Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 27
Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 6 mán. vaxtalausar greiðslur Fyrst og fremst í heilsudýnum Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 BRESKA TÍSKUVERÐLAUNAHÁTÍÐIN verður haldin 9. desem- ber næstkomandi. Galakvöldið markar lok viðburðaríks afmælisárs tísku- vikunnar í London sem haldin var í 25. sinn. Verðlaun verða veitt þeim sem mest áhrif hafa í tískubransanum en eftirsóttastur er titillinn um tískuhönnuð ársins. Í fyrra var það Luella Bartley sem hreppti hann. Heba Pétursdóttir er 22 ára nemi í Hönnunar- og handverksskól- anum. Þar er hún líka formaður nemendafélagsins og í hópi þeirra nemenda sem fá hæstu einkunnir skólans. Þetta gerir hún samhliða því að vera einstæð móðir þriggja ára tvíburasystkina. Einhver gæti haldið að manneskja með jafn mörg járn eldinum myndi vart hafa tíma, nennu eða fjármuni til að vera ávallt áberandi smekklega klædd en það virðist ekki fyrir- staða hjá henni Hebu. Hún segist dugleg við að veiða gleymdar gersemar úr skúffum hjá ömmum sínum og frænkum. Þar fyrir utan kunni hún tökin á saumavélinni og geti auðveldlega breytt og bætt föt fyrir sig og börnin. „Amma mín og mamma gáfu mér saumavél á sínum tíma og það kom mér á sporið,“ segir Heba og kímir. Hún segir föður- ömmu sína, sem búsett er í Chi- cago, duglega við að leita uppi föt sem hún telji líkleg til að heilla ömmubarnið á Íslandi. Sú amma hafi helgað líf sitt því að aðstoða HIV-smitaða sprautufíkla vestanhafs og hafi því öðruvísi sýn á lífið en hún eigi að venjast, og hin amman sé engri lík þegar komi að handavinnu. Heba segir að sér þyki tíska stríðsáranna heillandi. Hún bætir svo við að sér þyki gróskan og frumleikinn í klæðnaði Íslend- inga áhugaverð og stuttur göngu- túr í námunda við heimili sitt í miðbænum sé oft nægilegur til að kveikja ótal hugmyndir í huga sér. „Ég hef alltaf viljað skara fram úr og setja mér markmið og hlakkað til næsta dags,“ segir hún og þver- tekur fyrir að hafa nokkurn tím- ann litið á móðurhlutverkið sem einhvers konar hindrun þótt það hafi ekki verið á óskalista hennar á sínum tíma að verða nítján ára gömul tveggja barna móðir. Hönn- unin eigi vel við hana en undan- farið hafi leiklistin heillað hana æ meira. Henni kynntist hún þegar hún lék í stuttmyndum hjá nemum í Kvikmyndaskólanum. „Annars heillar leikmyndahönnun mig nú líka, það gæti sameinað þetta tvennt.“ karen@frettabladid.is Gleymdar gersemar, ömmur og stríðsárin Einhverjir gætu haldið að rúmlega tvítugri stúlku með þriggja ára tvíbura gæfist lítill tími til að sinna útlitinu og námi. Hebu Pétursdóttur tekst þó að sameina þessa þætti með prýði. Heba segist alltaf hlakka til framtíðarinnar þótt hugurinn reiki til fortíðarinnar þegar kemur að klæðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.