Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 38
6 • Sveinbjörn Thoraren- sen, best þekktur sem Hermigervill, segist vera analog-græju-fetish-frík. Það þýðir í stuttu máli að áhugi hans á hliðrænum græjum er nánast af- brigðilegur. Þú ert analog-græju-fetish-frík, not- astu eingöngu við hliðrænan búnað eða notarðu stafrænt sem líkir eftir hinu hliðræna? „Ég er gjörsamlega veikur fyrir ana- log synthum frá sirka 1975-1985. Þessi ár voru án efa gullöld hljóðgervlanna. Ég nota nær eingöngu analog í stúd- íóinu. Hins vegar er mér illa við að taka þessar viðkvæmu og sjaldgæfu græjur á tónleikaferðalög, þannig að ég er með sértónleika-uppstillingu sem samanstendur mest af ódýrum stafrænum synthum sem auðvelt er að ferðast með og skipta út ef þeir brotna eða bila. Auk synthanna er ég með slatta af öðru analog-dóti, til dæmis teipvélar, rafmagnspíanó, trommuheila og effekta. Munurinn á hljóðtöf (e. delay/echo) sem byggist á tölvukubbi annars vegar og segul- bandi hins vegar er stjarnfræðilegur. Auðvitað hefur hvor tæknin sitt notagildi, og það væri vitleysa að einskorða sig við annað hvort. Hvað er sérstakt við analog? „Analog er eins og Mick Jagger – alvöru ósvikinn karakter, rokkað, hrátt, óhlýðið, kynþokkafullt. Þannig á tónlist líka að vera.“ Ertu með einhverjar sérstakar vinnuaðferðir þegar þú tekur upp plötu, gerirðu allt í sérstakri röð eða flæðir þetta hjá þér á tilviljanakennd- an hátt? „Ég veit nákvæmlega hvað það er sem ég vil alveg frá upphafi. Það mætti segja að ég heyri plötuna í heild sinni í hausnum á mér áður en ég byrja að taka upp. Þá er það bara að útsetja og taka upp part fyrir part, rás fyrir rás. Algjör þrælavinna í rauninni. Þetta er eins og risavaxið púsluspil sem maður vinnur að jafnt og þétt. Maður byrjar yfirleitt á köntunum og vinnur sig inn þangað til maður er farinn að sjá heildarmyndina.“ Hvað ertu búinn að eyða miklum peningum í græjur? „Ég gæti næstum borgað upp Icesa- ve fyrir andvirðið. Á móti kemur að ég hef lítið borðað síðustu árin.“ Hvar finnurðu græjur? „Hér í Belgíu og Hollandi er auðvelt að finna hluti í gegnum Netið. Ég hef ferðast til alls konar krummaskuða til að sækja græjur og hef í leiðinni kynnst mörgum furðufuglum sem eru á svipaðri bylgjulengd.“ Ertu svo mikið græjufrík að áhug- inn er orðinn kynferðislegur? „Nei, en svokallaðir „objectosexuals“ eru til í alvörunni og þeir eiga við alvarlegt vandamál að stríða. Til dæmis er vitað um konu sem varð ástfangin af parísarhjóli og stundaði við það kynmök í skjóli nætur. Ef ég væri þannig hneigður, þá myndi ég án efa leggjast í rekkju með Rhodes- rafmagnspíanóinu mínu.“ atlifannar@frettabladid.is POPPGÚRÚINN: HERMIGERVILL ER ANALOG-GRÆJU-FETISH-FRÍK DÓTAKASSINN Roland Jupiter-6, Korg MS-20, SCI Pro-One, Moog Prod- igy, Fender Rhodes, Roland Juno-60, Korg Polysix, Roland SH-101, Teisco SX-400, Yamaha CS10, Moog Theremin. GÆTI BORGAÐ ICESAVE MEÐ GRÆJUNUM NÝJA GRÆJAN: „Ég er í bindindi þessa dagana. Nýjasta græjan er því lítil míní-blokk- flauta sem ég fékk gefins nýlega. Ég nota hana aðallega til þess eins að vera óbærilega pirrandi.“ VERK HERMIGERVILS: – Þrjár Hermigervilsplöt- ur: Lausnin, Sleepwork og Hermigervill leikur vinsæl íslenzk lög. – Ógrynni remixa, meðal annars fyrir GusGus, Quarashi, Sometime, Worm is Green, Reykja- vík! og fleiri. Var að klára skemmtilegt remix fyrir FM Belfast í síðustu viku. VERKEFNIÐ: „Ég er að leggja loka- hönd á sólóplötuna hans Davíðs Berndsen sem heitir Lover in the Dark. Platan varð til vegna ástar okkar beggja á 80‘s synthapoppi. Þess má til gamans geta að mæður okkar heita báðar Eydís eins og „eighties“. Ég held að það sé merki. Það mætti segja að þessi plata sé Hermigervils- plata í dulargervi. Svo er ég með tvær aðrar plötur á leiðinni en þær eru enn leyndó.“ FJÖLSKYLDUMYND Hermigervill ásamt börnunum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.