Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 31

Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 31
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 Dekkjalagerinn kom á ís- lenskan hjólbarðamarkað með nokkrum hvelli rétt fyrir hausttörnina 2002. Þremur árum síðar keypti hann tvö verkstæði og nafnið breyttist í Pitstop, sem þýðir örstutt pása í heimi akstursíþrótta. „Þegar ég var strákur voru sex til sjö stærðir af dekkjum alls- ráðandi en nú skipta þær tugum,“ segir Sigurður Ísleifsson, inn- kaupa- og sölustjóri hjá Pitstop. Fyrirtækið rekur þrjú hjólbarða- verkstæði á höfuðborgarsvæðinu með fjölbreytta þjónustu. Þau eru í Rauðhellu 11 og Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði og Dugguvogi 10 í Reykjavík. Pitstop selur allar helstu gerðir hjólbarða enda mottóið að eiga rétt dekk á réttum tíma á réttu verði að sögn Sigurðar. „Við höfum ný- lega hafið innflutning á nýrri teg- und vinnuvéladekkja frá BKT sem er stór aðili í Indlandi með mjög mikið úrval, eða allt frá smæstu hjólbörudekkjum upp í stærstu hjólaskófludekk, sem kemur til með að gefa okkur sérstöðu í þeim geira“ lýsir hann. Starfsaðstaða Sigurðar er í Rauðhellu 11 í Hafnarfirði þar sem höfuðstöðvar Pitstop eru. Þar er hjólbarðalager, sem þjónar verkstæðum um allt land, einnig smurstöð í samvinnu við Skeljung og stórt dekkjaverkstæði með full- komnum vélum fyrir allar gerðir dekkja og bíla. „Við getum tekið stærstu vörubíla og vinnuvélar inn og erum að útbúa sérstaka jeppalínu þar sem stærstu jepp- um landsins verður sinnt,“ segir Sigurður. Getur þess jafnframt að nafni hans Siggi Ævars ráði ríkj- um á þessu verkstæði og hann sé reynslubolti í bransanum. Sömu sögu sé að segja um verkstjór- ana í Dugguvoginum og Hjalla- hrauni, Halldór Hafsteinsson og Guðberg Björnsson. „Í Hjalla- hrauni er aðstaða til ýmissa smá- viðgerða, smurstöð og hjólastill- ingar ásamt góðum dekkjalager og í Dugguvoginum stór lager af dekkjum í öllum verðflokkum. Framtíðaráform fyrirtækisins er að setja þar upp smurstöð og þjónustu verkstæði.“ En skyldi vera langt síðan vinna hans sjálfs fór að snúast um hjól- barða? „Já, ég er eiginlega fædd- ur inn í þennan bransa og kemst ekki út úr honum,“ svarar hann glaðlega. „Faðir minn rak dekkja- verkstæði suður í Keflavík og ég byrjaði sem pjakkur að rúlla dekkjum þar.“ Hann rifjar upp að meðan malarvegirnir voru hvar- vetna við lýði hafi smáviðgerðir vegna punkteringa verið algengar. „Á verkstæðinu hjá pabba röð- uðust upp tugir fólksbíladekkja sem þurfti að gera við á örfáum dögum,“ segir hann. „Það hefur allt batnað síðan þá, vegirnir, dekkin og bílarnir.“ Pitstop þýðir örstutt pása „Við leggjum áherslu á öryggi vegfarenda en höfum lítið bland- að okkur inn í þessa viðkvæmu umræðu um hvort nota eigi nagladekk eða ekki.“ segir Einar Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, inntur eftir skoð- unum sínum á nagladekkjum og þætti þeirra í svifryksmengun í borginni. „Við erum þó á móti því að fólk noti nagladekk nema það sé að fara einhverjar þær leiðir sem virkileg þörf er á þeim og það er ekki ofan úr Breiðholti niður í miðbæ. Að minnsta kosti er alger undantekning að þær að- stæður skapist á þeirri leið. Öðru máli gegnir ef fólk þarf að fara yfir fjallvegi og heiðar þar sem minna er um hálkuvarnir, þá á það að nota þann búnað sem veitir því mest öryggi.“ Einar vill einnig benda á að vegna þess að nagladekk eru bönnuð mjög víða um heim sé búið að þróa góð naglalaus vetrardekk. Naglarnir hafa bæði kosti og galla. Naglar eða ekki naglar ● STÆRSTA DEKKIÐ Í Allen Park í Michigan í Banda- ríkjunum er stærsti hjólbarði í heimi. Hjólbarðinn var upphaf- lega notaður sem Parísar hjól á heimssýningunni í New York árið 1964. Eftir sýninguna var Tiger Paw-hjólbarði settur á hjólið og varð þar með stærsti hjól- barði heims. Hann er um 25 metrar á hæð og tólf tonn að þyngd. - ve „Við höfum nýlega hafið innflutning á nýrri tegund vinnuvéladekkja frá BKT sem er stór aðili á Indlandi með mjög mikið úrval,“ segir Sigurður Ísleifsson, innkaupastjóri Pitstop. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M 1. Fólksbíladekk. Mikið skorin, negld eða ónegld. Fást í öllum algengustu fólksbílastærðum. Fást í öllum verðflokkum. 2. Jeppadekk. Hægt að míkróskera og negla. Fást í öllum algengustu jeppastærðum. Allir verðflokkar, mismunandi munstur. 3. Sóluð vörubíladekk. Hægt að negla flest munstur. Fáanleg í fjölmörgum stærðum. Góð verð í boði. 4. Vörubíladekk. Hægt að bora og negla. Fáanleg í mörgum stærðum. Allir verðflokkar, mismunandi munstur. 1. 2. 3. 4.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.