Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 21

Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 21
FÖSTUDAGUR 30. október 2009 21 UMRÆÐAN Ómar Sigurðsson skrifar um orkumál Sigmundur Einars-son skrifar grein um „Hinar miklu orku- lindir Íslands“ á vef- ritið Smuguna. Grein- in er um margt ágæt í umræðunni um orku- mál, en niðurstaða hennar er sú helst að ekki verði næga raforku að hafa eftir að virkjað hefur verið fyrir álver á Bakka og í Helguvík. Í síð- ari greininni „Orkudraumar á teikniborði Norðuráls“ á sama stað fer Sigmundur meira út í að munnhöggvast vegna pist- ilsins „Yfirdrifin orka fyrir Helguvík“ á heimasíðu Norður- áls. Sammerkt báðum greinum hans er að hann dregur mjög úr mati á mögulegri nýtingu jarð- hitasvæða á Reykjanesskaga. Ekki hefur hann nein gögn því til stuðnings eða rök til að gera það heldur lætur þar meira eigin tilfinningu ráða. Þannig minnk- ar hann rafafl þeirra svæða um minnst 400 MWe, sem leiðir hann síðan að fyrrgreindri ályktun. Reykjanesvirkjun og Krýsuvík Ef skoðaðir eru þeir virkjunar- kostir sem hann kýs að sleppa eða minnkar mat þeirra sem fyrir eru eftir eigin tilfinningu, þá er þar fyrst að nefna stækk- un Reykjanesvirkjunar. Stækk- un Reykjanesvirkjunar um allt að 100 MWe hefur þegar farið gegnum mat á umhverfisáhrif- um og umsókn um virkjana- leyfi hefur verið lögð inn. Þar telur Sigmundur að virkjunar- leyfi fáist ekki því niðurdráttur í jarðhitakerfinu sé talinn mik- ill af Orkustofnun, samanber til- vitnun í umhverfismatsskýrslu. Því er til að svara að þó að nið- urdráttur hafi orðið sneggri í jarðhitakerfi Reykjaness en víð- ast í öðrum jarðhitakerfum á Íslandi er hann ennþá minni en t.d. í Svartsengi og meira en tvö- falt minni en þekkist í rekstri jarðhitakerfa erlendis. Líkan- reikningar benda jafnframt til að eftir stækkun virkjunarinn- ar verði niðurdráttur þar vel innan ásættanlegra viðmiða og því engin ástæða að fella þenn- an virkjunarkost út sem orkuöfl- unarkost. Í öðru lagi lækkar Sigmund- ur mat Rammaáætlunar fyrir Trölladyngju-Krýsuvíkursvæð- ið úr um 480 MWe í 160 MWe eða niður í 1/3 af mati Rammaáætlun- ar. Aftur hefur hann engin gögn til þess önnur en að honum finn- ist það eðlilegt. Mat Rammaáætl- unar er hins vegar byggt á viður- kenndum aðferðum fyrir svæði þar sem takmörkuð gögn eru til- tæk. Þar er beitt svonefndri rúm- málsaðferð sem er viðurkennd aðferð til að gera fyrsta mat fyrir lítið þekkt jarðhitasvæði. Þar til frekari gögn liggja fyrir um Trölladyngju-Krýsuvíkur- svæðið eru ekki fyrir hendi rök til að breyta þessu mati. Tæknin er fyrir hendi Á ágætum opnum fundi Samorku, sem haldinn var 21. október sl. um sjálfbæra nýtingu jarðhitans (sjá samorka.is) kom fram í erindi Ólafs Flóvenz, forstjóra ÍSOR, að jarðhitamat frá 1985 áætlaði að innan gosbeltisins væri til stað- ar varmaorka í efstu 3 km jarð- skorpunnar sem gæti samsvarað rafafli yfir 36.000 MWe í 50 ár. Um 5-6% af flatarmáli gosbelt- isins eru á Reykjanesskaga og aflgeta hans gæti þannig verið yfir 1.900 MWe í 50 ár. Ef bætt væri við varmaorkunni á 3-5 km dýpi myndi aflgetan á Reykja- nesskaga meir en tvöfaldast og fara yfir 4.000 MWe. Á Reykja- nesskaga og að Þingvallavatni er nú þegar virkjað rafafl í jarðhita rúm 500 MWe eða um fjórðungur þess sem áætlað er að megi vinna á skaganum innan 3 km dýpis og aðeins um 12% þess sem áætlað er að vinna megi niður á 5 km dýpi. Þá má nefna að í umhverf- ismat hafa þegar farið væntanlegir virkjana- kostir á þessu svæði fyrir um 400 MWe. Er það innantómur draumur að hægt sé að vinna þennan varma forða á næstu árum? Vantar tækni til þess? Svarið er nei, tæknina vantar ekki. Við núverandi jarðhita- virkjanir eru boraðar vinnsluholur niður á allt að 3 km dýpi. Erlendis er algengt að bora holur niður á 5 km dýpi og hafa íslensk fyrirtæki tekið þátt í þannig borun. Þannig hafa fyrirtækin aflað sér reynslu og þekkingar sem slík borun krefst. Tæknin er þekkt og tækjabúnað- urinn til, en hann þyrfti að flytja til landsins. Talið er að lekt jarð- laga minnki með auknu dýpi vegna meiri samþjöppunar jarð- laganna. Því er ólíklegra að hitta á eins gjöfular vatnsæðar og nú eru nýttar því dýpra sem er farið. Hins vegar þarf það ekki að hamla nýtingu. Til er tækni til að brjóta berg á svo miklu dýpi og mynda þannig þá nauðsynlegu lekt sem flutningsmiðill varma- orkunnar þarf. Þó að þessi tækni (e. Engineered Geothermal Syst- ems) sé enn talin í þróun, eins og reyndar öll tækni, þá er hún reynd og hefur sannað notagildi sitt. Það má t.d. benda á þannig „manngerð“ jarðhitakerfi í Ástr- alíu. Til að beita þessari tækni hérlendis þarf lítið annað en að flytja inn tækjabúnaðinn til þess. Þetta er því ekki draumur. Rannsóknarboranir eru nauð- synlegar til að meta nánar afl, nýtingarhæfni og hagkvæmni nýtingar orkulinda, en þær eru oft settar í þung og tímafrek leyf- isveitinga-, umsagna- og skipu- lagsferli. Það eru því frekar tafir eða aðrar hömlur á rannsóknar- borunum sem geta valdið því að ætlaðir virkjunarkostir séu ekki tiltækir þegar markaður verður fyrir hendi til að nýta þá. Rangt er að halda því fram að orkulind- ir séu ekki nægar eða að áhugi orkufyrirtækja á varfærinni nýt- ingu þeirra sé ekki fyrir hendi. Höfundur er forðafræðingur HS Orku hf. Orkulindir Íslands eru miklar Er það innantómur draumur að hægt sé að vinna þennan varmaforða á næstu árum? Vantar tækni til þess? Svarið er nei, tæknina vantar ekki. Við núverandi jarðhitavirkjanir eru boraðar vinnsluholur niður á allt að 3 km dýpi.ÓMAR SIGURÐSSON Allur matur 990 kr Pepperoni baka fyrir djarfa krakka, 500 Kr Frítt gos Lifandi tónlist & ýmsar uppákomur 2 fyrir 1 af bjór og kaffi. Örugglega besti persneski maturinn á norðurslóðum Elham Tehrani,matvælafræðingur & matreiðsludama býður ykkur öll velkomin. Frá kl. 16:00, 30. okt til lokunar 31. okt . eldhrymnir.is • Höfðtatorg • Borgartún 14 • s. 561 0990

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.