Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 16

Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 16
Vcrknicnntaskólinn á Akureyri var stofnaður 1. júní 1984 og var settur i fyrsta sinn 1. september sama ár. Verkmenntaskólinn er framhaldsskóli og starfar eftir lögum, reglugerðuni og námsskrá fyrir framhaldsskóla. Hann er rekinn eftir áfangakerfi. Skólinn er til húsa í nýbyggingu á Eyrarlandsholti nema tréiðnadeildin og hússtjórnarsviðið, sem eru við I’órunnarstræti. Nemendur í dagskóla hafa verið undanfarna vctur um 950-1050 og koma þeir úr öllum landsfjórðungum, en lang- flestir þó frá Akureyri og öðrum norðlensk- um byggðum. Við skólann er auk dagskóla starfrækt öldungadeild og meistaraskóli og fjar- kennsla með tölvum. Einnig býður skólinn upp á ýmis námskeið ætluð almenningi. Engin heimavist er við skólann, en nemendur reka matsölu. Nemendafélag skólans heitir Þórduna og á vegum þess dafnar blómlegt félagslíf. Fornám Skólinn býður nemendum sem hafa undir 5 á grunnskólaprófi i samræmdum greinum upp á fornám Einnig stendur það til boða þeirn Iðnneminn sem ekki hafa verið í skóla um nokkurt skcið og vilja rifja upp kunnáttu sína. Fornám við skólann er tvcggja anna nám í bóklegum og verklegum greinum. Auk bóklegra greina hefur verið boðið upp á íþróttir, listgreinar, matreiðslu, málm- iðnagreinar, rafiðnagreinar, tréiðnagreinar og vélstjórnargreinar. Fullnægjandi árangur veitir rétt til náms á almennum brautum skólans. Fullorðinsfræðsla Við Verkmenntaskólann er starfrækt fullorðinsfræðsla sem stendur fyrir fjölbreyttu námskeiðahaldi fyrir almenning. Má þar nefna tungumála-og tómstunda- námskeið auk tölvunámskeiða. Auk þessara almcnnu námskeiða hefur fullorðins- fræðslan staðið fyrir ýmiskonar námskciðum í samvinnu við félaga- og hagsmunasamtök. Má þar nefna íslenskunám fyrir nýbúa í samvinnu við Menntamálaráðuneytið. Áhersla er lögð á að stilla þátttökugjiildum í hóf svo að sem flestir geti nýtt sér þessa þjónustu. Öldungadeild I öldungadeild Verkmenntaskólans er unnt að stunda nám til lokaprófs á ýmsum brautum sem og til stúdentsprófs. Kennsla fer fram á kvöldin frá klukkan sex til liálf ellefu fjóra daga vikunnar. Að jafnaði eru kenndir helmingi færri tímar en gerist í dagskóla í sömu greinum. Fjarkennsla Fjarkcnnsla Verkmenntaskólans á Akureyri hófst á vorönn 1994. Hún er enn talin á tilraunastigi. námsefni, yfirferð, náms- kröfur og annir eru miðuð við ahncnnan dagskóla á framhaldsskólastigi. Kcnnsla fer eingöngu fram um tölvur í samvinnu við Islenska menntanetið og próf eru tekin í heimabyggð nemandans. Þessi námsaðferð er ekki síst hugsuð sem raunhæfur valkostur fyrir ncmcndur, sem ekki hafa kost á hefðbundinni skólagöngu. Þegar hefur verið byggt upp verulegt námsframboð og stefnt er að því, að

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.