Iðnneminn - 01.10.1993, Qupperneq 68
ÞRAUTAGANGA
FRUMVARPS
Um það bil ári eftir að Emil Jónsson hafði skipað nefnd
til að semja frumvarp til laga um iðnfræðslu, skilar hún af
sér, með bréfi til ráðherra. Frumvarpið er tekið til 1.
umræðu á alþingi tveimur dögum síðar þann 6. desember
1945.
Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins
hefur framsögu fyrir frumvarpinu og segir það byggja á
þeirri gömlu meginreglu að meistarar sjái um verklega
kennslu nemanna, en auk þess eigi nemendur að stunda
nám í iðnskóla. Síðan segir hann:
„Til að hafa eftirlit með iðnfræðslu skal
skipa iðnfræðsluráð. Eftir 3. grein
frumvarpsins á ráðherra að skipa 4 menn í
þetta ráð, eftir tilnefningu Landssambands
iðnaðarmanna 2 og Alþýðusambandsins 2, en
síðan hefur nefndin óbundnar hendur um
formannsval úr sínum hópi. Eg skal geta þess
að mér finnst ráðið gæti verið öðru vísi skipað.
Þingmenn vita að iðnnemar hafa myndað
félagsskap, og fyndist mér ekki óviðeigandi, að
slíkt iðnnemasamband hefði einhverja íhlutun
um skipun iðnráðs.“
Stefáni Jóhanni verður nokkuð tíðrætt um deilurnar um
rétt sveina og meistara til að takmarka fjölda nema í
einstakar greinar. Emil Jónsson ráðherra tekur líka til máls
og segir að deilumar hafi verið settar niður í þinginu í
fyrra, með því að flutningsmenn (Jóhann Jósefsson o.fl.)
hafi sæst á að frumvarpi þeirra um að leyfa ótakmarkaðam
aðgang að iðngreinunum, verði vísað til ríkisstjómarinnar.
A hennar vegum hafi málið allt verið skoðað og sé þaðan
komið í formi þessa frumvarps...
„Ég vænti því, að með frumvarpinu sé fengin
eftir atvikum lausn, sem una megi við til
frambúðar, og þætti þess vegna mjög æskilegt
ef þetta mál gæti fengið afgreiðslu á þinginu nú
og yrði gert að lögum á þessu þingi.“
Ekki varð ráðherranum að þessari ósk sinni. Neðri deild
afgreiddi frumvarpið að sönnu frá sér til efri deildar, með
19 samhljóða atkvæðum þann 8. febrúar 1946. Þar sem
fmmvarpið var fram komið fyrir tilstuðlan ráðherra í
ríkisstjóm sem studdist við hreinan meirihluta í þinginu,
hefði mátt ætla að það hlyti jafn skjóta og einróma
afgreiðslu í efri deild. En það fór á annan veg.
Iðnaðamefnd deildarinnar tók það til umfjöllunar og segist
í áliti sínu hafa fjallað ítarlega um efni frumvarpsins,
kynnt sér öll gögn sem þinginu hafi borist um málið, rætt
við samgönguráðherra [Emil Jónsson innsk.] og við nefnd
frá Landssambandi iðnaðarmanna sem kjörin var til að
fylgjast með breytingatillögum sem fram kynnu að koma.
Að öllu athuguðu telur nefndin nauðsynlegt að gera
nokkrar breytingartillögur við fmmvarpið. Hún leggur til
10 breytingar sem flestar em léttvægar, nema ein. Alþingi
skal kjósa í iðnfræðsluráð með hlutfallskosningu, en
samkvæmt upphaflega fmmvarpinu áttu iðnaðarmenn að
tilnefna í ráðið. Þótt nefndin hafi unnið vel að málinu þá
verður ekki hið sama sagt um þingdeildina í heild. 9 apríl
á að ræða frumvarpið öðm sinni ásamt breytingatillögum
nefndarinnar en forseti tekur málið af dagskrá án umræðu
og kemur það ekki til umfjöllunar aftur á því þingi.
Ríkisstjórn á hverfanda hveli
Þegar hér er komið sögu er styrjöldinni lokið og
kjörtímabili þingmanna, sem kosnir höfðu verið á
haustþingi 1942 er einnig að ljúka. Nýsköpunarstjómin
hefur tekið rækilega til hendinni. Fyrirsjáanlegt er að
þjóðlífið mun taka gríðarlegum breytingum fyrir tilstuðlan
hennar. Búið er að semja um smíði margra nýtísku togara í
Bretlandi, endurbætur og nýbyggingar frystihúsa standa
yfir. Það er með öðmm orðum verið að leggja gmnn að
nútíma atvinnulífi á íslandi, fyrir fúlgumar sem þjóðin
græddi á stríðinu.
Um sumarið era þingkosningar. Ríkisstjómarflokkamir
halda meirihluta sínum og vinna meira að segja á, fremur
en hitt. Því hefði mátt ætla að ríkisstjómin gæti setið
áfram, og fylgt eftir öllu því sem hún var búin að hrinda af
stað. En þrátt fyrir gott gengi í kosningunum er brestur í
stjómarsamstarfinu, en ekki vegna þess að flokkar eða
menn geti ekki unnið saman, að þeim miklu áætlunum
sem þeir hafa sett sér. Astæðan er sú að Bandaríkjamenn,
sem höfðu tekið við af Bretum á stríðsárunum, hafa áhuga
á að vera með her sinn hér áfram. Haustið 1945 biðja þeir
um aðstöðu fyrir herinn til 99 ára.
Samstaða er um að hafna þessari beiðni, en öðm máli
gegnir um samninga til styttri tíma. Og bandarísk
stjómvöld eru afar ýtin.
Haft er fyrir satt að forsætisráðherranum, Ólafi Thors,
oddvita Sjálfstæðisflokksins sé meinilla við nuddið í þeim.
Hann veit að Sósíalistaflokkurinn, þolir ekki tilhugsunina
um að hér verði bandarískur her til frambúðar og allt
bendir til að meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En
hann á ekki auðvelda undankomuleið, svo ákveðnir sem
Bandaríkjamenn em. Þann 19. september leggur hann fyrir
ríkisstjómina samningsuppkast sem hann hefur gert við
Bandaríkjamenn um að þeir afhendi íslendingum
Keflavíkurflugvöll en fái þar aðstöðu í sex ár, eða svo.
Þetta er of mikið fyrir Sósíalistaflokkinn, sem lítur svo á
að samkomulagið sé bara dulbúinn samningur um
viðvarandi hersetu. 5. október samþykkir Alþingi