Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 16

Fréttablaðið - 22.10.2009, Side 16
16 22. október 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Icesave Nú sér fyrir endann á Icesave-málinu, samþykki Alþingi nýtt frumvarp um ríkisábyrgð. Ljóst er að enginn er himinlifandi með þá niðurstöðu sem liggur fyrir þingi; sumir telja okkur einfaldlega ekki komast lengra með samn- inginn. Það er kannski að æra óstöðugan að ætla að rifja feril málsins upp, slíkt hefur greinafarganið um það verið, en sagan skiptir máli. Fáir frasar munu sennilega lifa lengur í þjóðarsálinni en tæra snilldin hans Sigurjóns Þ. Árna- sonar, bankastjóra Landsbankans. Í samtali við Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, í febrúar 2007, lýsti hann Icesave-reikningn- um sem bankinn hafði stofnað í Bretlandi haustið áður sem tærri snilld. Því var lýst hvernig hann hlæjandi hringdi til að athuga stöðuna: „Það bættust við fimm- tíu milljónir punda bara á föstu- daginn.“ Fáum er hlátur í hug nú, 1.244 milljörðum króna síðar, þegar ljóst er að landsmenn þurfa að borga snilldina, sem þótti svo mikil að í maí 2009 var Icesave opnað í Hollandi. En Adam hinn hollenski var ekki lengi í paradís því innan við fimm mánuði eftir að hollenskir sparifjáreigendur flykktust að Icesave var Landsbankinn allur, Nýi Landsbankinn búinn að taka yfir innlendar eignir og óljóst hvað yrði um þær erlendu. Þar með hófst Icesave-hildurin sem loks sér fyrir endann á. Eða hvað? Það var þá Bretar voru uggandi um eigur sínar á Icesave-reikningunum og 8. október frystu þeir allar eignir Landsbankans í Bretlandi. Ísland og íslenskar fjármálastofnanir voru flokkaðar með hryðjuverka- mönnum. Óhætt er að segja að íslenskir stjórnmálamenn hafi tekið það óstinnt upp; hver á fætur öðrum lýstu þeir vantrú sinni og óbeit á aðgerðum Breta. Að vina- þjóð skyldi koma svona fram við okkur. Stjórnarandstaðan, með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar, sagði aldrei verða samið við slíkar aðstæður. Sá tónn átti eftir að breytast þegar hann komst til valda. Ríkisstjórnin hins vegar lýsti sig við ýmis tækifæri reiðubúna til samninga. Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra sendi bréf þess efnis og ráðuneytisstjórar skrifuðu fyrir hönd Íslands undir yfirlýsingu við Hollendinga um að skuldin yrði greidd. Á tíu árum með 6,7 prósenta vöxtum. Íslensk stjórnvöld sögðu samninginn þó ekki bindandi, enda aðeins yfir- lýsing um sameiginlegan skilning. Stjórnin sagðist einnig óbundin af samþykki Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra um að leggja málið fyrir gerðardóm. Stjórnin studdi ráðherrann ekki í því, þótt hann hefði jánkað slíkri lausn á fundi fjármálaráðherra í Brussel. Ríkisstjórnin taldi ráðlegast að semja, þrátt fyrir hryðjuverkalög- in sem enn voru í gildi. Stjórnar- þingmenn sögðu ekki hægt að standa fast á dómstólaleiðinni, þó að margir þeirra telji hana núna einu leiðina. 5. desember sam- þykkti Alþingi að fara í viðræður. Miðsumarþing Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók upp þráð- inn frá þeirri fyrri og hélt samn- ingaviðræðum áfram. Nýju fólki fylgdi ný nefnd og sá gamli refur úr pólitík inni, Svavar Gestsson, var leiddur til forystu í henni. Valið hefur verið gagnrýnt: Var Svavar of tengdur stjórnmálunum til að teljast embættismaður þrátt fyrir að vera sendiherra? Og ef hann telst stjórnmálamaður, af hverju fékk stjórnarandstaðan þá ekki sína fulltrúa? Þá hefur löng- um verið gagnrýnt að málið skyldi ekki tekið upp á æðsta stig stjórn- málanna; að forsætisráðherra hitti kollega sína til ráðslags. Eftir langar og strangar samn- ingaviðræður skrifaði Svavar undir samning fyrir Íslands hönd 5. júní, með fyrirvara um sam- þykki Alþingis um ríkisábyrgð. Og hafi einhver haldið að málinu væri þá lokið skjöplaðist honum. Við tóku langar og strangar umræður á sumarþinginu. Yfir- lýsingar gengu á báða bóga, stjórn- in virtist vera fallin, vangaveltur um stuðning ráðherra við málið. Var um landráð eða slynga samn- ingatækni að ræða? Hiti og þungi vinnunnar lenti á fjárlaganefnd og segja má að brotið hafi verið blað í störfum þingsins. Stjórn og stjórnarandstaða störfuðu saman. Á endanum voru það þó aðeins stjórnarþingmenn sem greiddu málinu atkvæði sitt. Fyrirvararnir Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave var samþykkt á Alþingi 28. ágúst. Í lögunum voru fjöl- margir fyrirvarar við ábyrgðina, svo margir að sumir töldu um nýja samninga að ræða. Í þeim hópi voru Bretar og Hollendingar sem settust aftur að samningaborðinu, nú um fyrirvarana. Þó að öllum hafi verið í mun að ljúka samningum þarf engum blöð- um um það að fletta að viðsemj- endum Íslendinga þótti þeir fulloft skipta um skoðun. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að aftur- hvarf frá stuðningi við gerðardóm- inn sem Árni Mathiesen vildi, frá samkomulagi við Hollendinga um greiðslu á 6,7 prósenta vöxtum og ítarlegir fyrirvarar við gerðan samning; allt þetta hafi setið tölu- vert í Bretum og Hollendingum. Engu að síður töldu stjórnvöld samningana ganga vel. Fréttir bár- ust af því að hver af öðrum væru fyrirvararnir samþykktir. Mikil fundarhöld stóðu yfir, embættis- menn hittust og fjármálaráðherra sat ófáa fundi um málið. Þegar upp stóð segir ríkis- stjórnin aðeins tvo fyrirvara standa út af. Gallinn er sá að það eru fyrir varar sem stjórnar- andstaðan segir þá allra mikilvæg- ustu; að ekki þurfi að greiða leng- ur af láninu en til 2024 og skýlaust ákvæði um að Íslendingar dragi lögmæti kröfunnar í efa. Ekkert gefið eftir Ríkisstjórnin skrifaði undir sam- komulagið 18. október og dag- inn eftir var frumvarpi um málið útbýtt á þingi. Af viðbrögðum stjórnarandstöðu við umleitan um afbrigði til að hægt væri að taka málið fyrr á dagskrá að dæma, er ljóst að ekkert verður gefið eftir.Yfirlýsingar forystumanna stjórnar andstöðuflokkanna hafa enda gefið það til kynna. Fá mál hafa snert jafnmikið við þjóðarsálinni og Icesave. Skyldi engan undra; fólkinu svíð- ur að þurfa að greiða skuldir sem hún átti engan þátt í að stofna til. Brigsl um landráð og svik eru algeng og allir hafa selt æru sína að mati andstæðinganna. Reynt hefur á samstöðu ann- arra þjóða með Íslendingum og þykir Frónbúum þeir illa sviknir í þeim viðskiptum. Vinaþjóðirnar yfirgáfu okkur hver af annarri, utan Færeyinga sem gleyma aldrei vinum í neyð. Ljóst þykir að meirihluti er fyrir málinu á Alþingi. Jafn ljóst er að stjórnarandstaðan mun ekki gefa neitt eftir. Því sér fyrir endann á formlegri afgreiðslu málsins. Sárið á þjóðarsálinni mun þó trauðla gróa í bráð. Langri sögu samninga er að ljúka ICESAVE-KYNSLÓÐIN? Er þetta kynslóðin sem mun Icesave erfa eða standast spádómar stjórnvalda um að málinu ljúki fyrir 2024? Fá mál hafa lagst jafn þungt á þjóðarsálina og tæra snilldin hans Sigurjóns. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Tímalína 2006 10. nóvember – Icesave stofnað í Bretlandi 2009 24. febrúar – Ný samninganefnd skipuð undir forystu Svavars Gestssonar 5. júní – Skrifað undir samningana 31. júlí – Icesave gögn (flest) opinberuð 28. ágúst – Alþingi samþykkir ríkisábyrgð með fyrirvörum 17. október – Skrifað undir samninga á ný 19. október – Frumvarpi útbýtt á Alþingi 2008 29. maí – Icesave stofnað í Hollandi 8. október – Bretar frysta eignir Landsbankans í Bretlandi 9. október – Nýi Landsbankinn tekur yfir innlendar eignir 11. október – Samkomulag við Hollendinga um greiðslu Icesave á 6,7% vöxtum 4. nóvember – ECOFIN, fundur fjármálaráðherra ESB og EFTA 5. desember – Alþingi samþykkir að ljúka Icesave með samningum Útgáfuhóf vegna bókarinnar verður haldið á Súfistanum, Laugavegi 18, í dag kl. 17. Allir velkomnir. Vönduð og spennandi ævisaga eftir tónlistarfræðinginn Á R N A H E I M I I N G Ó L F S S O N Icesave-upphæðir Bretland Holland Innistæður á Icesave Lán til Íslendinga 2000 1500 1000 500 0 5000 4000 3000 2000 1000 0 Greiðslubyrði Íslands M ill jó n ir p u n d a M ill jó n ir ev ra M ill jó n ir kr ó n a * Miðað við 90 prósenta endurheimtuhlutfall eigna Landsbankans. Um núvirta upphæð er að ræða og vaxta- kostnaður reiknaður með. 200 150 100 50 0 4. 52 7 2. 35 0 1. 67 4 1. 32 9 Greiðslubyrði Íslendinga* Árleg greiðsla 2016-2024 £ €

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.