Fréttablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 22. október 2009 43
Idol-dómarinn Simon Cowell er
í miklu uppnámi eftir óvæntan
dauða Stephens Gately, fyrrum
meðlims breska strákabandsins
Boyzone. Gately lést á Mallorca
í síðustu viku, aðeins 33 ára, og
var jarðsettur á laugardaginn.
„Ég var í sjokki út af Stephen.
Hann var heillandi og kurteis
ungur maður sem lét frægðina
ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði
Cowell. Áfallið fékk hann til
að hugsa um lífið og tilveruna.
„Maður á ekki að taka lífinu of
alvarlega. Þú veist aldrei hvað
getur gerst.“
Í uppnámi
vegna Gately
SIMON COWELL Cowell er í miklu upp-
námi eftir dauða Stephens Gately úr
Boyzone.
Brasilíska söngkonan Jussanam
Dehja heldur útgáfutónleika í
Salnum í Kópavogi í kvöld í til-
efni af útkomu plötunnar Juss-
anam Ela é carioca. Þar flytur
hún bossa nova-tónlist ásamt
Hauki Gröndal, Ásgeiri Ásgeirs-
syni og Eric Qvick. Jussanam er
fædd í Rio de Janeiro en hefur
búið og starfað á Íslandi í rúmt
ár, meðal annars með Tómasi R.
Einarssyni bassaleikara. Hún er
einnig menntuð leikkona og hefur
komið fram í fjölda sjónvarps-
þátta og í leikritum í föðurlandi
sínu. Tónleikarnir í kvöld hefjast
klukkan 20.30 og er miðaverð
2.600 krónur.
Brasilískt
bossa nova
JUSSANAM DEHJA Brasilíska söngkonan
heldur útgáfutónleika í kvöld.
Söngkonan Jessica Simpson segir
ekkert að því að leita að ástinni á
alnetinu. Simpson, sem hætti með
ruðningskappanum Tony Romo í
júlí, segist sjálf ekki
hafa nýtt sér stefnu-
mótasíður á net-
inu. „Ég hef aldrei
reynt að finna ást-
ina á netinu, en
ef einhver er svo
heppinn þá finnst
mér það gott.
Hver veit,
kannski
slæ ég
til,“ sagði
söng -
konan.
Finnur ástina
á netinu
ÓHRÆDD VIÐ
NETSAMBAND
Jessica Simp-
son segist ekki
sjá neitt að því
að finna ástina á
alnetinu.
Tónleikaröðin Afleggjarar hefur
göngu sína á skemmtistaðnum
Sódómu í kvöld á vegum Xins 977.
Fram koma hljómsveitirnar Dikta,
Ourlives og Sykur. Munu þær allar
spila lög af væntanlegum plöt-
um sínum sem koma út í nóvem-
ber undir merkjum Kölska, nýs
útgáfufyrirtækis Barða Jóhanns-
sonar. „Við ætlum að bjóða upp á
rjómann af bestu hljómsveitunum
í bland við gamlar sveitir. Við
ætlum að dusta rykið af gömlum
og góðum sveitum og fá þær til að
spila aðeins,“ segir Máni á X-inu.
Stefnt er á að halda Afleggjara
á nokkurra vikna fresti. Sódóma
verður opnuð klukkan 21 í kvöld
og fyrsta hljómsveitin stígur á svið
kl. 22. Miðaverð er 1.000 krónur.
Afleggjarar hefjast
DIKTA Hljómsveitin Dikta spilar á
Sódómu í kvöld ásamt Ourlives og Sykri.
Lynn Harless, móðir poppstjörnunnar Just-
in Timberlake, sagði í viðtali við E! að hún
kynni sérstaklega vel við tengdadóttur
sína, leikkonuna Jessicu Biel. „Hún er frá-
bær. Hún er vinur sem Justin getur spjall-
að við, auk þess sem hún siðar hann til
þegar þess þarf og stendur uppi í hárinu á
honum,“ sagði Harless.
Margir halda að samband Biel og
Timber lakes standi á brauðfótum og vilja
sumir meina að hann hafi átt í leynilegu
sambandi við söngkonuna Rihönnu nú
fyrir stuttu.
Jessica Biel þykir
góð tengdadóttir
GÓÐ TENGDADÓTTIR Móður
Timberlakes finnst Jessica frábær.
Gjöfin þín
Allt þetta fyrir þig ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 5.500 kr. eða meira
í Debenhams dagana 22. - 28. október
Gjöfin inniheldur:
DayWear Plus 7ml – dagkrem
Idealist 7ml – undrakremið
Eyeshadow Duo – augnskuggasett
Pure Color Lipstick – litur Rose Tea,
Pure White Linen 4ml - ilmvatn
Fallega snyrtibuddu
Verðgildi kr. 14.472.-
*meðan birgðir endast
Er í raun og veru hægt að gera við DNA-skemmdir?
– Vísindamenn okkar telja svo vera
Nýtt: Advanced Night Repair
Synchronized Recovery Complex
Á grundvelli tímamótarannsókna á genum þeim er stjórna lífsklukku okkar og því mikilvæga hlutverki
sem þau gegna í viðgerðum á erfðaefni húðarinnar (DNA), hefur Estée Lauder nú framleitt einhverja
áhrifamestu öldrunarvörn sem fram hefur komið fyrir húðina.
Notaðu þessa frábæru vöru á hverjum degi til að stuðla að samfellu í viðgerð á ummerkjum fyrri
skemmda sem orðið hafa vegna mikils umhverfisáreitis - útfjólublárra geisla, reyks, mengunar,
jafnvel tilfinningastreitu. Líttu á þetta sem "tryggingu" fyrir húð sem virðist yngri og við betri
heilsu dag eftir dag.
ALVÖRU FULLYRÐINGAR STUDDAR ALVÖRU VÍSINDUM
Leitaðu uppi www.esteelauder.com á Vefnum til að fræðast betur um þessa frábæru nýjung sem húð
þín ætti ekki að vera án.