Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 32
 22. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR 1. 2. 4. 3. 3. Open Country All Terrain Frábær alhliða jeppadekk. Henta mjög vel í snjó og hálku. Einstaklega hljóðlát. Neglanleg. 1. Open Country Ice Terrain Frábær vetrardekk fyrir jeppa borað fyrir nagla. Dekk sem hafa reynst frábærlega við íslenskar aðstæður. Neglanleg. 2. Open Country Winter Terrain Mjög góð jeppavetrardekk með háum hraðastuðli. Henta mjög vel sem heilsársdekk. Óneglanleg. 4. Open Country Mud Terrain Frábær alhliða jeppadekk. Henta mjög vel í snjó og hálku. Einstaklega hljóðlát. Neglanleg. Toyo-harðskeljadekkin hafa verið að sækja í sig veðrið undan farin ár en í þeim eru meðal annars valhnetuskelja- brot sem gefa gott hálkugrip. Toyo-harðskeljadekkin eru áhuga- verður kostur fyrir fólk sem vill aka um á öruggum ónegldum dekkjum. „Toyo Tires eru jap- önsk dekk sem eru framleidd samkvæmt nýjustu og þróuð- ustu tækni,“ segir Jón Hauksson, yfirmaður dekkjadeildar Bíla- búðar Benna, sem er umboðsaðili Toyo Tires á Íslandi. „Í Toyo-harðskeljadekkjunum eru valhnetuskeljabrot í gúmmí- blöndunni, en valhnetuskel er eitt sterkasta efni sem finnst í náttúr- unni. Skeljabrotin klóra í svellið og gefa aukið grip í hálku. Í dekkjun- um er einnig hátt hlutfall af gúmmí- íblöndunarefninu silica sem gerir það að verkum að gúmmíið harðnar ekki í miklum kulda. Það er mikill kostur því mjúk gúmmíblanda gefur mun meira grip í hálku. Þá eru dekkin mikið míkróskorin, sem tryggir enn betra grip.“ Spurður nánar út í míkróskurðinn segir Jón þá um mikið útskorin dekk að ræða og er hver kubbur skorinn í marga djúpa flipa. Bílabúð Benna hóf að selja Toyo-dekkin árið 2005 og hefur sala harðskeljadekkjanna nánast tvöfaldast á hverju ári. Aukningin hefur verið sérstaklega mikil á landsbyggðinni og virðast mun fleiri vera farnir að átta sig á kostum ónegldra dekkja. Jón segir kostina fjölmarga og nefnir dæmi: „Í fyrsta lagi eru ónegld dekk mun umhverfisvænni en nagla- dekk. Þau þyrla ekki upp heilsu- spillandi svifryki og eyðileggja ekki göturnar okkar. Þá eru þau mun hljóðlátari en nagladekk, sem eykur akstursánægju til muna. Eins er hægt að setja dekkin undir snemma hausts og taka þau undan eins seint og hentar, enda þarf ekki að fara eftir ákveðnum dagsetningum eins og þegar um nagladekk er að ræða.“ Jón segir auk þess marga við- skiptavini Bílabúðar Benna aka á harðskeljadekkjunum allt árið um kring og þeir séu því ekki í stór- hættu þegar fyrstu hálkan geri vart við sig. „Ég tel næsta víst að umferðarslysum fyrstu vetrar- dagana ár hvert myndi fækka til muna ef allir ökumenn væru komnir á vetrardekk snemma á haustin. Fólk sem ekur um á nagladekkjum er oft að bíða af sér fyrsta hretið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þá veita nagladekk mörgum falska öryggistilfinningu og finnst sumum þeir geta keyrt hraðar en aðstæður raunverulega leyfa.“ Loks segir Jón áhyggjur af nagla- dekkjasekt úr sögunni á ónegldum dekkjum. Jón segist fá bestu með- mælin frá leigubílstjórum og ökukennurum, sem noti dekkin í síauknum mæli. „Þetta eru fag- menn með mikla reynslu af bæði bílum og dekkjum. Þeir hafa sér- staklega á orði hversu vel þessi mjúku, hljóðlátu og gripmiklu dekk endist, en ekki er óalgengt að leigubílstjórar og ökukennarar nái um 75-85 þúsund kílómetra end- ingu á harðskeljadekkjunum.“ Bílabúð Benna selur ýmsar gerðir Toyo-vetrardekkja og þar á meðal nagladekk. „Við mælum þó eindregið með ónegldum dekkj- um,“ segir Jón. „Verkstæðin okkar eru að Vagnhöfða og Tangarhöfða og svo erum við með Nesdekk á Granda og í Keflavík.“ Jón segir eftirspurnina hafa verið mikla í fyrra og þurft hafi að þrefalda af- kastagetuna í ár. „Við höfum ráðið sjö manns til viðbótar fyrir törn- ina sem er fram undan.“ - ve Búin skeljabrotum sem gefa aukið grip Bílabúð Benna hefur þrefaldað afkastagetuna í ár miðað við árið í fyrra til að geta tekið við öllum þeim sem þurfa að skipta um dekk fyrir veturinn. Jón segir bestu meðmælin koma frá leigubílstjórum og ökukennurum sem segja harð- skeljadekkin mjúk, hljóðlát, gripmikil og endingargóð. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.