Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 24
24 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Sigríður Guðlaugsdóttir
skrifar um hjálparstarf
Enza
Ég vaknaði upp við það að mamma var
að reyna að kyrkja mig,“
sagði Bianca hágrátandi
þegar hún bankaði upp á
hjá Hjálparsamtökunum Enza í
Suður-Afríku um miðja nótt. „Ég
hef engan annan stað að fara á.“
Bianca er 16 ára og varð ófrísk
eftir hópnauðgun í fátækrahverf-
inu sínu í Suður-Afríku. Hún var
gerð brottræk úr samfélaginu af
því að staða hennar var svo mik-
ill smánarblettur á fjölskyldunni.
Eftir að hafa fengið húsaskjól á
mæðraheimili og gefið nýfætt
barnið til ættleiðingar átti hún í
engin hús að venda. Hún ákvað
samt að snúa aftur í foreldrahús
sem hún hélt að væru öruggur
staður. Þetta var í annað skipt-
ið sem mamma hennar reyndi
að fyrirfara henni. Stjúpi hennar
hafði skömmu áður í skjóli nætur
reynt að nauðga henni. Enginn
bar virðingu fyrir Biöncu. Hún
var úrhrak.
Ég man sorgina í augum þess-
arar fallegu stúlku nokkru áður
þegar hún var komin tæpa níu
mánuði á leið og bjó á mæðraheim-
ilinu fyrir ófrískar konur sem
ProCare, systursamtök íslensku
hjálparsamtakanna Enza, reka.
Með tárvot augu sagðist hún elska
barnið sem hún bar undir belti
þrátt fyrir hörmulega reynslu, og
að vita ekki hver faðirinn væri.
Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs
hennar – að gefa barnið til ætt-
leiðingar. Hún grét. En hún vissi
að það var best fyrir litla barn-
ið. Hún myndi ekki geta búið því
mannsæmandi líf.
Bianca er aðeins ein af fjöl-
mörgum stúlkum sem eru fórn-
arlamb nauðgana. Suður-Afríka
hefur nefnilega þann vafasama
heiður að vera það land þar sem
nauðganir eru flestar á heims-
vísu. Þar er konu nauðgað á 27
sekúndna fresti.
Á síðasta ári tókum við okkur
saman sjö íslenskar konur og
stofnuðum Enza-hjálparsamtökin
skammt frá Höfðaborg í Suður-
Afríku, en ein okkar býr á svæð-
inu og heldur utan um starfið.
Við vitum ekki til þess
að önnur hjálparsamtök í
heiminum sinni sérstak-
lega þessum hópi stúlkna
og kvenna. Við ákváðum
hins vegar að styðja og
miðla til þessa ólánsama
hóps á þessu svæði. Fyrir
okkur eru viðhorfin sem
ríkja í þeirra garð óskilj-
anleg. Við búum við þau
forréttindi að njóta stuðn-
ings samfélagsins og þykir ekk-
ert sjálfsagðara en að búa við þau
réttindi að kjósa okkur fjölskyldu-
form við hæfi. Þar fyrir utan
finnst okkur eðlilegt að nærsam-
félagið styðji við þann sem lend-
ir í jafn skelfilegum aðstæðum
og þessar stúlkur. Það er illskilj-
anlegt að vera ofan á allt saman
útskúfað af þeim sem standa
manni næst.
Auður Capital veitti okkur styrk
fyrr á árinu til að reisa fræðslu-
miðstöð inni í fátækrahverfinu.
Tölvu- og lífsleikninámskeiðin
færast því bráðlega af skrifstofu
systursamtaka okkar yfir í Enza-
skólann og hægt verður að bjóða
upp á fjölbreyttara námsefni fyrir
Enza-stelpurnar og aðrar konur
í fátækrahverfinu. Þær skortir
verulega menntun og kunnáttu til
að komast í tækifærin sem eru til
staðar. Fjáröflun sem nú stendur
yfir hjá Enza er ætlað að standa
undir rekstri skólans og byggingu
tímabundins heimilis fyrir stúlk-
urnar á meðan þær eru að fóta sig
í tilverunni á ný.
Ég er ein af þeim sem fyllast
vellíðan við vissuna um ég hafi
stuðlað að betra lífi annarrar
manneskju. Við höfum það nefni-
lega svo gott á Íslandi þrátt fyrir
kreppu og efnahagslegar hremm-
ingar. Við erum í hópi um það bil
þriðjungs af mannkyni sem hefur
örugglega í sig og á. Það eru mikil
forréttindi ef maður lítur á hlut-
ina í stærra samhengi.
Þegar þú leggur öðrum lið með
vinnu þinni eða fjármunum og
heldur að þú sért að „hjálpa“ þeim
eru þeir í raun að hjálpa þér að
verða betri manneskja – Að gefa
er að þiggja.
(Af internetinu - höfundur
ókunnur.)
Ert þú aflögufær?
Höfundur er stjórnarmaður
Enza-hjálparsamtökunum
- enza.is.
Að gefa er að þiggja
SIGRÍÐUR
GUÐLAUGSDÓTTIR
Ánægjuleg tíðindi
UMRÆÐAN
Karl V. Matthíasson
skrifar um umferðar-
öryggi
Þær fréttir að alvarleg-um umferðarslysum
hefur fækkað frá síðasta
ári um tæp 17% eru mjög
ánægjulegar. Sérstaklega
er vert að benda á þetta því það
hefur alls ekki dregið úr umferð-
inni, nema síður sé.
Hvað veldur þessari ánægju-
legu þróun? Ákvæði í umferð-
arlögum um akstursbann vegna
umferðarlagabrota þeirra sem
eru með bráðabirgðaskírteini eiga
örugglega sinn þátt í þessu. Þá er
ég líka viss um margir ungir öku-
menn gera sér betur grein fyrir
þeirri ábyrgð sem því fylgir að
vera úti í umferðinni. Löggæsla
og eftirlit hefur líka auðvitað sitt
að segja í þessum efnum. Vanga-
veltur eru einnig um að menn aki
betur, lifi hægar í kreppunni og
hugsi öðruvísi en þegar mamm-
ons dýrkunin og mammons æðið
var sem mest. Þeir sem hugsa um
hin raunverulegu verðmæti lífs-
ins eru að mínu mati líklegri til
að sýna mikla aðgát og árvekni í
umferðinni. En hvað sem þessu
öllu líður getum við búist við því
að þetta verði allt betur greint
í slysaskýrslu sem kemur út á
vegum Umferðarstofu, væntan-
lega í febrúar.
Eitt langar mig til að minna
alla á. En það eru endur-
skinsmerkin. Ég var á
ferð að kvöldlagi í hverf-
inu mínu fyrir fáeinum
dögum og skuggsýnt var
orðið. Þarna er 30 km
hámarkshraði og þótt ég
æki á minni hraða lá allt
í einu við slysi því dökk-
klæddur unglingspiltur
stökk allt einu fyrir bíl-
inn. Ég náði sem betur
fer að stoppa í tæka tíð, en hefði
hraðinn verið meiri er næsta víst
að slys hefði orðið. Hér vil ég
fullyrða að ég hefði séð drenginn
miklu fyrr hefði hann notað end-
urskinsmerki.
Endurskinsmerkin eru ekki dýr
vara og hægt er að verða sér úti
um þau á ýmsum stöðum. Ég skora
á alla sem eru á ferð í kvölddimm-
unni að nota endurskinsmerki því
þau auka öryggið í umferðinni.
Þetta á auðvitað líka við um börn-
in okkar sem fara í skólann árla
morguns áður en dagsbirtu nýtur.
Þau geta gleymt sér og hlaupið út
á götuna án nokkurs fyrirvara og
þá er gott að hafa séð þau áður en
maður er kominn alveg að þeim.
Endurskinsmerki gegna mjög
mikilvægu hlutverki í umferð-
aröryggi og notkun þeirra getur
komið í veg fyrir alvarleg slys,
sem alltaf valda ómældum þján-
ingum.
Stuðlum áfram að betri umferð-
armenningu og um leið betra lífi.
Höfundur er vímuvarnaprestur
og formaður Umferðarráðs.
KARL V.
MATTHÍASSON
Lúterskar fríkirkjur
og stjórnarskráin
UMRÆÐAN
Prestar skrifa um fríkirkjur
Ört vaxandi fjöldi Íslendinga, nú um 17.000 manns, hefur
kosið að tilheyra evangelísk-lút-
erskum fríkirkjum. Á undanförn-
um áratug hefur fríkirkjufólki
fjölgað um allmörg þúsund. Á
sama tíma fækkar hlutfallslega í
þjóðkirkjunni þrátt fyrir þá millj-
arða króna sem hún fær frá rík-
inu hvert ár.
Nú stendur fyrir dyrum endur-
skoðun á lögum um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar nr.
78/1997.
Í þeim lögum, sem og í sérstök-
um samningi milli ríkis og þjóð-
kirkju sem einnig var gerður
fyrir um áratug um kirkjusögu-
legan arf Íslendinga, er látið sem
evangelísk-lúterskar fríkirkjur
séu ekki til. Það veldur verulegum
ójöfnuði hvað varðar fjárhag og
starfsaðstöðu lútersku fríkirkn-
anna samanborið við þjóðkirkj-
una. Þó hefur lúterska fríkirkju-
hreyfingin verið við lýði hér á
landi nokkuð vel á annað hundr-
að ár, svo til allan þann tíma sem
trúfrelsi hefur ríkt í landinu.
Ekki er að sjá að þessi mismun-
un samræmist ákvæði Stjórnar-
skrár Íslenska lýðveldisins en í
62. gr. segir: „Hin evangelíska lút-
erska kirkja skal vera þjóðkirkja
á Íslandi, og skal ríkisvaldið að
því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Þegar evangelísk-lútersku
fríkirkjurnar voru stofnaðar á
sínum tíma sem sjálfstæð trú-
félög var það sannarlega í anda
lýðræðis og jafnræðis. Einmitt
þeirra fegurstu gilda sem er að
finna í lúterskri trúarhefð, þeirra
gilda sem þjóðin helst getur sam-
einast um.
Í ljósi þess mikla meðbyrs sem
lúterskar fríkirkjur hafa haft síð-
ustu árin er mikilvægt að ríkis-
stjórn Íslands og Alþingi taki
fullt tillit til þeirra við endur-
nýjun laga og samninga er varða
samband ríkis og kirkju.
Safnaðarmeðlimir lútersku
fríkirknanna eru alveg fullgild-
ir erfingjar þess kirkjusögulega
arfs sem ríkið greiðir nú árlega
til þjóðkirkjunnar.
Það er vissulega í anda þeirr-
ar lýðræðislegu endurskoðunar
og þeirra stjórnsýsluumbóta sem
núverandi ríkisstjórn boðar og
stendur að.
Fyrir hönd evangelísk-lúterskra
fríkirkna á Íslandi:
Hjörtur Magni Jóhannsson
prestur, fyrir hönd Fríkirkjunn-
ar í Reykjavík; Einar Eyjólfs-
son prestur og Sigríður Kristín
Helgadóttir prestur, fyrir hönd
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði;
Pétur Þorsteinsson prestur, fyrir
hönd Óháða safnaðarins; Frið-
rik Schram prestur, fyrir hönd
Íslensku Kristskirkjunnar.
rlegum dekkjaprófunum sem haldin eru af Test World í Norður Finnlandi
Afgreiðslutímar í
Sólningu, Smiðjuvegi og
Barðanum, Skútuvogi
Virka daga 8.00–18.00
Laugardaga 9.00–13.00
Skútuvogi 2 | 104 Reykjav ík | S ími 568 3080
Öruggari vetrardekk
*Samkvæmt könnunum norska bifreiðaeigenda www.naf.no
Dekkin undir bílnum þínum eru ekki síður
mikilvæg fyrir öryggi þitt en öryggisbeltið
og loftpúðinn. Slitin eða léleg dekk auka
hemlunar vegalengd og draga úr rásfestu og
stöðugleika bílsins.
Í árlegum öryggisprófunum Samtaka norskra
bifreiðaeigenda (NAF) á vetrardekkjum skipa
dekk frá Continental og Hankook sér meðal
þeirra fi mm öruggustu.*
Þú færð dekk frá Continental og Hankook hjá
Sólningu og Barðanum. Ekki tefl a á tvær hættur
og tryggðu fjölskyldunni hámarksöryggi.
Kópavogur, Smiðjuvegi 68–70 | Sími 544 5000
Njarðvík, Fitjabraut 12 | Sími 421 1399
Selfoss, Gagnheiði 2 | Sími 482 2722
SÓLNI G
www.solning.is www.bardinn.is