Iðnneminn - 01.10.1993, Page 46
BRAGAGÖTU
SÍMI: 62 38 38
Hann færir rök að því að launamenn eigi ekki að vera
sósíalistar ef þeir eru sammála honum um að launafólk
eigi að hafa sem best lífskjör. Lýðskrumarar sósíalista hafi
alla öldina sáð í akur afbrýði og öfundar.
Kenning sósíalista um að arðurinn renni til auðmanna er
röng, segir hann. Lífskjör auðmanna frá upphafi
iðnbyltingar hafa ekkert breyst. Þeir hafa áfram allt til alls.
Lífskjör verkamanna hafa hinsvegar gjörbreyst til hins
betra. Arðurinn fer til uppbyggingar og fjárfestinga.
Fyrirtækin hafa hug á að hagnast og leita því fyrir sér með
nýjar vörur sem neytendur hafa hug á að kaupa. Til þess
að neytendur geti keypt verður að borga þeim sæmileg
laun, hækka kaupið. Þannig starfar kapítalisminn.
Kenningin um arðrán atvinnurekenda á launafólki er því
staðleysa.
„í frjálsu hagkerfi kapítalismans er það
hræðslan við það að verða gjaldþrota og
jafnframt gróðavonin, sem hvetur menn til að
gera betur.“
Sósíalisminn leiðir til þess að allir verða fátækir.
Rússneska byltingin og hugmyndir Leníns eru besta
sönnunin um að sósíalisminn getur ekki gengið.
Haraldur átti enn eftir að láta að sér kveða því á
sögulegu þingi sem haldið er haustið 1982 er hann kosinn
formaður sambandsins í tvísýnni kosningu. Um svipað
leyti hljóðnuðu hinar „byltingarsinnuðu" raddir sem svo
ákaft höfðu gagnrýnt forystuna fyrir svik við málstað
verkalýðsins.
Segja má að þessu tímabili ljúki svo með nýrri lotu
ásakana um slælega framgöngu forystumanna
sambandsins í nokkrum blöðum Iðnnemans frá hausti
1982 til sama tíma 1983. Þeir sem til umræðu eru á þessu
tímabili, gegna að vísu ekki lengur trúnaðarstöðum á
vegum sambandsins. Nú eru þeir hins vegar ekki
skammaðir fyrir að svíkja byltinguna, heldur hið
gagnstæða fyrir utan að misnota sér Iðnnemasambandið í
valdabaráttu og metorðastreði innan Alþýðubandalagsins,
að því ógleymdu að vera í hæpnu sambandi við sovéska
sendiráðið og austur-þýska kommúnistaflokkinn.
Ritstjóri Iðnnemans, Þorsteinn Haraldsson lítur til baka í
apríl 1983 og segir m.a.:
„Við höfum séð þess dæmi í gegnum árin
hvemig kommúnistar hafa leikið sér með hag
launafólks í landinu en þeim hefur tekist að
beita þeirri hreyfingu fyrir sig eins og þeim
hefur þóknast hverju sinni án tillits til
raunvemlegra hagsmuna launafólks í landinu,
það virðist vera aukaatriði í augum þessara
manna.“
í litlu samhengi vi& íslenskan veruleika
Þetta er einungis stutt ágrip af því sem menn deildu um
á síðum Iðnnemans á áratug hinna stóru orða. Greinamar
vora miklu fleiri og komu margir aðrir en hér era
tilgreindir við þá sögu. Þær segja á hinn bóginn afar lítið
um það hvemig Iðnnemasambandinu gekk í baráttu sinni
fyrir bættum kjöram iðnnema. Þannig verður ekki betur
séð en sambandið hafi styrkst og ýmis hagsmunamál
iðnnema og launafólks náð fram að ganga á þessu tímabili.
Sambandið var farið að hafa starfsmann í fullu starfi og
gerðir vora samningar í samvinnu við Alþýðusambandið,
sem sýnast hafa fært iðnnemum ýmsar réttarbætur, þegar á
heildina er litið. Hitt er auðvitað ekki nema satt og rétt að
hvorki Iðnnemasamtökin eða verkalýðshreyfingin yfirleitt
vora með það á stefnuskrá sinni að umbylta þjóðfélaginu í
þá vera sem hinir orðhvötu „byltingarsinnar“ töldu þá
brýnt, og verður raunar ekki séð að málflutningur þeirra
hafi verið í miklu samhengi við íslenskan veraleika og
vilja almennings, en það er allt önnur saga.
hágé
...alltaf til að tryggja atvúinu
FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA