Hellstu útsölustaðir: Fjarðarsport neskaupstað, Veiðiflugan Reyðarfirði, Skógar Egilstöðum.
FÉLAGSMÁL Ögmundur Jónasson fór
yfir víðan völl í setningarávarpi
sínu á þingi BSRB í gær. Þetta
var hans síðasta setningarávarp
en nýr formaður verður kjörinn á
þinginu á morgun.
Ögmundur varði drjúgri stund í
að ræða um lífeyri og tæpti meðal
annars á hugmyndum um stofnun
fjárfestingarsjóðs á vegum líf-
eyrissjóðanna til að efla atvinnu.
Lýsti hann um leið áhyggjum af
velferðarkerfinu enda ríkissjóður
og sveitarsjóðir reknir með
halla. „Þetta eru sjóðirnir sem
fjármagna velferðina, skólana,
sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatl-
aða, löggæsluna, slökkviliðin,
sjúkraflutningana, vatnsveiturn-
ar, stofnanir fyrir aldraða, sjálfa
innviði samfélagsins. Ég vil láta
minn lífeyrissparnað renna þang-
að, til að verja innviðina, svo ekki
verði grafið undan velferðinni.
Aldrei er hennar meiri þörf en í
kreppu,“ sagði Ögmundur. Hann
spurði hvort menn meintu ekkert
með því að varðveita eigi kvenna-
störf. Niðurskurður í velferðinni
þýði að konum verði vísað út í
atvinnuleysi „á sama tíma og spek-
ingar setjast yfir að búa til störf
fyrir karla. Ég kalla eftir því að
lífeyrissjóðirnir setjist yfir þetta
með ríkinu og sveitarfélögunum
með það í huga að forgangsraða
fjármagni til þeirra, láni ríki og
sveitarfélögum peningana okkar
til að draga úr hinum bratta niður-
skurði.“
Ögmundur ræddi líka um skipu-
lag verkalýðshreyfingarinnar og
sagði það draum sinn að öll helstu
samtök launafólks sameinuðust í
einum samtökum, Launamanna-
sambandi Íslands. Kvaðst hann
telja verkalýðshreyfinguna vera í
verulegri hættu á að fjarlægjast
rót sína, verða stofnun sem væri
uppteknari af skipulagsformum en
baráttumarkmiðum. Þá sagði hann
það hafa vakið honum áhyggjur
þegar samtök launafólks komu að
gerð stöðugleikasáttmálans síðast-
liðið vor og voru samstiga kröf-
um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um
niðurskurð í velferðarmálum sem
öðrum málum.
Ögmundur sendi Alþýðu-
sambandinu sneið þegar hann
rakti að lífeyriskerfi opinberra
starfsmanna hefði í tvígang verið
hætt komið, fyrst á síðari hluta
níunda áratugarins og aftur 1996.
„Aldrei áttum við bandamenn í
samtökum launafólks á almennum
vinnumarkaði í þessari baráttu og
litu félagar okkar þar umframrétt-
indi opinberra starfsmanna horn-
auga. Við höfðum ríkan skilning á
kröfum um jöfnuð, nema hvað við
viljum jafna kjörin upp á við en
ekki niður,“ sagði Ögmundur.
bjorn@frettabladid.is
Lífeyrissjóðirnir láni
til að verja innviðina
Ögmundur Jónasson vill að lífeyrissjóðirnir láni hinu opinbera svo draga megi úr
niðurskurði til velferðarmála. Hætta sé á að innviðirnir bresti. Hann gagnrýnir
að samtök launafólks hafi verið samstiga AGS um niðurskurð í velferðarmálum.
LOKAÁVARPIÐ Ögmundur Jónasson setti þing BSRB í síðasta sinn í gær. Hann lætur
á morgun af rúmlega tuttugu ára formennsku í bandalaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon
greiddi atkvæði gegn nýjum siða-
reglur borgarfulltrúa á borgar-
stjórnarfundi á þriðjudag. Hann
lét bóka að tregða borgarfulltrúa
við að upplýsa um prófkjörs-
styrki, auk annars, gerði slíkar
siðareglur marklausar.
„Undirritun borgarfulltrúa á
siðareglum fyrir kjörna fulltrúa
er ekki pappírsins virði í ljósi
þeirrar staðreyndar að fimm af
sjö borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokks, sem undirrituðu málefna-
samning árið 2008 um meirihluta-
myndun með F-listanum, meintu
ekki eitt einasta orð af því sem
þeir undirrituðu,“ bókar Ólafur.
„Miðað við það upplausnar-
ástand, blandað mannorðsveiðum,
sem ríkt hefur á þessu kjörtíma-
bili og hefur ekki síst verið kynt
undir af borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins, að undanskild-
um Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og
Kjartani Magnússyni, verður það
að teljast bíræfni af hálfu borgar-
fulltrúa að ætla að setja fögur orð
á blað og kalla það siðareglur.“
Í ljósi þessa, og áðurnefndrar
tregðu borgarfulltrúa við að gefa
upp prófkjörsstyrki, segist Ólaf-
ur ekki hafa geð í sér til að greiða
atkvæði með siðareglunum. - sh
Ólafur F. Magnússon mótmælir nýjum siðareglum borgarfulltrúa:
Telur siðareglurnar bíræfnar
ÓSÁTTUR Ólafur sakar kollega sína í
borgarstjórn um hræsni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í fjögurra mánaða fang-
elsi, skilorðsbundið, og jafnframt
sviptur ökurétti í tvö ár fyrir
ölvunar akstur og að slasa lög-
reglumann.
Lögreglan sá manninn þar
sem hann ók ölvaður í Kópavogi.
Hann sinnti ekki stöðvunar-
merkjum, heldur ók þar til hann
stöðvaði bifreiðina á Mímisvegi
í miðbæ Reykjavíkur. Þar stökk
hann út úr henni og hljóp á brott.
Lögregla elti hann uppi. Í lög-
reglubílnum á leiðinni á lögreglu-
stöð veittist hann að lögreglu-
manni, sem rifbeinsbrotnaði og
tognaði á fingri. - jss
Svipting og refsing á skilorði:
Rifbeinsbraut
lögreglumann
VEISTU SVARIÐ?