Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 50

Fréttablaðið - 22.10.2009, Page 50
38 22. október 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nú þegar elleftu Airwaves-hátíðinni er lokið er ekki úr vegi að spá í það hvernig til tókst og velta fyrir sér framtíðinni. Það er ekki hægt að segja annað en að Airwaves 2009 hafi tekist mjög vel. Allt skipulag var til fyrirmyndar, dagskráin hélt vel og sándið var fínt. Það sýndi sig bæði á Réttum og Airwaves að það er nóg til af fólki með þekk- ingu og reynslu til að henda upp nokkurra daga tónlistarhátíð með hundruðum hljómsveita án nokkurra vandkvæða. Það var kannski ívið meira af erlendum hljómsveitum sem stóðust ekki væntingar á Air- waves 2009 heldur en stundum áður, en það er samt hluti af pakkanum. Sumir valda von- brigðum og aðrir fara fram úr björtustu vonum. Og stemningin var frábær. Gleðin og stuðið réðu ríkjum hvort sem það var hjá Introbeats sem lokaði hiphop-kvöldinu með rjómanum af íslenskum röppurum, Anonymous á Weirdcore- kvöldinu, Berndsen & the Young Boys á Batteríinu eða Casiokids í Hafnarhúsinu. Í raun hefur Iceland Airwaves náð þeim stað að það skiptir ekki öllu máli hvaða hljómsveitir eru að spila. Það er alltaf gaman. Samningur Hr. Örlygs við Icelandair og Reykjavíkurborg rennur út í nóvember og að sjálfsögðu reikna allir með að hann verði endurnýjað- ur, enda er Airwaves ekki bara erlendur gjaldeyrir heldur líka jákvæð umfjöllun um land og þjóð. Góðar fréttir frá Íslandi. Rekstrar aðilar Hr. Örlygs hafa undanfarið fengið á sig ásakanir um fjármálaóreiðu og vanefndir á samningum. Að sjálfsögðu þurfa þeir að gera hreint fyrir sínum dyrum til að fá samninginn framlengdan. Það er mikilvægt til að allir geti sameinast um þessa mestu hátíð íslensks tónlistarlífs. En aftur að Airwaves 2009. Hápunkturinn? Hiklaust Micachu & The Shapes … Góðar fréttir frá Íslandi MICACHU & THE SHAPES Flottasta tónlistar- atriði Iceland Airwaves 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON Jeremy Gara, trommari kanadísku hljómsveitar- innar Arcade Fire, spilar á nýrri sólóplötu Bens Frost, By the Throat. Ben hefur í nógu að snúast auk sólóplöt- unnar því hann samdi til að mynda tónlist fyrir sjón- varpsþættina Hamarinn. „Hann er frábær náungi og hefur mjög góða tilfinningu fyrir tón- list,“ segir Ben Frost um Jeremy Gara, trommuleikara Arcade Fire, sem leikur á nýjustu plötu hans. Platan er gefin út hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Bedroom Community sem Valgeir Sigurðs- son rekur en Ben hefur búið hér- lendis undanfarin ár. „Hann var að taka upp með Owen Pallett úr Final Fantasy. Við vorum í stúdíó- inu saman og ég var með hug- myndir sem ég vildi prufa. Hann var alveg til í að hjálpa mér,“ segir Ben. „Það var magnað að vinna með honum og mjög sérstakt að hlusta á hvernig hann spilaði af fingrum fram.“ Arcade Fire hefur gefið út tvær plötur við frábærar undirtektir og er sveitin ein sú virtasta í tónlistarbransanum í dag. Hún hefur á ferli sínum verið tilnefnd til þrennra Grammy-verðlauna og fimm Brit-verðlauna. Aðrir sem aðstoða Ben á plötunni er hljóm- sveitin Amiina, sænska rokksveit- in Crowpath og Nico Muhly, sem samdi tónlistina við Óskarsverð- launamyndina The Reader. Ben hefur haft í nógu að snúast því tónlist hans hljómar einnig í sakamálaþáttunum Hamrinum í Sjónvarpinu sem Reynir Lyngdal leikstýrir. „Við ræddum um sam- starf fyrir löngu. Síðan bauð hann mér þetta starf og ég var mjög spenntur,“ segir hann og er ánægður með samstarfið við Reyni. „Hann gaf mér svigrúm til að leika mér og búa til eitthvað nýtt, enda er þetta ekki hefðbund- in sjónvarpsþáttatónlist.“ Að auki er hann nýkominn frá föðurlandi sínu Ástralíu þar sem hann samdi tónlist við nýtt dansverk Ernu Ómarsdóttur, sem hún vinnur í samstarfi við þarlendan dans- flokk. Ben heldur útgáfutónleika á laugardaginn vegna evrópskrar dreifingar By the Throat á tón- listarhátíðinni Unsound í Kraká í Póllandi. Ásamt honum spila á hátíðinni þeir Valgeir Sigurðs- son, Nico Muhly og Sam Amidon. Í nóvember fer hann síðan í tón- leikaferð um Evrópu sem nefnist Hvalveiðitúrinn. Þar verða félag- ar hans úr Bedroom Community einnig með í för og leika sína eigin tónlist, auk þess að aðstoða hver annan. freyr@frettabladid.is TROMMARI ARCADE FIRE Á NÝRRI PLÖTU BENS FROST BEN FROST Tónlistarmaðurinn Ben Frost er ánægður með samstarfið við Jeremy Gara úr Arcade Fire. Gara spilar á nýrri sólóplötu Bens. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA > Í SPILARANUM Sykur - Frábært eða frábært Gummzter - Erkiengill The Drums – Summertime EP Ívar Bjarklind - Tíu fingur og tær Jimi Tenor & Tony Allen – Inspiration Information 4 SYKUR JIMI TENOR & TONY ALLEN > Plata vikunnar Hallur Ingólfsson og Halldóra Malín Pétursdóttir - Disaster Songs ★★★★ „Mjög flott plata sem vantar bara hittara til að verða enn betri.“ Dr. Gunni Íslandsvinurinn John Fog- erty er búinn að gefa út nýja plötu, The Blue Ridge Rangers Rides Again. Plat- an er óformlegt framhald fyrstu sólóplötu kapp- ans frá 1973, sem eins og þessi inniheldur tökulög. Á þessari kántríslegnu plötu rennir John sér meðal annars í lög eftir John Denver, Rick Nelson og Buck Owens. Meðlimir úr Eagles eru til aðstoðar svo og Bruce Springsteen sem syngur Everly Broth- ers-lagið „When Will I Be Loved“ með hinum 64 ára gamla kántrírokkara. Fogerty tekur kántrílög JOHN FOGERTY ROKKAR Í Laugardalshöll í fyrra. FM Belfast er eina íslenska hljóm- sveitin sem fær sess í upptalningu breska tímaritsins Q á tíu bestu sveitum Iceland Airwaves-hátíð- arinnar. „Á meðan sumar indísveitir eru með áberandi fýlusvip þá hikar FM Belfast ekki við að innleiða húmor í lögin sín. Dæmi um það er lag eins og Underwear sem fjallar um að „hlaupa niður göt- una á nærfötunum einum saman“,“ segir í umsögninni. Á meðal ann- arra hljómsveita sem vöktu athygli Q eru The Field frá Svíþjóð, Metronomy, Thecocknbullkid og Trentemøller. Áhugi Q á FM Belfast kemur ekki á óvart því starfsmaður umboðsrisans William Morris Endeavor njósnaði um sveitina á tónleikum hennar á Nasa á laug- ardagskvöld eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Blaðamaður The Guardian gefur Airwaves góða einkunn, rétt eins og Q. Hann undrast að enginn sé lengur reiður út af kreppunni. Elíza Geirsdóttir Newman og Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast og eru báðar teknar tali. Elíza segir að íslenskur almenningur sé orð- inn dauðþreyttur á að leita að sökudólgum vegna kreppunnar á meðan Lóa segir að erfitt sé að ná langt erlendis án utanaðkomandi styrkja. „Þrátt fyrir að tónlistar- menn séu enn þá blankir er enn von fyrir hendi,“ skrifar blaða- maðurinn. „Sú staðreynd að jafn- margir flytjendur voru á Airwaves núna og undanfarin ár sannar þetta. Mikill tónlistaráhugi Íslend- inga sýnir að landið getur rifið sig upp úr aðgerðaleysi kapítalism- ans.“ Á heimasíðu MTV er skrif- að um tónleika Hafdísar Huldar og <3 Svanhvítar á föstudagskvöld- inu. Þar kemur fram að <3 Svan- hvít eigi framtíðina fyrir sér, sem er nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleik- ar hljómsveitarinnar. - fb Hrífast af <3 Svan- hvíti og FM Belfast FM BELFAST Hljómsveitin FM Belfast fær góða dóma í breska tímaritinu Q. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Göldrótt bókasafn Dularfull mannshvörf, eldforn norn og óvenjuleg geimferð – allt þetta og margt fleira ber á góma í þessari stórskemmtilegu furðusögu eftir Þórarin Leifsson sem höfðar til bæði barna og fullorðinna. „Afar óvenjuleg barnabók, hugmyndarík og stórskemm leg.“ Kolbrún Bergþórsdó r / Ísafold (um Leyndarmálið hans pabba)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.