Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 50

Iðnneminn - 01.10.1993, Blaðsíða 50
Hvar eru þau nú? Guðjón Tómasson haldið mikið mót þar sem boðið var til fulltrúum bæði frá verkalýðsæsku, eins og þeir kalla það, og háskólamönnum. Við vorum þama í fjórar vikur á móti og ferðalögum um landið. Þetta var afskaplega lærdómsríkt, að fá að kynnast þama fólki frá nær öllum heimshlutum. Þetta víkkaði vemlega sjóndeildarhringinn og vandamálin sem þetta fólk var að fást við hvert í sínu landi, vom svo gerólík, þannig að fyrir tvítugan mann var þetta hreinasta upplifelsi. Þessu átti maður engann kost á nema vegna félagsstarfsins. Að vísu var txminn knappur þama, ég hafði einn sólarhring til að segja já því boðið fór óvart í sjópósti til Islands. Vissulega voru Iðnnemasambands þingin eftirminnileg og einnig fyrstu tilraunir okkar til að gera kjarasamninga Það er athyglisvert ef þú lest sögu allrar mennirigarþróunar, nánast sama hvert er litið, alltaf byrjar þróunin í kringum handverksmenn og iðnaðarmenn. Iðnaðarmenn byrja á því að reka fyrsta iðnskólann og þá em það samtök iðnaðarmanna sem reka skólann sameiginlega, sveinar og meistarar. Iðnskólinn sem þá stóð á tjamarbakkanum er tekinn í notkun 1856 og það vom miklar kanónur sem þama kenndu. Þetta vom mikið til sömu menn og kenndu við menntaskólann. Fram yfir 1960 gátu menn með gott próf úr Iðnskólanum gengið beint inn í háskóla erlendis. Ég held það sé 1964 sem síðasti maðurinn, sem ég veit um, fór beint úr Iðnsskóla í arkitektúr. Hann er starfandi arkitekt í dag, annar fór beint úr iðnsskóla til Bretlands í flugvélaverkfræði. Þetta hefur breyst, menntun allra iðnaðarmanna almennt séð hefur hrakað. Þróunin hefur ekki verið sú sama í iðnnámi og í annari fræðslu í landinu. Þetta er miður. Við höfum verið alltof einstrengislegir hér á íslandi. Við höfum verið með eitt stig þ.e. sveininn. Ég þekki ekki neina þá atvinnugrein sem ekki hefur þörf fyrir menn með þekkingu á mjög breiðu sviði. Við eigum að þrepaskipta náminu og láta þá menn sem vilja, fara áfram í þessum greinum. Þessa sem eru með drífandi áhuga og geta lært því það eru þeir sem drífa greinamar áfram, þannig er þróunin. Með því að hafa þetta svona í einu þrepi þá um leið lokast fagið. Háskólamenntun er mjög góð. Háskólamenntun sem er atvinnutengd er miklu betri. Sá maður sem er verkfræðingur og jafnframt iðnaðarmaður getur alltaf tekið næsta stig fyrir neðan sína þekkingu. En verkfræðingur sem bara fer í gegnum menntaskóla getur ekki nýst eins vel. Það var einhversstaðar gerð mjög áhugaverð könnun um mismun á atvinnuleysi háskólamenntaðra manna, á því hvort þeir höfðu farið iðnmenntaleiðina eða hina akademísku leið. Það kom í ljós að allt atvinnuleysi háskólamenntaðra manna var hjá þeim sem höfðu farið akademísku leiðina. Það fannst ekki atvinnuleysi hjá hinum. Það er því ljóst að allt sem lýtur að því að rjúfa þessi tengsl milli menntunar og atvinnulífs leiðir til glötunar. Menn verða bæði að bera ábyrgð á rekstri sínum og líka þeirri þekkingu sem þarf að veita. Það er t.d alveg fáránlegt að hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur sé hvergi kennd frysting fisks í skólakerfinu. Að halda það að starfsfólk í frystihúsum eða fiskvinnslu þurfi enga menntun er algert rugl. Þetta er fólk sem er að handleika matvæli allan daginn, ásamt ýmsum efnum einsog klór og sápu. Hver eiga að vera aðalmarkmiðin í menntuninni? Grundvallar markmiðið með fræðslu á að sjálfsögðu að vera það að menn geti nýtt menntun sína bæði hérlendis og erlendis. Þá er ég ekki bara að tala um Danmörk og Noreg og hin Norðurlöndin. Það eru miklu fleiri markaðir t.d. í Asíu, Indlandi, Afríku og víðar. Hitt er annað að það þarf að gera átak í framkomu og viðskiptahlið. Eftir því sem þrengir meira á atvinnumarkaðinum þá fer þjónustulundin að selja meira. Menn verða líka að sjá alla þá möguleika sem hægt er byggja ofaná. Menn gleyma sér alltaf í þættinum sem þeir eru með í dag, þetta stykki sem þeir eru með. En gleyma því að þetta stykki er hluti af miklu stærri veruleika og maðurinn er líka hluti af honum og það verður að gera þennan veruleika betri ekki bara stykkið sjálft. Það gerir maður ekki nema með því að hugsa um alla þættina. Maður má ekki hugsa um verkefni sem bara einn hlut því verkefnið er bæði tengt manninum og umhverfinu. Við verðum alltaf að passa að rjúfa ekki lífkeðjuna því ef við gerum það skapast misvægi og það kemur niður á okkur. Það gildir sama um samfélagið og náttúruna. Við megum t.d ekki gleyma okkur alveg í því að karpa um kaup og kjör því þá bara gleymast hinir þættimir, sem eru aðalatriðin og grundvöllur þess að losa okkur útúr því að karpa um einhverjar krónur, sem eru jú nauðsynlegar. En það er kannski ekki það besta sem við getum gert. Arangursríkara er karmski að gera betur og geta selt það dýrara. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.