Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 34
 22. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR ● VARADEKKIÐ UNDIR BÍLINN Þótt sú list að skipta um dekk sé kennd í ökuskólum eru ekki allir sem viðhalda kunnáttunni og lenda í stökustu vandræðum þegar springur á bílnum. Hér eru nokkur ráð um hvernig eigi að bera sig að við dekkjaskipti: - Í fyrsta lagi þarf að huga að örygginu. Ef bíllinn stendur við umferðar- götu er ráðlegt að stilla upp viðvörunarþríhyrningi nokkrum metrum fyrir framan bílinn til að vara aðra ökumenn við. - Best er að byrja á því að losa rærnar gegnt gangi klukkunnar. Hættulegt getur verið að losa rærnar eftir að bíll hefur verið tjakkaður upp. - Þá er tjakknum komið fyrir. Yfirleitt er sérstakur flötur undir bílnum þar sem gert er ráð fyrir að tjakkurinn lendi svo ekkert skemmist. - Síðan er bíllinn tjakkaður upp þar til dekkið er ekki lengur í snertingu við jörðina. Þá eru rærnar losaðar af og dekkið fjarlægt. - Nú er varadekkið sett á og rærnar skrúfaðar á. Ekki skal herða á rónum meðan bíllinn er tjakkaður upp. Fyrst skal tjakka hann niður og síðan má herða. Ef þetta er ekki gert er hætta á að bíllinn detti af tjakknum og eitt- hvað skemmist. - sg Sjaldgæft er að hægt sé að kaupa mat, föt, lopa og dekk og greiða fyrir það allt við sama kassann. Sú er þó raunin í Hagkaupum. Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri lýsir fyrirkomulaginu nánar. „Það er rétt. Þú getur keypt í mat- inn, fatað fjölskylduna upp og keypt dekkjagang í leiðinni á fínu verði. Svo snýrðu þér til þjónustu- aðila okkar sem er Borgardekk í Borgartúninu í Reykjavík og þar færðu afslátt af skiptingu og um- felgun. Þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði bæði vor og haust undanfarin tíu ár. Við erum stolt af því og höfum verið að efla þessa þjónustu frekar en hitt, enda er almenn ánægja með hana. Hún eykur þægindin fyrir viðskipta- vininn því fólki finnst gott að geta keypt allt á sama stað.“ Gunnar Ingi tekur þó fram að dekkin séu til sýnis í anddyri Hag- kaupa en ekki til afgreiðslu þar. „Viðskiptavinurinn kemur ekki með dekkin í körfu að kassanum,“ segir hann, „heldur skoðar núm- erið á dekkjunum undir bílnum, leggur inn pöntun og gengur frá greiðslunni í Hagkaupum. Þá fær hann beiðni og kvittun sem hann framvísar í Borgardekkjum og fær þar afslátt af skiptingu og um- felgun. Við græðum ekkert á því að selja viðskiptavininum eitthvað sem hann lendir í vandræðum með. Þess vegna lögðum við mikið upp úr því að hafa góðan þjónustuaðila og það er Borgardekk.“ Hagkaup selja að sjálfsögðu sumardekk á vorin og vetrardekk á haustin að sögn Gunnars, sem fær dekkin hingað til lands frá Belgíu. „Við leggjum upp úr því að bjóða upp á ódýran valkost í þessu sem öðru. Samt eru þetta fín dekk sem við höfum góða reynslu af. Ég hef sjálfur keyrt á þeim og er að fara inn í fjórða veturinn á sömu vetrar- dekkjunum.“ Bjóðum ódýran valkost Gunnar Ingi Sigurðsson segir auðvelt að kaupa dekk í Hag- kaupum um leið og verslað er í matinn. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N 1. 3. 1. Wanli heilsársdekk Heilsársdekk fyrir fólksbíla og jepplinga. Verð frá 8.799 kr. 2. Wanli heilsársdekk Heilsársdekk fyrir fólksbíla og jepplinga. Felga ekki innifalin í verði. Verð frá 8.799 kr. 3. Wanli vetrardekk Nelgd vetrardekk fyrir fólksbíla og jepplinga. Verð frá 9.999 kr. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.