Iðnneminn - 01.10.1993, Page 27
TÆKNIN OG KREPPAN
eru nú 3 hundruð. Það er meiri vanda bundið
fyrir notendur að nota þennan síma heldur en
hinn, og er því afar áríðandi að notendur læri
allar reglur mjög vel og bregði ekki í neinu út
frá þeim. Það er nauðsynlegt t.d. að notandinn
finni fyrst númerið í símaskránni; er hann hefir
fundið það, og ekki fyr, skal hann lyfta
heymartólinu að eyranu og bíða eftir sóninum,
sem kemur rétt undir eins. Er hann heyrist skal
hann þegar velja númerið. Tökum til dæmis að
notandinn ætli að biðja um ritstjóm
Alþýðublaðsins, sem hefir símanúmer 4901. Þá
setur hann fingurinn í gatið á skífunni á móts
við tölustafinn 4 og dregur skífuna að
hakanum, svo sleppir hann og setur fingurinn í
gatið við stafinn 9 og dregur að hakanum,
síðan stafinn 0 og svo stafinn 1 og fer að eins
og fyrr.
Ef ritstjómin er ekki á tali, heyrast
hringingarmerkin, en þau tákna að nú hringi á
ritstjómina, og hringingarmerkin heyrast þar til
svarað er, en sé ritstjómin á tali heyrist
slitróttur sónn. Þess verða notendur og að
minnast að það er gagnslaust að bíða og hlusta
þegar slitrótti sónninn heyrist; sambandið fæst
alls ekki á þann hátt. Þess vegna skal þegar
leggja heymartólið á áhaldið og hringja aftur
seinna. Mjög er það áríðandi að leggja
heymartólið á áhaldið, þegar símtali er lokið,
annars á notandi á hættu að missa samband við
stöðina. Meðan númer er valið má ekki snerta
legtappa heymartólsins. Það er og afar áríðandi
að notandi leggi aldrei frá sér heymartólið á
borðið við hliðina á símaáhaldinu, ef hann
stendur ekki í sambandi við einhvem - og
símasambandið slitnar ekki nema báðir
símtalendur leggi heymartólið á áhaldið...
Vélvísindi - atvinnuleysi
Þessi nýja stöð verður til afar mikilla
þæginda fyrir alla símnotendur, en eins og
alltaf er um vélar og fullkomnun þeirra í
auðvaldsþjóðfélaginu, þá skapa þær aukið
atvinnuleysi og þar með vandræði fyrir
verkafólki, sem vélvísindin gera óþarft. Við
þessa nýju stöð eiga að vinna fjórar stúlkur og
aðeins fyrst um sinn. Við gömlu stöðina hafa
42 stúlkur unnið og verður því 38 stúlkum sagt
upp hér í Reykjavík, en auk þess 3 í
Hafnarfirði, og bætast þær í
atvinnuleysingjahópinn, sem fyrir er...
Blaðið hefur og átt viðtal við símastúlku,
sem sagði meðal annars:
„Það er mín skoðun, að ef ráðamenn símans
hefðu lagt nokkum hug að því að veija okkur
Opnun sjálfvirku
miðstöðvarinnar.
Slranotendur eru beðnir að klippa í sundur meö skær-
um virinn milli gamla og nýja áhaldslns miövlku-
dagskvBldlO 30. nóvember, ekkl sfðar en
kl. 24 (kl. 12 á miðnætti). Vlrinn er merktur með
hvitu merkisspjaldi. Nýi siminn er ónothæfur nema vlr-
inn sé klíptur I sundur og kl. 24 hœttir gamla mið-
stöðin að svara.
Símanntpndiir eru beðnir að kynna sér
vel lelðarvhiilnn nm notkun sfmans á
bls, 1201 nýju simaskránni.
Bæjarsímastjórfnn.
Auglýsing um opnun sjálfvirkrar símstöðvar í Reykjavík.
Alþýðublaðið 30 nóvember 1932.
fyrir atvinnuleysinu, sem þessi ágæta nýja stöð
skapar okkur, þá hefði það verið hægt, en
viljinn hefir ekki verið fyrir hendi, hvorki hjá
stjómvöldum símans né símamannafélaginu.
Nú verðum við stúlkumar að þola atvinnuleysi
og vöntun vegna þessarar nýju stöðvar. Það er
hart fyrir okkur og óþolandi, en þetta er gamla
sagan í þjóðfélaginu. Fólkið sem ekkert á nema
sitt eigið vinnuþrek, er allslaust og öryggislaust
og verður því þegar nýjar uppfundningar eru
gerðar, sem geta orðið öllum til góðs, alls laust
og ráðþrota.
Hið eina, sem það getur gert, er að skipa sér í
hóp með öllu öðm öryggislausu fólki og ganga
í verklýðssamtökin.“
í nútímanum er síminn og fjarskiptatækninn einn
mikilvægasti þátturinn í hverskonar iðnaðar- og
þjónustustarfsemi sem veitir þúsundum karla og kvenna
atvinnu. En ekki er ólíklegt að gefa þyrfti út sambærilegar
leiðbeiningar fyrir fólk ef það ætti að taka „handvirkarí'
síma í notkun nú um stundir.
hágé.
2