Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 26

Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 26
 22. október 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Prestar skrifa um deilur í Selfosssöfnuði Í bréfi til Biskups Íslands, dag-settu 12. september 2009, frá sex starfandi prestum og fjórum prestum sem hættir eru störf- um er gagnrýnd sú ákvörðun að færa sóknarprestinn á Selfossi til í starfi. Þar er einkum byggt á þeim rökum að með því sé ekki farið eftir þeim lögum sem í landinu ríkja og þar af leiðandi verði til fordæmi á þá leið að auðvelt gæti reynst að koma presti úr embætti með jafnvel tilefnislausum ákær- um. Við lýsum okkur ósammála þessu bréfi og þeirri röksemda- færslu sem þar birtist. Málefni Selfosssafnaðar hafa verið í brennidepli um þó nokk- urn tíma. Ákvörðun Biskups um að færa sóknarprestinn í starfi byggir hann m.a. á að upp hafi komið trúnaðarbrestur og komi sóknarprestur aftur til starfa verði erfitt að halda uppi eðli- legu safnaðar starfi. Undir þessa ákvörðun tökum við heilshugar. Sú ákvörðun mun ekki byggð á geðþótta heldur er þvert á móti í anda þeirra starfsreglna sem Þjóðkirkjan hefur sett sér um meðferð kynferðisafbrota innan hennar, sem og niðurstaða þeirra nefnda sem um málið hafa fjall- að innan kirkjunnar, þ.e. Úrskurð- arnefndar Þjóðkirkjunnar sem og Siða nefndar Prestafélags Íslands. Segir Úrskurðarnefnd m.a.: „Úrskurðarnefnd telur að ekki verði hjá því komist að telja þá háttsemi sem gagnaðili sýndi unglingsstúlkunum tveimur og sem hann sjálfur hefur staðfest, fela í sér ótvírætt siðferðisbrot í skilningi tilvitnaðra laga og reglna.“ Í umfjöllunum sínum ber þessum nefndum saman því Siða- nefnd segir m.a: „Það er samdóma álit siðanefndar að hegðun …[NN] í ofangreindum tilvikum brjóti í bága við siðareglur PÍ einkum greinar 2.3 og 2.4.“ (http://kirkj- an.is/pi/sidareglur) Það er ávallt erfitt fyrir kær- endur kynferðisbrota að koma fram í dagsljósið. Sönnunarkröf- ur í slíkum málum eru afar mikl- ar og er það langt í frá þannig að öll kærð mál endi fyrir dómstól- um. Rétt er að halda því til haga hér að fimm kærur hlutu lög- reglurannsókn, þrjár voru felld- ar niður vegna fyrningar og tvær kærur hlutu dómsmeðferð. Rétti- lega er með farið að ákærði hafið hlotið sýknun samkvæmt skiln- ingi laga. Hins vegar er ógerningur að líta framhjá þeim starfsreglum sem kirkjan hefur sjálf sett sér. Það væri ekki síður fordæmisgef- andi ef Þjóðkirkjan hefði að engu starfsreglur sem Kirkjuþing hefur samþykkt, sem æðsta vald í mál- efnum Þjóðkirkjunnar innan lög- mæltra marka. Hinir tíu prestar sem ritað hafa biskupi bréf telja að Þjóðkirkjan sé með ákvörðun biskups að leitast við að skapa sér nýjar réttarreglur sem geti vakið guðfræðilegar spurningar. Und- irrituð eru sammála bréfritur- um um að tilfærslu séra Gunnars Björnssonar í starfi beri að skoða í ljósi guðfræðinnar, en ólíkt þeim teljum við að hin guðfræðilegu sjónarmið snúist um kirkju- og mannskilning sem tekur mið af siðferðilegum álitamálum nútím- ans. Við teljum að Þjóðkirkjan vitni um grundvöllinn sem hún þjónar þegar hún stendur vörð um öryggi barna og ungmenna sem henni er treyst fyrir. Kirkja sem er trú slíkri guðfræði hefur börnin í for- grunni sem Kristur kallaði til sín, og varnar þeim eigi. Sú ákvörðun að færa sóknar- prestinn til í embætti er að okkar mati óumflýjanleg. Hún er einnig í samræmi við þá ályktun sem samþykkt var samhljóða á Presta- stefnu sem haldin var í Kópavogi í apríl 2009 þar sem Biskup Íslands var hvattur til að nýta þær leiðir sem hann hefur til lausnar í mál- efnum Selfosssafnaðar. Við vonum og biðjum að með skýrri ákvörðun Biskups fáist langþráður friður svo að sóknar- nefnd sem er einhuga um málið geti staðið vörð um uppbyggjandi safnaðarstarf í kirkju sem ber að vera öruggt skjól fyrir sóknarbörn sín og hver þau sem þangað leita. Höfundar eru prestar: Guðbjörg Arnardóttir, Hildur Eir Bolla- dóttir, Arnfríður Guðmunds- dóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Sigríður Guðmarsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson, Þórhallur Heim- isson, Halldóra Þorvarðardótt- ir, Magnús Erlingsson, Guð- björg Jóhannesdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Ingileif Malmberg, Jóna Lovísa Jónsdóttir, Vig- fús Bjarni Albertsson, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Íris Kristj- ánsdóttir, Arna Grétarsdótt- ir, Elínborg Sturludóttir, Sigríð- ur Munda Jónsdóttir, Toshiki Toma, Sigurður Grétar Sigurðs- son, Gunnar Jóhannesson og Sigfús Kristjánsson. Kirkjunni ber að vera öruggt skjól Við teljum að Þjóðkirkjan vitni um grundvöllinn sem hún þjónar þegar hún stendur vörð um öryggi barna og ungmenna sem henni er treyst fyrir. Kirkja sem er trú slíkri guð- fræði hefur börnin í forgrunni sem Kristur kallaði til sín, og varnar þeim eigi. UMRÆÐAN Tryggvi Agnarsson skrifar um afskriftir skulda Sú alvarlega meinloka virðist nú ríkjandi meðal ýmissa ráðamanna þjóðarinnar og hjá ríkis- bönkunum að alls ekki megi koma skuldugum fyrirtækj- um til hjálpar með niðurfærslum eða afskriftum skulda nema nýir eigendur taki fyrst við rekstri þeirra. Þetta hlýtur að byggja á því að núverandi eigendur hafi staðið sig illa við rekstur félaga sinna og því þurfi að flæma þá frá. En þetta er alls ekki alltaf raunin. Mörg fyrirtæki, sem hafa verið vel og skynsamlega rekin og skila ágætri framlegð eru nú orðin allt of skuldug vegna þess að áður hóf- leg skuldsetning þeirra hefur vaxið gríðarlega vegna hrunsins og er nú orðin óbærileg. Með þessari ábendingu er ég alls ekki að gera lítið úr nauðsyn þess að þeim eigendum og stjórn- endum fyrirtækja, sem rekið hafa fyrirtæki sín illa verði komið frá og nýju fólki komið að stjórnveli. Það er að mínu viti brýn nauð- syn að greina hafrana frá sauðun- um í þessum efnum og koma strax þeim fyrirtækjum til hjálpar þar sem skuldavanda vegna hruns- ins verður um kennt en ekki van- hæfni stjórnenda og eigenda. Höfundur er lögmaður. Hættuleg meinloka TRYGGVI AGNARSSON Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Verðmæti innandyra Ekki láta þá sem standa fyrir utan húsið sjá verðmæti eins og fartölvur, myndavélar og annað sem auðvelt er að koma í verð. Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is P IP A R • S ÍA • 9 13 40                  !! " #$ !! " %%%    &     ' ( )) * (  ) + , -  )  . / ' ( )) 0  ) ) 1)2 + , )  . /!    34, 5 6    ) ' ( )) * (             # 7 78       9 !:  ;  9 8 ,       !:  ;  9 8    ) 7  <  )  ;   , 9 ,' = ; 9  /!:    ;     #  9  ;  9 9 ; 9)  7 7 , 9 ,' =  "   ! " "   #$ " $  "  %    " $ #  &%"  ' ')"  & '*  '* +""" ',- '. ')  " '/ " 0&  +1 " "- .  * $ #  &%"        2     324*/5 +   11 7  +  #  8 3;  9 9  / ? 2 )  9   ; ;       @  

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.