Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 18
18 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Nú á dögunum hafði Gylfi Magnússon orð á því í
erlendu blaði að íslenskir banka-
menn hefðu verið þeir verstu í
heimi. Fréttin á vísir.is hafði hins
vegar fyrirsögnina: Íslenskir
bankamenn þeir verstu í heimi.
Þarna var ekki skilið á milli for-
tíðar og nútíðar eins og eðlilegt
væri að gera. Gylfi var að tala um
þá sem stýrðu bönkunum á einka-
væðingartímabilinu en ekki þá
sem gera það nú, hvorki stjórn-
endur né starfsmenn. Blaðamað-
ur vísir.is kaus hins vegar að líta
fram hjá þeirri staðreynd, enda
meira krassandi þannig. Gylfi
hefði líka getað sagt að íslensk-
ir stjórnmálamenn hefðu verið
þeir verstu í heimi eða að íslensk-
ir eftirlitsaðilar hefðu verið þeir
verstu í heimi og þess vegna
íslenskir fjölmiðlar. Þetta eru
fleiri hliðar á sama málinu, en
það er einfaldara og meira krass-
andi að ráðast á bankamennina;
þeir liggja best við höggi.
Þetta er veruleiki sem starfs-
menn bankanna hafa þurft að
búa við á síðasta ári og gera það
enn. Í umræðunni er ekki skilið á
milli fortíðar og nútíðar og allir
settir undir einn og sama hatt-
inn. Þannig sagði forsvarsmaður
verkalýðsfélags á Austurlandi að
hann ætlaði að stefna sjóðsstjór-
um Landsvaka hf. fyrir að hafa
gefið sér rangar upplýsingar og
fjölmiðlar átu það gagnrýnislaust
upp eftir honum. Margir þeirra
sem voru sjóðsstjórar á þessum
tíma eru löngu farnir og aðrir
komnir í staðinn og þar að auki
hafði þessi góði maður aldrei haft
samskipti við sjóðsstjóra Lands-
vaka, en það var hasar í fréttinni
og fréttamenn RÚV átu hana upp
gagnrýnislaust.
Það er auðvitað skiljanlegt að
staðan sé svona; hrun bankakerf-
isins fór illa með marga. Traust
viðskiptavina á fjármálakerfinu
er enn stórskaddað og venjulegt
fólk skildi aldrei hvað var á seyði
innan þess síðustu ár. Afleiður
og ofurlaun, bónusar og kross-
eignatengsl og annað álíka var
algerlega ofvaxið skilningi fólks.
Kerfið hrundi og niðurstaðan
var sú að ríkið kom til bjargar.
Skattgreiðendur borga brúsann
að öllu leyti (enn sem komið er
allavega). Áreiðanleiki, sem var
áður grundvallarhugtak í banka-
viðskiptum, var orðið afbakað
hugtak og því erfitt að nota það
áfram. Það mun taka langan tíma
að skapa þennan áreiðanleika
aftur.
Á síðastliðnu ári hafa starfs-
menn bankanna unnið hörðum
höndum að því að endurskapa
nýtt kerfi við nýjar aðstæður
og endurskapa traust og tiltrú á
kerfinu. Þetta fólk býr við þær
aðstæður að vera sífellt tengt við
fortíðina. Í þessum heimi eiga
allir sér fortíð, bankamenn, eftir-
litsaðilar og stjórnmálamenn.
Sumir eru farnir og sumir eru
eftir eins og gengur. Sumir réðu
og höfðu mikil áhrif í gamla kerf-
inu, þeir eru flestir farnir. Marg-
ir þeirra sem eru eftir höfðu ekki
svo mikil áhrif og gagnrýndu
stundum stöðuna eins og hún
var þá. Viðskiptavinir bankanna
eiga sér líka fortíð og nútíð. Á
undanförnum árum stjórnaðist
fólk mestmegnis af ábatavon. Þá
var fyrst og fremst hugsað um
hæstu vexti og arð. Þá tíðkaðist
ekki almennt hjá fólki að spyrja
um öryggi. Ef fólk fékk ekki það
sem það vildi í einni fjármála-
stofnun hótaði það einfaldlega
að fara í einhverja aðra og gerði
það oft. Það er auðvitað erfitt að
rifja þetta upp, en á þessum tíma
ætluðu margir að græða með ein-
hverjum hætti.
Strax eftir bankahrunið
stjórnaðist fólk fyrst og fremst
af hræðslu, og þá var fyrst og
fremst hugsað hvar öruggast
væri að geyma peningana, ef
þeir voru þá á annað borð til.
Síðan hefur viðhorf fólks ákvarð-
ast fyrst og fremst af öryggi og
mestur hluti fjár er varðveittur
í innlánum. En sú staða á eflaust
eftir að breytast, ábatavonin mun
aftur fara að skipta máli, en fólk
mun þá vita betur en áður að það
eru takmörk á ávöxtunarmögu-
leikum, gengishagnaði og svo
framvegis og að það verður að
treysta eigin dómgreind og upp-
lýsingum betur en áður var.
Fjármálageirinn hefur bundist
raunhagkerfinu aftur og horf-
ið frá því gervihagkerfi sem var
byggt upp á undanförnum árum.
Fjármálageirinn er að hverfa til
baka að upprunalegu hlutverki
sínu sem er að greiða fyrir við-
skiptum í raunhagkerfinu með
sem virkustum hætti sem byggir
á gegnsæi, áreiðanleika og ein-
faldleika. Þessi þróun á eftir að
taka langan tíma, en til þess að
þetta takist vel er mikilvægt að
skilið sé á milli fortíðar og nútíð-
ar í umræðunni um fjármála-
geirann. Hann er á réttri leið,
þar starfar fólk sem hefur lært
af biturri reynslu og það þarf að
veita því skjól til þess að sinna
sínum störfum með eðlilegum
hætti.
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Landsvaka hf.
Verstir í heimi?
Framtíðarsýn borgarbúa
UMRÆÐAN
Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar
um borgarmál
Í þessari viku hófust hverfa-fundir í borginni um nýtt
aðalskipulag Reykjavíkur sem
nær fram til ársins 2030 en
með skipulagssýn allt til árs-
ins 2050. Þetta er gríðarlega
mikilvægt verkefni og mikið
undir að vel takist til. Vinnu-
ferlið verður ekki hin hefð-
bundna aðferð að setja saman og afgreiða skipu-
lagstillögu í nefndum og ráðum borgarinnar og
leita síðan eftir afstöðu borgarbúa eftir á. Við
snúum ferlinu við, byrjum á að leita álits borgar-
búa og auglýsum eftir skipulagshöfundinum sem
býr innra með hverjum og einum. Við höfum trú
á því að frjóar hugmyndir komi frá borgarbúum
sjálfum sem þekkja sitt nærumhverfi og vonum að
þeir leggi sitt af mörkum við að skapa nýja fram-
tíð. Aðalskipulagið gæti allt eins heitið framtíðar-
sýn Reykjavíkur. Það fjallar um lífsgæði í víðum
skilningi enda fylgir því stefnumótun sem tekur til
allra þátta mannlífsins.
Á tíu fundum í öllum hverfum borgarinnar sem
efnt verður til næstu vikurnar munum við ræða
skipulagsmál, búsetukosti, umhverfismál, sjálf-
bærni, gæði hins manngerða umhverfis, þéttingu
byggðar, vaxtarskilyrði atvinnulífsins, fjölbreyti-
leika, samgöngumáta og margt fleira. Fundirnir
eru byggðir upp sem hugmyndasmiðjur þar sem
lagt er upp úr að allir geti komið á framfæri sínum
hugmyndum eða fræðst um þá valkosti sem til
umfjöllunar eru við mótun tillögunnar. Í sam-
vinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík fá börnin
skemmtileg skipulagsverkefni til úrlausnar.
Aðalskipulagið er kjölfestan í skipulagsmálum
næstu árin. Það má líkja því við stjórnarskrána
sem lög og réttarheimildir mega ekki fara á svig
við. Á sama hátt verða deiliskipulagsáætlanir
einstakra reita og hverfa að vera í samræmi við
aðalskipulagið og byggjast á því. Það skiptir þess
vegna miklu máli að hugmyndir og vilji borgarbúa
endurspeglist í þeirri framtíðarsýn sem aðalskipu-
lagið hefur að geyma.
Höfundur er formaður skipulagsráðs Reykjavíkur.
JÚLÍUS VÍFILL
INGVARSSON
ARI SKÚLASON
Í DAG | Bankastarfsfólk
helgi á Korputorgi um helgina.
S
amkvæmt fréttum gærdagsins mun Íbúðalánasjóður að
öllum líkindum eignast um eitt hundrað íbúðir á Egils-
stöðum og Reyðarfirði til viðbótar við þær sextíu íbúðir
sem sjóðurinn á þar fyrir. Íbúðirnar eru flestar í fjölbýl-
ishúsum og talsverður hluti þeirra stendur auður. Þetta
eru íbúðir sem byggðar voru til að mæta væntanlegri fólksfjölgun
á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði en sú fólksfjölgun
gekk ekki eftir nema að hluta. Offjárfestingin nemur í þessu til-
felli einhverjum milljörðum.
Austfirðingar eru sannarlega ekki einir um að hafa gert ráð
fyrir meiri fólksfjölgun en raun varð á. Lengi hefur legið fyrir að
gríðarleg offjárfesting liggur í hálfbyggðu og fullbyggðu íbúðar-
húsnæði sem enginn býr í og fyrir liggur að muni ekki seljast á
allra næstu árum. Þetta á ekki síst við um höfuðborgarsvæðið og
Austurland. Verðmætin liggja ekki aðeins í byggingunum sjálfum
heldur hafa sveitarfélögin lagt gríðarlegt fjármagn til þess að
byggja megi upp ný hverfi.
Talið er að íbúðir á byggingarstigi séu fleiri en þrjú þúsund á
höfuðborgarsvæðinu og lóðir sem eru tilbúnar undir byggingu eru
enn fleiri, á fimmta þúsund. Verðmæti íbúðanna nemur tugum
milljarða og er þá ótalinn sá kostnaður sem sveitarfélögin sjálf
hafa lagt til við uppbyggingu nýrra hverfa, svo sem við gatnagerð
og veitukerfi. Sá kostnaður nemur einnig tugum milljarða.
Nú er það svo að heilmiklar rannsóknir eru unnar og spár gerð-
ar um fjölgun fólks og búsetuþróun, að einhverju leyti jafnvel
á vegum sveitarfélaganna sjálfra. Svo virðist þó sem þau hafi
verið heldur lin við að færa sér þessar upplýsingar í nyt. Þvert
á móti hljóp þeim kapp í kinn við að laða til sín fólk með því að
skipuleggja ný hverfi og bjóða fram lóðir og sáust greinilega ekki
fyrir um afleiðingarnar.
Þenslan varð gríðarleg og margir ætluðu sér að auðgast í
byggingarbransanum, og tókst það líka framan af. Gróðavonin
hljóp þó með byggingaverktaka í gönur. Þó verður að benda á
að skipulagsvaldið var ekki í þeirra verkahring. Það liggur hjá
sveitarfélögunum. Þau áttu að hafa yfirsýnina, horfa til framtíðar
og notfæra sér rannsóknir en gerðu ekki. Niðurstaðan er þessi
gríðarlega offjárfesting sem þeir sem sveitarfélögunum stýra
bera ábyrgð á.
Skaðinn er mikill og liggur ekki eingöngu í offjárfestingunni.
Ljóst er að hér þarf ekki að byggja nýtt íbúðarhúsnæði næstu
árin, en það hefur veruleg áhrif á atvinnustigið í landinu.
Nú er búið að byggja allar þessar íbúðir og því verður ekki
breytt. Úr því sem komið er hlýtur aðalatriðið að vera að sveitar-
félögin læri af þessari bitru reynslu þannig að sagan endurtaki
sig ekki.
Það byggingaræði sem tók hér völdin og stóð fram á síðasta
ár var engu líkt. Ekki var hlustað á varnaðarorð heldur geystust
menn áfram. Þetta má ekki endurtaka sig. Sveitarfélög verða
að sýna ábyrgð og skipuleggja í samræmi við raunveruleika en
ekki tálsýn.
Tugmilljarða offjárfesting í íbúðarhúsnæði:
Ofmettaður
markaður
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Ónýtt tækifæri
Á þessum stað í gær var rætt um það
einstaka tækifæri sem Jón Bjarnason
sjávarútvegsráðherra hefði til að
sannfæra útgerðarmenn milliliða-
laust um ágæti þeirrar hugmyndar
að taka af þeim kvótann,
þjóðinni til heilla. Það er jú
stefna flokks hans og raunar
ríkisstjórnarinnar. Skemmst
er frá því að segja að það
tækifæri var skelfilega illa nýtt.
Í langri ræðu sinni, um 3.600
orð í word, er ekki
minnst á innköll-
un aflaheimilda.
Ekki orði. Ekki
múkk.
Hef ekki skoðun
Ráðherra minnist reyndar á vinnuhóp
til að „fara yfir stóru drættina og
álitaefnin í fiskveiðistjórnunarkerfinu“
sem þýðir kvótainnköllun. Skoðun
sína viðraði hann þó ekki; taldi rétt
að hópurinn starfaði án hans
íhlutunar.
Hann er jú
bara ráð-
herra.
Lítið hefur breyst
Orðræða fjölmiðla í garð mótmæl-
enda hefur löngum verið neikvæð.
Þeir hafa verið kallaður skríll og
múgur og sakaðir um að leigja sig til
mótmæla; vera svokallaðir atvinnu-
mótmælendur. Þeir sem héldu
að búsáhaldabyltingin og almenn
mótmæli hennar hefðu breytt orð-
ræðunni hafa orðið fyrir vonbrigðum
með frétt Fréttablaðsins á þriðjudag.
Þar sagði nefnilega af væntanlegum
„öfgasinnuðum mótmælendum“
sem boðuðu komu sína til Kaup-
mannahafnar. Þeir sem mótmæla
hljóta jú að vera öfgasinnaðir.
Trauðla læra gamlir hundar að sitja
úr þessu. kolbeinn@frettabladid.is