Fréttablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 52
40 22. október 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabla-
Woody Harrelson fer með
annað aðalhlutverkanna í
grínhasarnum Zombieland
sem verður frumsýndur á
morgun.
Zombieland er einn óvæntasti
smellur ársins. Myndin fór beint á
toppinn í Bandaríkjunum og hefur
fengið góða dóma hjá gagnrýn-
endum, enda uppfull af fyrirtaks
ærslagangi. Uppvakningamyndir
virðast njóta sívaxandi vinsælda
og ekki skemmir fyrir ef hægt er
að hlæja aðeins í leiðinni, rétt eins
og gekk svo vel upp í hinni bresku
Shaun of the Dead.
Zombieland er fyrsta myndin í
langan tíma þar sem hinn 48 ára
Harrelson fer með aðalhlutverk-
ið. Ferill hans fór gríðarlega vel
af stað með þáttunum Cheers, eða
Staupasteini, þar sem hann lék hinn
vitgranna barþjón Woody Boyd.
Fyrsta stóra hlutverkið á hvíta
tjaldinu var í körfuboltamyndinni
White Men Can´t Jump árið 1992.
Árið eftir lék hann í Indecent
Proposal á móti Demi Moore og
smám saman var ljóst að stjarna
var að fæðast. Staðfesting á því
fékkst með góðri frammistöðu
í hinni umdeildu Natural Born
Killers í leikstjórn Olivers Stone.
Þar lék Harrelson raðmorðingj-
ann Mickey Knox sem lét sig ekki
muna um að myrða alla sem á vegi
hans urðu, í samfloti við kærustu
sína Mallory.
Tvö fín hlutverk fylgdu í kjöl-
farið, fyrst í Farrelly-myndinni
Kingpin og síðan í The People vs.
Larry Flynt eftir Milos Forman,
sem fjallaði um eiganda Hustler-
klámtímaritsins. Harrelson fékk
Óskarstilnefningu fyrir leik sinn
en varð að lúta í lægra haldi fyrir
Geoffrey Rush í Shine. Skömmu
síðar lék Harrelson í ágætri mynd
Michaels Winterbottom, Welcome
to Sarajevo, en eftir það tók að
halla undan fæti. Aukahlutverkin
urðu sífellt fleiri og svo virtist sem
frægðarsól hans væri farin að síga.
Reyndar hefur Harrelson verið eft-
irminnilegur í sínum auka rullum,
sérstaklega í Semi-Pro og Óskars-
verðlaunamyndinni No Country for
Old Men. Núna virðast þó bjart-
ari tímar fram undan, því næsta
mynd hans á eftir Zombieland er
hamfaramynd Rolands Emmerich,
2012, sem á væntanlega eftir að
njóta hylli.
Skipst hafa á skin og skúrir
í einkalífi Harrelsons. Í fyrra
kvæntist hann kærustu sinni til
tíu ára, Laura Louie, en saman
eiga þau þrjár dætur. Faðir hans
lést aftur á móti í fangelsi árið
áður. Hann var dæmdur í tvöfalt
lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt
alríkisdómara á sjöunda áratugn-
um. Harrelson reyndi að fá dóminn
ógildan en varð ekki að ósk sinni.
Woody á beinu brautinni
WOODY HARRELSON Harrelson fer með annað aðalhlutverkanna í grínhasarnum Zombieland. NORDICPHOTOS/GETTY
> BELLUCCI BÆTIST VIÐ
Monica Bellucci, Vanessa
Redgrave og David Strathairn
hafa bæst við leikaralið pólitíska
dramans The Whistleblower.
Rachel Weisz hafði áður
tekið að sér aðalhlutverk
myndarinnar, sem fjallar
um lögreglukonu sem
reynir að afhjúpa mikið
hneykslismál.
Leikstjórinn Ridley Scott er í
viðræðum við Angelinu Jolie um
að taka að sér hlutverk í mynd-
inni Gucci. Hún myndi leika Patr-
iziu Reggiano, sem var dæmd í 29
ára fangelsi fyrir að ráða leigu-
morðingja til að myrða eigin-
mann sinn, tískukónginn Maur-
izio Gucci. Morðið átti sér stað
fyrir utan heimili hans í Mílanó
árið 1995.
Í myndinni verður fjallað um
Gucci-fjölskylduna á áttunda og
níunda áratugnum þegar hún
seldi hvað mest af vörum sínum.
Jolie mun einnig leika dr. Kay
Scarpetta í mynd sem er byggð
á skáldsögum Patriciu Cornwell.
Önnur mynd, tryllirinn The
Tourist, er sömuleiðis á verk-
efnalistanum.
Angelina Jolie leikur
þekkt glæpakvendi
ANGELINA JOLIE Angelina mun hugsan-
lega leika glæpakvendi í myndinni Gucci.
Gamanmyndin Couples Retreat og heimildarmyndin
Capitalism: A Love Story verða báðar frumsýndar
hérlendis á morgun. Couples Retreat fjallar um
fjögur pör sem ákveða að fara saman í frí til
eyjarinnar Bora Bora. Þar er í boði parameðferð
sem gengur út á að betrumbæta hjónabönd. Þrjú af
pörunum vilja fara til eyjarinnar til að skemmta sér
en eitt parið er þangað komið til að bjarga hjóna-
bandi sínu. Fljótlega átta pörin sig á því að meðferð-
in er engin paradís og ferðin breytist í eitthvað allt
annað en áætlað var. Í helstu hlutverkum eru Vince
Vaughn, Jon Favreau, Jason Batemen, Kristen Bell,
Kristin Davis og Malin Akerman.
Capitalism: A Love Story er nýjasta heimildar-
mynd hins umdeilda Michaels Moore. Hér fjallar
hann um afdrifarík áhrif stórfyrirtækja á hvers-
dagslíf hins venjulega Bandaríkjamanns og annarra
jarðarbúa. Hann rekur ástarsögu Bandaríkjanna og
kapítalismans, heimsækir fjölskyldur í vandræðum
og leitar að svörum hjá ráðamönnum í Washington
DC.
Pör í meðferð á Bora Bora
COUPLES RETREAT Myndin fjallar um fjögur pör sem fara til
eyjarinnar Bora Bora.
HELSTU MYNDIR
HARRELSON:
Zombieland (2009)
No Country for Old Men (2007)
After the Sunset (2004)
Ed TV (1999)
The Thin Red Line (1998)
Welcome to Sarajevo (1997)
The People vs. Larry Flynt (1997)
Kingpin (1996)
Natual Born Killers (1994)
The Cowboy Way (1994)
White Men Can´t Jump (1992)
Þegar John Travolta lenti
einkaþotu sinni á Keflavíkur-
flugvelli fyrr í vikunni
var hann á heimleið eftir
að hafa verið viðstadd-
ur vísindakirkjuathöfn
á Englandi ásamt eigin-
konu sinni, Kelly Preston.
Þau létu óvænt sjá sig á
25 ára afmæli alþjóðlegra
samtaka Vísindakirkjunn-
ar eftir að hafa framan af
árinu syrgt son sinn Jett,
sem lést í janúar aðeins
sextán ára.
Vinir þeirra, Tom Cruise
og Katie Holmes, sem eru
einnig í Vísindakirkjunni,
mættu einnig í afmælið
ásamt þriggja ára dóttur
sinni, Suri. Travolta og Kelly
héldust í hendur og höfðu sig
lítið í frammi á meðan Cruise
var afar líflegur. Þegar kór
steig á svið og flutti gospel-
lög lifði hann sig mjög inn
í tónlistina og nokkru síðar
hélt hann ræðu fyrir gestina,
sem voru fjögur þúsund tals-
ins. Hvort Cruise-fjölskyld-
an hafi fengið far með einka-
þotu Travolta eftir athöfnina
og komið við á Íslandi fylgir
aftur á móti ekki sögunni.
Travolta kom til Íslands úr afmæli
JOHN TRAVOLTA Hollywood-
leikarinn lenti einkaþotu sinni á
Keflavíkurflugvelli í vikunni.