Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 24

Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 24
24 22. október 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki E itt af því sem góðærið leiddi af sér var að afgreiðslutími verslana hér á landi var lengdur. Afgreiðslutími á virk- um dögum var lengdur, fimmtudagskvöldin bættust við, lengri afgreiðslutími á laugardögum, sunnudögum, um helgar, lengri afgreiðslutími fyrir jólin og opið allan sólar- hringinn. Kaupmenn kepptust hver um annan þveran við að lengja afgreiðslutímann og oft var eins og lengri afgreiðslutími væri eina svarið við aukinni samkeppni. Nú situr íslensk verslun uppi með einn lengsta afgreiðslutíma sem þekkist í nágrannalöndunum, ef ekki þann lengsta. Þegar kreppir að eins og nú, kaupmáttur hrynur og eftirspurn dregst saman stendur verslunin frammi fyrir því að hagræða á öllum sviðum. Starfsfólki er fækkað, laun eru lækkuð, endursamið er við birgja og allra leiða leitað til að hagræða. Lítið bólar þó á styttri afgreiðslutíma. Þegar kaupmenn eru spurðir út í langan afgreiðslutíma er svarið einatt að viðskiptavinirnir séu orðnir vanir löngum afgreiðslutíma og verslunarvenjur hafi breyst með þeim hætti að ekki sé hægt að snúa til baka. Þetta er vissulega rétt enda hljóta allir neytendur að hugsa til þess með hryllingi þegar allar verslanir voru lokaðar á kvöldin og um helgar. En okkur Íslendingum er svolítið tamt að gera flest með trukki og dýfu og er þessi langi afgreiðslutími merki um það – við gerum hlutina annaðhvort í ökkla eða eyra. Þó að neytandinn vilji versla þegar honum hentar er sjaldan talað um kostnaðinn sem felst í þessum langa afgreiðslutíma. Hver klukkustund sem verslun er opin kostar sitt og þeim kostnaði er velt út í verðlagið sem neytandinn greiðir á endanum. Það er nefni- lega því miður ekki þannig að verslun aukist í réttu hlutfalli við lengri afgreiðslutíma. Verslun eykst eitthvað en að mestu leyti dreifist salan á lengri tíma með auknum tilkostnaði. Er nauðsyn- legt að hafa opið öll fimmtudagskvöld í stóru verslunarkjörnunum, þar að auki til kl. 18 alla laugardaga og sunnudaga og til kl. 22 síðustu tíu dagana fyrir jól? Eða væri hægt að gera hagstæðari innkaup ef afgreiðslutíminn yrði eitthvað styttur? Myndi íslenski neytandinn sætta sig við skertan afgreiðslutíma ef vöruverð gæti lækkað í staðinn? Neytandinn er nefnilega ótrúlega sveigjanlegur – er fljótur að aðlaga sig og breyta verslunarvenjum sínum. Það fékk kaupmaður- inn að reyna sem keypti litla sjoppu í einu úthverfi borgarinnar fyrir nokkrum árum. Þegar hann keypti verslunina var hún opin til kl. 23.30 en kaupmaðurinn komst fljótt að því að lítið var að gera eftir klukkan níu á kvöldin þar til rétt fyrir lokun að nokkrir við- skiptavinir komu inn. Hann ákvað því fljótlega að stytta afgreiðslu- tímann til kl. 22.30 og það sama gerðist – ekkert var að gera eftir klukkan níu en rétt fyrir lokun komu sömu viðskiptavinirnir og áður höfðu komið rétt fyrir miðnætti. Kaupmaðurinn ákvað því að fikra sig áfram og stytti afgreiðslutímann en nú til kl. 21.30 og fljótlega þróaðist verslunin með þeim hætti að nóg var að gera í versluninni fram að lokun og síðasta hálftímann komu viðskipta- vinirnir sem áður höfðu komið rétt fyrir kl. 23.30. Það virðist nefnilega vera þannig að sumir neytendur nýta sér afgreiðslutím- ann til fulls, en spurningin er hvort þeir eigi að stýra honum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir alla? Endurskoða ætti afgreiðslutíma verslana. Hagræði fyrir alla MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR Vinur minn einn hefur farið svo víða og gert svo margt, að hann á að heita má ekkert eftir. Honum finnst tvennt skara fram úr öllu öðru, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur: að tína sveppi og renna sér á skaut- um. Þegar hann gifti sig, bauð hann konunni með sér að tína sveppi. Hún spurði, hvort það væri óhætt. Treystu mér, sagði hann. Þau héldu síðan dýrlega sveppaveizlu. Konan fékk matar- eitrun og var margar vikur að ná sér. Tók þá vötnin að leggja, og vinur minn bauð konunni með sér á skauta. Er það óhætt? spurði hún. Treystu mér, sagði hann. Hann var vanur skautamaður. Hún dróst aftur úr honum á svell- inu, þetta var í 25 stiga frosti, og þá heyrir hann ísinn bresta fyrir aftan sig. Honum tókst við illan leik að draga króknandi konuna upp úr vökinni og koma henni í hús og þurfti að nota hitablásara til að þíða utan af henni fötin. Nú tína þau saman sveppi og renna sér á skautum eftir árstíðum. Góð tónlist og leikfimi Þýzka tónskáldið Paul Hindemith var sömu gerðar að því leyti, að honum þótti tvennt eftirsóknar- vert: góð tónlist og hrein sam- vizka. Ekki veit ég, hvort hann hafði reynt allt hitt. Tónlist er svo snar þáttur í lífi fólks, að án hennar geta fæstir verið. Vík- ingar fluttu tvísönginn til Íslands, og hann varðveittist. Egill Skalli söng Höfuð lausn fyrir Eirík blóð- öxi. Íslendingar kváðu rímur og sungu síðan sálma. En þegar okkur vantaði þjóðsöng 1874, þurfti að sækja lagið við lof- söng séra Matthíasar til Edin- borgar, þar sem tón skáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson bjó. Sigfús Einarsson fluttist heim til Reykjavíkur 1906 og hafði fyrstur Íslendinga tónlist að ævi- starfi heima fyrir. Æ fleiri Íslend- ingar lærðu að syngja og spila í útlöndum og fluttu kunnáttuna með sér hingað heim til að deila henni með öðrum. Útvarpið færði tónlist inn á hvert heimili í land- inu eftir 1930. Tónlistar skólar ruddu sér til rúms. Nemendur þar voru um þúsund 1960, og nú eru þeir fjórtán þúsund í næstum hundrað skólum um allt land. Það er bylting. Stundum er sagt, að skólar séu til að kenna fólki að lesa, skrifa og reikna. Mér finnst nær að segja, að skólar séu til að kenna fólki að lesa, skrifa, reikna, rækta líkamann og sálina, syngja og spila. Grunnskólar og fram- haldsskólar sjá um lestur, skrift, reikning og leikfimi, og tónlist- arskólarnir sjá um hitt. Kannski væri ráð að búa tónlistarskólun- um í lögum hliðstæðan sess og öðrum skólum með þeim rökum, að tónlist eigi af uppeldisástæð- um heima við hliðina á lestri, skrift, reikningi og leikfimi á jafnréttisgrundvelli. Gróskan í starfi tónlistarskólanna myndi trúlega lyfta öðru skólastarfi. Af uppeldisástæðum? Músík kennir mönnum kurteisi. Enginn stendur upp frá strengja- kvartett eftir Beethoven eða píanókonsert eftir Mozart til að fremja óhæfuverk eða ausa sví- virðingum yfir náungann. Það er að minnsta kosti sjaldgæft. Rauði herinn stóð ráðalaus frammi fyrir tugþúsundum syngjandi fólks, sem myndaði samfellda keðju frá Eistlandi um Lettland til Litháens 1991 og tryggði sér með söng frjálsa framtíð við Eystrasalt. Og þannig tókst leikaranum góða, George Hamilton, að bjarga lífi sínu um árið. Þannig var, að hann var að leika í þriðja flokks mynd í Marokkó, fékk helgarfrí, flaug til Madríd og komst þá að því, að í hverfinu var hvergi deig- an dropa að fá nema í tilteknu vændishúsi; Frankó var enn við völd. Og sem hann kemur sár- þyrstur á staðinn, sér Georgie sér til mikillar undrunar móður sína sitja þar að sumbli með Övu Gardner. Hvað ert þú að gera hér? spurði mamma. En þú? spurði Georgie. Hann bauð þeim upp á drykk, og þær fóru heim fyrir morgun; Ava var með höfuð verk. Georgie bjóst einnig til brottfarar, nema þá kemur eigandi hússins aðvífandi, 300 punda tarfur með tvö vöðvabúnt sér við hlið og rekur framan í hann reikning upp á 30.000 dali. Það var mikið fé. Nú voru góð ráð dýr, nema Georgie kemur þá auga á gítar, tekur hann í fangið og syngur og spilar Love Me Tender. Þremenningarnir horfðu á hann eins og naut á nývirki. Vitið þér, hvað ég fæ greitt fyrir að syngja þetta lag í Las Vegas? spurði Georgie. Tuttugu þúsund. Síðan söng hann og lék annað lag og sagði við eigandann: Þér skuldið mér tíu þúsund. Músík og mannasiðir Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Tónlist UMRÆÐAN Eygló Harðardóttir skrifar um fyrningarleiðina Í stjórnarsáttmála Samfylk-ingar og VG segir: „Íslensk- ur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endur- reisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikil- vægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrar- grundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða.“ Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun afla- heimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og Ólína Þorvarðar dóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefndar, staðfest opinberlega. Þótt Samfylkingar- fólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í upp- námi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu afla- heimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fylli- lega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntan lega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntan- lega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lána- safns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegs- ins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnu- lífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður. Endurreisn eða annað hrun? EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Brýnt Stjórnarandstaðan hefur staðið sig alveg hreint óhemjuvel í þinginu síðustu daga. Hver brýna utandag- skrárumræðan og fyrirspurnin hefur rekið aðra. Á þriðjudag fór til dæmis fram löngu tímabær umræða um stöðu Landsvirkjunar, að frumkvæði framsóknar- konunnar Vigdísar Hauksdóttur. Hún undraðist miklar skuldir fyrirtækisins. Vissi ekki að það reisti Kárahnjúkavirkjun fyrir lánsfé. Sem það jú gerði að áeggjan Framsóknar- flokksins. Ef ekki hefði verið fyrir utandagskrárumræðuna á þriðjudag væri Vigdís sjálfsagt enn að klóra sér í kollinum yfir þessum háu skuldum Landsvirkjunar. Sammála Björn Bjarnason og Jón Ásgeir Jóhannesson eru engir sérstakir mátar. Um flest eru þeir ósam- mála. Athyglisvert er hins vegar að þeir eru hjartanlega sammála um eitt; að Egill Helgason sé ómögulegur. Egill getur ekki annað en glaðst yfir því. Nýir tímar Þegar Magnús Árni Skúlason hrökklað- ist úr bankaráði Seðlabankans fyrir engar sakir og framsóknarmenn stóðu frammi fyrir því að velja mann í hans stað brugðu þeir á það ráð að sækja hann út í heim. Áratugahefð er fyrir því að stjórnmálaforingjar noti seðlabanka- ráðið til að launa hundtryggum hollustuna, enda eru verkefni ráðsins fábrotin og krefjast ekki sérstakrar þekkingar á nokkrum sköpuðum hlut. Útlendingur framsóknar- mannanna er hins vegar sér- fróður um peningamál og mun því líklega bregða þegar hann sest á fyrsta kruðiríisfundinn við Kalkofnsveg og upp hefjast umræður um … ja, hvað? bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.