Iðnneminn - 01.10.1993, Qupperneq 26
TÆKNIN OG KREPPAN
SJÁLFVIRK SÍMSTÖÐ OPNUÐ
Um það leyti sem Iðnneminn hóf göngu sína var
þjóðfélagið svo gerólíkt því sem við eigum að venjast, að
erfitt getur verið að bregða upp skiljanlegri mynd af því
fyrir nútímafólk. Fátæktin er til að mynda afstæð. Við.
vitum af fátæktinni í nútímanum, vitum að margir hafa úr
afar litlu að spila, en fátækt nútímans er ekki jafn sýnileg
og ekki jafn almenn og hún var á upphafsárum Iðnnemans.
Auk þess var tæknin afar skammt á veg komin, rafmagn
t.d. ekki komið nema um hluta landsins, örfáir bílar og
sáralítið til af vélum til notkunar við margvísleg verk. Ef
til vill skilst munurinn á samfélaginu þá og nú með því að
draga frant frétt úr blöðum af fyrirbæri sem allir þekkja
nú, en var nýtt og framandi þá. Eitt af því er síminn. Þeim
fer nú óðum fækkandi sem þekkja annað en sjálfvirkan
síma, en haustið 1932 er hann tekinn í notkun í Reykjavík
og Hafnarfirði, aldarfjórðungi eftir að sími kom fyrst til
landsins.
30. nóvember 1932, aðeins fáeinum dögum eftir að 1.
tölublað Iðnnemans kemur út birtist grein í Alþýðublaðinu
um nýja símann, „fullkomin vélvísindi.“
«Nýi síminn opnaður í nótt kl. 12.
Fullkominn vélvísindi
„41 stúlka missir atvinnu sína. Það kostaði
miklar erjur og vígaferli í blöðum og á
mannfundum, að fá hingað símann fyrir
aldarfjórðungi. í þeim deilum sagði einn af
mektannönnum og leiðtogum lýðveldisins í
þann tíma, að síminn væri ávöxtur spillingar og
lausungar og ef hann kæmi hingað, þá myndi
það sýna sig, að hann væri verri plága en svarti
dauði og móðuharðindi voru. En síminn kom
og sigraði.
Nú er öðru rnáli að gegna en á þeim árum, er
barist var um símann, því nú fagna allir hinni
nýju símstöð, sent tekin verður til afnota í nótt
kl. 12. Hún er fullkomnasta stöð sem nú er
notuð.
Vlðtal við C.W. Riise verkfræðing
Tíðindamaður Alþýðublaðsins átti tal við
C.W. Riise verkfræðing, sem hefur haft
yfirumsjón með uppsetningu stöðvarinnar, og
sagðist honum svo frá:
Þessi stöð er kennd við sænska félagið LM
Ericsson, sem hefir gert þessa tegund, og
verkfræðingurinn sem hefur fundið upp einn
merkasta liðinn í henni heitir Hultmann.
Félagið sem selur stöðina hingað, er Elektrisk
Bureau í Osló og setur það hana líka upp. Þessi
tegund símstöðva er nú mjög að ryðja sér til
rúms og Elektrisk Bureau hefur einkaleyfi á
henni.
Stöðin hér í Reykjavík getur tekið alls 9000
númer, en nú eru þau aðeins 4 þúsund; í
Hafnarfirði er hægt að hafa 900 númer en þar
Símastúlkur að störfum. Stöif
þeirra hurfu með nýrri tœkni.
26