Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Page 40

Iðnneminn - 01.10.1993, Page 40
IÐNLÆRÐUR ATVINNULEYSINGJAHER er á margan hátt tími nýrrar hugsunar í stjómmálum. Ríkisstjómin byggir á málefnasamningi þar sem gert er ráð fyrir stórfelldum breytingu á þjóðfélaginu og gríðarlegum fjárfestingum. Ekkert er því eðlilegra en að á þessu sviði séu menn einnig reiðubúnir að brjóta í blað, taka upp ný vinnubrögð, nýtt skipulag þess náms sem mikill fjöldi fólks mun stunda á næstu ámm. Og Emil lætur ekki sitja við orðin tóm. Þann 16. desember 1944 skipar hann Helga Hermann Eiríksson skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík, Einar Gíslason málarameistara, Guðgeir Jónsson bókbindara, Snorra Jónsson formann Félags jámiðnaðarmanna og Ragnar Jónsson lögfræðing “í nefnd til að endurskoða iðnaðamámslöggjöfina,” eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Aukaþing Sem vonlegt er fylgjast forystumenn iðnnema vel með málinu, sýnilega ráðnir í að gera sitt til að áhrifa hins nýstofnaða sambands gæti við lagasetninguna. í febrúar ákveður sambandsstjómin að boða til aukaþings þann 3. mars til að ræða endurskoðun laga um iðnaðamám, skólamál iðnnema, skipulagsmál iðnnemafáleganna og vinnuréttindi ólærðra manna í iðnaði. Allt em þetta mál sem skipta miklu fyrir iðnnema. Þingið sitja 37 fulltrúar frá 12 félögum, en á þinginu ertu tekin 10 ný félög í sambandið þannig að á því tæpa hálfa ári sem liðið er frá stofnun þess hefur tala aðildarfélaganna þrefaldast. Aukaþingið tekur saman ýmsar ábendingar sem það telur nauðsynlegt að hafa í huga við setningu nýrra laga um iðnaðamám. Það vill: Afnema allar hömlur á félagafrelsi iðnnema. Að fjöldi nemenda í hverri grein verði ákveðin með samkomulagi milli sveina- og meistarafélaga. Að nemum sé ekki heimilt að hefja nám fyrr en staðfestur námssamningur liggur fyrir. Að sett séu lágmarksskilyrði fyrir því hverjir hafi rétt til að taka nema. Skulu nefndir sveina og meistara taka út aðstöðu meistara/fyrirtækis sem hyggst taka nema. Að komið verði á hæfnisprófum í lok reynslutíma og tvisvar á námstímanum Að fyrri hluta námstímans vinni nemar alltaf með sveinum, en síðari hlutann undir eftirliti þeirra. Að kaup iðnnema verði ákveðið hlutfall af sveinskaupi, á fyrsta ári 30%, 40% á öðru, 55% á þriðja og 70% á fjórða. Hnippt í ráðherra Bannið við aðild nemanna að sveinafélögunum telur þingið “skerðingu á sjálfsögðustu mannréttindum” enda séu iðnnemar einir undanskildir þeim rétti að fá að vera í stéttarfélagi í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. I heild eru samþykktimar vitnisburður um metnað iðnnema fyrir hönd starfs síns. Þeir vilja í öllum atriðum sem snerta nám þeirra fremur herða reglur en hitt og tryggja þannig að nemendur fá frambærilega kennslu. Þessum hugmyndum ásamt greinargerð er komið á framfæri með bréfi til milliþinganefndarinnar snemmsumars 1945. Um mánaðamótin júlí og ágúst hefur enn lítið frést af störfum nefndarinnar og fara forystumenn INSÍ að ókyrrast. Þann 1. ágúst er iðnaðarmálaráðherra ritað bréf. í því segir meðal annars: „Þar sem við höfum tilefni til að ætla, að störf nefndarinnar hafi dregist lengur en heppilegt verður að teljast, og jafnvel að hún hafi aðeins komið saman einu sinni frá því hún var skipuð, leyfum við okkur að fara þess á leit við yður, að þér hlutist til um að umgetin nefnd verði þegar kvödd saman, ennfremur ef í ljós skyldi koma að einhverjir neíndarmanna sjái sér það eigi fært, sökum annara starfa, þá fari þegar fram tilnefning í þeirra stað, svo að nefndin geti lokið störfum á tilskildum tíma. Við væntum þess að þér sjáið yður fært að verða við málaleitanm þessari.“ Fyrir utan að hnippa með þessum hætti í ráðherra og biðja hann að hotta á nefndina hefur forysta sambandsins áhyggjur af að áhrifa meistara muni gæta í of ríkum mæli á lagasetninguna. Þann 4. nóvember er því farið fram á það við miðstjóm Alþýðusambandsins að kölluð verði saman iðnsveinaráðstefna til að fjalla um frumvarpið. Iðnþing hafi þegar tekið frumvarpið til umræðu, „og ekki ástæða til að ætla annað, en að samþykktir þær er þingið kann að hafa gert um það verði notaðar kröfum meistara til framdráttar," eins og segir í bréfi til ASÍ. Og það er fleira á döfinni hjá ríkisstjóminni, sem nú hefur setið í tæplega eitt ár, og varðar iðnnema. 1. október 1945 er Brynjólfi Bjamasyni menntamálaráðherra skrifað og honum sendar tillögur aukaþingsins frá því í mars, en á vegum menntamálaráðherra er starfandi milliþinganefnd í skólamálum. Þingið vill: að iðnskólamir verði reknir af ríkinu, að iðnskólar verði starfræktir þar á landinu sem það hentar og komið upp heimavistum þar sem þess gerist þörf, að skólamir verði dagskólar, að nemendur stundi ekki verklegt nám meðan á skóla stendur, að skólamir starfí 3-4 mánuði á tveimur ámm námstímans,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.