Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 Dekkjalagerinn kom á ís- lenskan hjólbarðamarkað með nokkrum hvelli rétt fyrir hausttörnina 2002. Þremur árum síðar keypti hann tvö verkstæði og nafnið breyttist í Pitstop, sem þýðir örstutt pása í heimi akstursíþrótta. „Þegar ég var strákur voru sex til sjö stærðir af dekkjum alls- ráðandi en nú skipta þær tugum,“ segir Sigurður Ísleifsson, inn- kaupa- og sölustjóri hjá Pitstop. Fyrirtækið rekur þrjú hjólbarða- verkstæði á höfuðborgarsvæðinu með fjölbreytta þjónustu. Þau eru í Rauðhellu 11 og Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði og Dugguvogi 10 í Reykjavík. Pitstop selur allar helstu gerðir hjólbarða enda mottóið að eiga rétt dekk á réttum tíma á réttu verði að sögn Sigurðar. „Við höfum ný- lega hafið innflutning á nýrri teg- und vinnuvéladekkja frá BKT sem er stór aðili í Indlandi með mjög mikið úrval, eða allt frá smæstu hjólbörudekkjum upp í stærstu hjólaskófludekk, sem kemur til með að gefa okkur sérstöðu í þeim geira“ lýsir hann. Starfsaðstaða Sigurðar er í Rauðhellu 11 í Hafnarfirði þar sem höfuðstöðvar Pitstop eru. Þar er hjólbarðalager, sem þjónar verkstæðum um allt land, einnig smurstöð í samvinnu við Skeljung og stórt dekkjaverkstæði með full- komnum vélum fyrir allar gerðir dekkja og bíla. „Við getum tekið stærstu vörubíla og vinnuvélar inn og erum að útbúa sérstaka jeppalínu þar sem stærstu jepp- um landsins verður sinnt,“ segir Sigurður. Getur þess jafnframt að nafni hans Siggi Ævars ráði ríkj- um á þessu verkstæði og hann sé reynslubolti í bransanum. Sömu sögu sé að segja um verkstjór- ana í Dugguvoginum og Hjalla- hrauni, Halldór Hafsteinsson og Guðberg Björnsson. „Í Hjalla- hrauni er aðstaða til ýmissa smá- viðgerða, smurstöð og hjólastill- ingar ásamt góðum dekkjalager og í Dugguvoginum stór lager af dekkjum í öllum verðflokkum. Framtíðaráform fyrirtækisins er að setja þar upp smurstöð og þjónustu verkstæði.“ En skyldi vera langt síðan vinna hans sjálfs fór að snúast um hjól- barða? „Já, ég er eiginlega fædd- ur inn í þennan bransa og kemst ekki út úr honum,“ svarar hann glaðlega. „Faðir minn rak dekkja- verkstæði suður í Keflavík og ég byrjaði sem pjakkur að rúlla dekkjum þar.“ Hann rifjar upp að meðan malarvegirnir voru hvar- vetna við lýði hafi smáviðgerðir vegna punkteringa verið algengar. „Á verkstæðinu hjá pabba röð- uðust upp tugir fólksbíladekkja sem þurfti að gera við á örfáum dögum,“ segir hann. „Það hefur allt batnað síðan þá, vegirnir, dekkin og bílarnir.“ Pitstop þýðir örstutt pása „Við leggjum áherslu á öryggi vegfarenda en höfum lítið bland- að okkur inn í þessa viðkvæmu umræðu um hvort nota eigi nagladekk eða ekki.“ segir Einar Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, inntur eftir skoð- unum sínum á nagladekkjum og þætti þeirra í svifryksmengun í borginni. „Við erum þó á móti því að fólk noti nagladekk nema það sé að fara einhverjar þær leiðir sem virkileg þörf er á þeim og það er ekki ofan úr Breiðholti niður í miðbæ. Að minnsta kosti er alger undantekning að þær að- stæður skapist á þeirri leið. Öðru máli gegnir ef fólk þarf að fara yfir fjallvegi og heiðar þar sem minna er um hálkuvarnir, þá á það að nota þann búnað sem veitir því mest öryggi.“ Einar vill einnig benda á að vegna þess að nagladekk eru bönnuð mjög víða um heim sé búið að þróa góð naglalaus vetrardekk. Naglarnir hafa bæði kosti og galla. Naglar eða ekki naglar ● STÆRSTA DEKKIÐ Í Allen Park í Michigan í Banda- ríkjunum er stærsti hjólbarði í heimi. Hjólbarðinn var upphaf- lega notaður sem Parísar hjól á heimssýningunni í New York árið 1964. Eftir sýninguna var Tiger Paw-hjólbarði settur á hjólið og varð þar með stærsti hjól- barði heims. Hann er um 25 metrar á hæð og tólf tonn að þyngd. - ve „Við höfum nýlega hafið innflutning á nýrri tegund vinnuvéladekkja frá BKT sem er stór aðili á Indlandi með mjög mikið úrval,“ segir Sigurður Ísleifsson, innkaupastjóri Pitstop. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M 1. Fólksbíladekk. Mikið skorin, negld eða ónegld. Fást í öllum algengustu fólksbílastærðum. Fást í öllum verðflokkum. 2. Jeppadekk. Hægt að míkróskera og negla. Fást í öllum algengustu jeppastærðum. Allir verðflokkar, mismunandi munstur. 3. Sóluð vörubíladekk. Hægt að negla flest munstur. Fáanleg í fjölmörgum stærðum. Góð verð í boði. 4. Vörubíladekk. Hægt að bora og negla. Fáanleg í mörgum stærðum. Allir verðflokkar, mismunandi munstur. 1. 2. 3. 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.