Iðnneminn - 01.10.1993, Qupperneq 63
HUNDRAÐ ÁRA LÖGGJÖF UM IÐNNÁM
Til að úrskurða um skaðabætur er settur gerðardómur
með lögreglustjóra sem oddamann, en einn mann frá
hvorum hinna. Gerðardómur skal ljúka störfum innan 8
daga og er úrskurður hans algerlega bindandi fyrir báða.
Hægt er að dæma báða, lærimeistara og nema (eða
forráðamenn hans ef hann er „eigi sjálfum sér ráðandi" í 5
- 200 króna sekt, „er renna í fátækrasjóð á þeim stað er
brotið er framið.“
Aubsveipnin hverfur
Næst eru sett lög um iðnaðamám árið 1927, um svipað
leyti og sett eru lög um réttindi og skyldur iðnaðarmanna.
Helstu breytingar frá gömlu lögunum em þessar:
Nú mega einungis meistarar taka nema í kaupstöðum en
utan kaupstaða „þeir iðnaðarmenn einir sem hafa iðnbréf ‘
(1. og 2. gr.).
Atvinnumálaráðuneytið gefur út reglugerð um lengd
námstíma í hverri iðngrein „að fengnum tillögum
hlutaðeigandi meistarafélags og sveinafélags, ef slík félög
em til í landinu.“ Ef svo er ekki skal Iðnaðarmannafélag
Reykjavíkur hafa forgöngu um slíka tillögugerð.
4. greinin um uppihald eða peningagreiðslu í launa stað
er nánast óbreytt, en taka skal fram í námssamningi
hvemig þessu sé háttað.
Akvæðið um reynslutíma er óbreytt, nema nú er miðað
við 16 ára aldur. (Fyrstu þrjá mánuðina getur hvor um sig
sagt samningnum upp án ástæðu, foreldrar eða
forráðamenn fyrir hönd nemans ef hann er yngri en 16 ára)
6. greinin er ný og segir í henni að ef nemandi hafi áður
verið á námssamningi í sömu iðngrein „en námssamningi
verið slitið án þess að hann hafi átt sök á,“ skuli námstími
hjá síðari meistara styttast sem því nemur.
I 7. greininni er tekið fram að neminn skuli sýna
lærimeistara sínum hlýðni og trúmennsku „við öll þau
verk er snerta iðn þá, sem hann er að nema.“ Áður bar
honum að sýna einnig „auðsveipni“, og þá var
trúmennskan og hlýðnin ekki bundin við störf að iðninni
einni saman.
Nú má vinnutíminn ekki fara fram úr 60 stundum á viku
að meðtöldum 6 stundum í teikningu og bóklegum efnum.
Fyrstu tvö árin má ekki setja nema til neinnar vinnu, nema
kennslustunda, frá kl. 6 á kvöldin til 6 á morgnana. Ekki
má heldur fá þeim neina vinnu á sunnudögum eða
helgidögum þjóðkirkjunnar, ekki einu sinni þótt „brýna
nauðsyn beri til“ og taka á fram í námssamningi hvemig
sumarleyfi skuli háttað. Þá má ekki taka nema til náms
yngri en 15 ára.
Færimeistari er skyldur að láta nemandann ganga í
iðnskóla þar sem þeir eru til staðar en gefa honum kost á
bóklegu námi á annan hátt ella, og skal lærimeistarinn
greiða allan kostnað af þeirri kennslu.
Nemandinn á að fá svo góða kennslu að hann geti staðist
próf. Standist hann ekki próf vegna þess að meistarinn
hefur ekki veitt honum tilskilda kennslu, á hann rétt á
skaðabótum úr hendi meistarans sem gerðardómur
úrskurðar.
„12. gr. Um framfærsluskyldu lærimeistara gagnvart
nemanda fer eftir ákvæðum fátækralaga.“ (sbr. lög nr 43
31. maí 1927, 16. gr.). Fagagrein fátækralaganna fjallar
um uppsagnarrétt meistara á námssamningi þegar
nemandinn verður veikur og er nánast óbreytt frá lögunum
1893.
Ákvæðið um að flytja nema aftur til verka með
lögregluvaldi innan 14 daga er óbreytt, einnig ákvæðin um
hvenær má slíta samningi, nema nú er „danska mílan“
farin.
Gerðardómsákvæðin eru efnislega óbreytt. Brjóti
lærimeistari gegn ákvæðum laganna á hann að greiða allt
að 1000 krónu sekt í ríkissjóð, en brjóti nemandinn gegn
Þessir iðnnemar úr
Iðnskólanum í Reykjavík, sem
hér sjást á skemmtigöngu á
leið til Hafnaifjarðar í byrjun
aldarinnar, hafa vœntanlega
verið í fœði og húsnœði hjá
lœrimeistara sínum, og haft
lítið eða ekkert annað í laun.
Sumir þessara manna settu
svip á öldina.