Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Qupperneq 16

Iðnneminn - 01.10.1993, Qupperneq 16
„...EN EKKI SORPBLAÐ EINS OG IÐNNEMINN" í upphafi fjórða áratugarins voru laun margra iðnnema um 30 aurar á tímann, eða innan við fjórðungur af því sem greitt var í atvinnubótavinnunni sem hluti af atvinnulausum verkamönnum átti kost á. Lífskjör þeirra nema sem urðu að sjá fyrir sér á þessum launum voru því með því allra lakasta sem þekktist. Samt eru ekki allir á eitt sáttir um það hvort nemar eigi að skipa sér með verkalýðnum. Um það eru skrifaðar greinar í Iðnnemann og þar sem aðstandendur blaðsins eru á róttækasta vængnum fer afstaða þess ekki milli mála: G.G. segir t.d. frá því í öðru tölublaðinu, í nóvember 1933, að haldinn hafi verið verklýðsfundur um atvinnuleysismálin þann 9. nóvember, ári eftir Gúttóslaginn. Það eru kommúnistar sem gangast fyrir fundinum. Samþykktar eru kröfur til bæjarstjómar um að uppsagnir verði dregnar til baka og að atvinnubótavinna fyrir 400 manns verði tekin upp hið snarasta. Til ríkisstjómar og Alþingis em gerðar þær kröfur að fmmvarp Kommúnistaflokksins um atvinnuleysistryggingar verði tekið fyrir þegar í stað. Að fundinum loknum er farið í kröfugöngu til forseta sameinaðs þings og borgarstjóra. Enn urðu ryskingar með verkafólki og lögreglunni, þó ekkert í líkingu við það sem gerðist árið áður. Og G.G. spyr: „Þá er spumingin, kemur okkur iðnnemum þetta nokkuð við og eigum við að taka nokkra afstöðu til þessa? Jú okkur kemur þetta við. Við erum sá hluti verkalýðsins, sem eigum mjög harðvítuga baráttu fyrir höndum. Þessa baráttu getum við ekki háð einir, við verðum að fá sem mest af verkalýðnum til að berjast með okkur. Og núna eigum við margir hverjir líf okkar undir því komið hvort feður okkar eða aðrir aðstandendur hafa vinnu eða ekki, en þeir verða að hjálpa okkur að fæða okkur og klæða. Þess vegna, iðnnemar, verðum við að berjast við hlið stéttarbræðra okkar.“ í grein, sem heitir „Jólin“, og birtist í sama blaði (2.tbl.2.árg 1933) fjallar nafnlaus höfundur um mismuninn á kjörum ríkra og fátækra, einkum mismunandi húsakynni. Hann álítur að jólin dragi best fram misskiptingu lífsgæðanna, betur er aðrar hátíðir ársins: „...margir af bæjarbúum geta lifað og leikið sér eins og þeir framast hafa tíma til, þeir hafa næga peninga til að kasta út fyrir allskonar óþarfa hluti sem geta orðið þeim til skemmtunar og virðast heldur ekki spara það neitt. Þetta fólk býr í villum og öðrum fínum íbúðum, þar sem alltaf er næg birta í gegn um stóra glugga á daginn en á kvöldin á og á nóttunni þegar vakað er, eru þær fylltar þægilegri birtu frá rafmagnslömpum, sem hanga hér og þar, bæði í lofti og á veggjum. Þá er að taka fyrir aðrar íbúðir, smá kofa sem slegnir eru saman úr steypumótaborðum og kassafjölum, en gerðir nokkum veginn vatnsheldir með tjörupappa. í slíkum húsakynnum getur að vísu verið nægilega bjart á daginn en í sumum þeirra er ekkert rafmagn, heldur aðeins olíutírur, en þar sem þannig vill til að rafmagnsljós eru þá eru þau ekki notuð nema það allra minnsta sem hægt er að komast af með, Þau eru of dýr. Það sama er að segja um kjallaraholurnar niðurgröfnu að öðru leyti en því að þar nær dagsljósið jafnvel aldrei til...“ Höfundur biður þá sem ekki trúi „því að fólk búi enn í niðurgröfnum kjöllurum að veita þrónum í gangstéttum aðalgatnanna athygli um jólin." Við þessi skilyrði þurfi verkafólk að ala böm sín upp „meðan það sér auð og allsnægtir í kringum sig.“ Hann segir kaup verkamanns vera um 2000 krónur á ári og þaðan af minna, en árstekjur hinna efnameiri séu 20 til 40.000 krónur. Þannig geti hinir auðugu eytt til jólahalds álíka upphæð og verkamaður hafi í árstekjur. Lífskjör iðnnema séu enn verri, verst þeirra sem komi utan af landi og eigi engan að,... „em hér fjarri öllu skyldfólki sínu og verða að komast af hjálparlaust af hinum litlu launum sínum, sem komast allt niður í fimmtíu krónur um mánuðinn, en algengast mun vera 80 - 100 kr. á mánuði. Hvemig þeir sem minnst hafa fara að því að draga fram lífið er nærri óskiljanlegt.“ Eins og á stendur í þjóðfélaginu em ekki miklar líkur á breytingum til batnaðar fyrir þá sem verst em settir. Iðnnemar em þó að því leyti í betri aðstöðu, en hinir ófaglærðu, að nám þeirra tekur yfírleitt aðeins fjögur ár. Að þeim tíma liðnum sjá menn nokkra von. Vissulega lenda alltaf einhverjir nýútskrifaðir sveinar í því að fá ekki vinnu að námi loknu, er jafnvel sagt upp um leið og því lýkur. En laun þeirra sveina sem hafa vinnu em þó ögn hærri en laun verkafólks og ýmsir binda vonir við að praktísera sjálfstætt þegar fram líða stundir. Undangengna áratugi hefur alltaf nokkur hópur iðnaðarmanna komist ágætlega af, og ekki má gleyma því að nemamir em allir hjá meisturum, sem margir hverjir hafa það tiltölulega gott. 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.