Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Side 71

Iðnneminn - 01.10.1993, Side 71
ÞRAUTAGANGA FRUMVARPS nemendur, ef einhverjir verða, sem það kallast, fara á mis við þau réttindi, er tryggð eru með þeim. 3. ) a-liður 14.gr. gerir 25. gr. frumvarpsins alveg óþarfa, þar sem hún er aðeins heimild fyrir iðnfræðsluráð til þess að veita undanþágu. Sama er að segja um 24. gr., það er tæpast hægt að skylda einn til að gera það, sem öðrum er heimilt að sniðganga o.sv.frv. 4. ) Samkv. b-lið [14.gr] fær meistari eða einungis sveinn heimild til þess að gefa út vottorð upp á nokkra leikni í iðninni. Auk þess sem þar væri opnuð leið til þess að sniðganga á hinn herfilegasta hátt 20. og 21. gr. frumvarpsins, sem báðar eru mjög þýðingarmiklar fyrir iðnfræðsluna, svo ekki sé nú minnst á hrakfarir 8. gr., sem að okkar dómi er ein af undirstöðuatriðum undir uppbyggingu iðnfræðslunnar í framtíðinni. Við vonumst svo eftir, að þessi rökfærsla nægi til þess, að hið háa Alþingi sjái nauðsyn þess, að 14. gr. frv. verði numin burtu. Vegna þess að hún mun yfir höfuð gera frumvarpið gagnslaust. En án hennar myndi það vera allvel viðunandi.“ Frekar engin lög en vond lög Við þessa afgreiðslu efri deildar kemur annað hljóð í strokk Iðnnemasambandsins. í stað áhuga á að koma því í gegnum þingið, og það helst sem fyrst, kemur bein andstaða. 9. febrúar er stjómin á fundi til að ræða örlög frumvarpsins. í fundargerð segir: „...og að lokum ákvað stjómin að senda tvo menn til iðnaðarmálaráðherra (Emils Jónssonar) og skyldu þeir ræða við hann um frumvarpið, skyldu þeir jafnframt hafa heimild til að semja við hann um breytingar við frumvarpið ef þær kæmu fram, því heyrst hafði að ráðherrann myndi bera fram breytingartillögu við fmmvarpið, þegar það væri tekið fyrir í neðri deild.“ Hér er væntanlega vísað til orða er ráðherrann lét falla við 3. umræðu í efri deild tveimur dögum áður, en þá sagði hann: „Herra forseti. Eg vil aðeins með nokkrum orðum gera grein fyrir afstöðu minni til þessa fmmvarps, eftir að samþykktar vom við aðra umræðu þær breytingar, sem gerðar voru, sérstaklega við 14. grein. Eg tel að með þessari breytingu hafi gmndvellinum verið mjög kippt undan þessari lagasetningu. Þar er gert ráð fyrir að hver maður fái að ganga undir próf og geti fengið full réttindi iðnnema. Eg tel tilgangslaust að koma með breytingatillögu hér að þessu sinni, en mun bera fram í neðri deild, breytingatillögu í þá átt að fella þessa grein niður.“ Þegar efri deild afgreiðir málið er Nýsköpunarstjómin farin frá og ríkisstjóm undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar tekin við Emil er áfram ráðherra, og fer með iðnaðarmál í nýju stjóminni eins og hinni fyrri. Stjóm INSÍ felur Erlendi Guðmundssyni og Daníel G. Einarssyni að ganga á fund ráðherra. Þeir hitta Emil í vikunni á eftir, og koma með þau skilaboð að hann muni leggja til í neðri deild að ákvæðið sem Páll Zóphóníasson kom inn í frumvarpið í efri deild verði fellt út „en ef það fengist ekki myndi hann beita sér fyrir því að frumvarpið yrði ekki afgreitt að svo stöddu,“ eins og segir í fundargerð stjómarfundar. Stjóm INSÍ er sammála ráðherranum, - hún vill heldur láta málið bíða en að fá vond iðnfræðslulög. „Óhamingja" i&na&arins - andstaða meistara Það var svo ekki fyrr en 16. maí 1949 að ný iðnfræðslulög eru loks sett á Alþingi, í stórum dráttum eins og milliþinganefndin hafði lagt til haustið 1945. Ekki gekk síðasta lotan þrautalaust fyrir sig. Páll Zóphoníasson hélt til streitu tillögu sinni, sem sigldi málinu í strand 1947 og tók auk þess upp tillögu Gísla Jónsonar um launaleysi iðnnema í verkföllum. Loks er fmmvarpið samþykkt en ekki er hægt að segja að þingmenn hafi verið upprifnir eða áberandi lukkulegir með þessa afurð sína, því að við lokaafgreiðslu málsins í neðri deild greiddu einungis 10 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 2 vom á móti, 10 greiddu ekki atkvæði og 13 vom fjarverandi! Sumum þingmönnum, sem ekki lögðu málinu lið hefur kannski verið nokkur vorkunn, því þeir höfðu fyrir framan sig svohljóðandi bréf frá 163 meisturum: „Vér undirritaðir iðnmeistarar leyfum oss hér með að senda hinu háa Alþingi áskomn um að breyta núgildandi iðnaðamámslöggjöf þannig: Að felld verði niður þau ákvæði, er mæla svo fyrir, að meistarar og iðnfyrirtæki verði að kosta nemendur til bóklegs náms í Iðnskóla eða öðmm skólum, heldur verði sett ákvæði um það, að nemendum beri að hafa lokið prófi í hinum bóklegu greinum áður en þeir hefja iðnnám sitt, og að á meistara verði ekki lagðar neinar skyldur um það, að sjá þeim fyrir iðnskólanámi. Því það er komið á daginn, að meistarar em mjög famir að draga sig í hlé með að taka nemendur til iðnaðamáms, eftir þeim lögum, sem nú gilda um þá hluti. Það er hvort tveggja, að meistumm er gert að skyldu að kosta nemendur sína í skóla, samtímis því að þeir em að læra iðnnámið sjálft (verklega)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.