Iðnneminn - 01.10.1993, Side 29
H
VERA f SVEINAFÉLOGUM
Einar Olgeirsson:
„Baimið er í sam-
rœmi við annað,
sífellt er verið að
skerða réttindi verka-
fólks. “
Thor Thors: „And-
staða Einars sýnir
að hér er gott mál á
ferðinni. “
umræðu í efri deild og afgreitt óbreytt sem lög á tveimur
fundum deildarinnar þann 3. janúar 1940.
Afleiðingarnar
Fyrstu viðbrögð við lagasetningunni láta ekki á sér
standa. Þann 30. janúar stofna nemar í bifvélavirkjun með
sér félag og rafvirkjanemar þann 14. febrúar. I 1. - 2. tbl
Iðnnemans þetta ár er fjallað um félagslíf iðnnema og
segir þar að nýju lögin hljóti...
„óhjákvæmilega að orsaka það, að iðnnemar
stofni með sér sín eigin stéttarfélög. Það mun
áreiðanlega líða skammt þar til iðnnemar í
þeim iðngreinum, sem ekki hafa stofnað með
sér félag, geri það. Þar sem iðnnemar í sumum
iðngreinum eru svo fáir, að þeir geta ekki
stofnað með sér félag, væri ekki nema eðlilegt
og sjálfsagt að þeir fái að taka þátt í félögunum
með þeim iðnnemum, er líka iðngrein stunda.“
Greinarhöfundur reyndist ekki með öllu sannspár, því
enn liðu nálega fjögur ár þar til verulegur skriður komst á
uppbyggingu heildarsamtaka iðnnema, en stofnfélög
Iðnnemasambandsins urðu fimm talsins haustið 1944,
áðumefnd tvö félög og Félag pípulagninganema, auk
þeirra sem lengst höfðu starfað Prentnemafélagsins og
Félags jámsmíðanema. Öll vom þessi félög í Reykjavík.
Það má svo hafa til marks um vöxtinn í sambandinu fyrstu
árin að á fimm ára afmæli sambandsins, tæpum áratug
eftir lagasetninguna, em aðildarfélögin orðin 23 og starfa
iðnnemafélög í öllum helstu kaupstöðum landsins.
hágé
til framfara
IÐNLÁNASJÓÐUR
ÁRMÚLA 13 a -108 REYKJAVÍK-SÍMI 68 04 00
OTTÖ