Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 40
8 • Ef við byrjum bara á byrjuninni, hver er Sara Margrét? „Ég er 22 ára gömul, á danskan pabba og íslenska mömmu. Ég fædd- ist í Danmörku og bjó þar þar til ég var fjögurra ára gömul, þá fluttum við hingað til Íslands í nokkur ár. Níu ára flutti ég aftur til Danmerkur og bjó þar þangað til í maí í fyrra, en þá flutti ég heim og hóf stuttu seinna nám í leiklist.“ Af hverju ákvaðstu að flytja aftur til Íslands í nám? „Frá því að ég man eftir mér hefur leiklist verið draumur minn, en ég hafði líka mikinn áhuga á líffræði og var í rúmt ár í líffræði í Háskólanum í Kaupmannahöfn. Ég var samt ekki að fíla mig þar og áttaði mig á því að leiklistin væri málið. Ég ákvað að sækja um í leiklistina hér á Íslandi af því að mér leist best á skólann hér og ég saknaði Íslands. Mér til mikillar ánægju komst ég inn í skólann.“ Sara Margrét hefur vakið athygli fyrir hlutverk sitt sem hin barnslega einfalda kærasta Daníels í Vaktar- þáttunum. Þetta er stærsta hlutverk hennar til þessa en þrátt fyrir það er hún leiklistinni ekki alveg ókunn. Sem barn tók hún þátt í uppsetningu Borgarleikhússins á Línu Langsokk auk þess að hafa farið með hlutverk í kvikmyndinni Englum alheimsins. Hvað var það við leiklistina sem heillaði þig? „Amma mín, Margrét Helga Jóhann- esdóttir, er leikkona og þess vegna var ég mikið í kringum leiklist þegar ég var yngri. Ég heillaðist strax sem barn af leikhúsheiminum og vissi að þarna ætti ég heima. Ég gat þó lítið sinnt þessu áhugamáli í Dan- mörku því ég bjó í pínulitlum bæ þar sem tækifærin voru fá. Eftir að hafa leikið í Næturvaktinni blossaði þessi áhugi aftur upp og í kjölfarið sótti ég um í LHÍ.“ Ylfa þróast stöðugt Hvernig varð persónan Ylfa til? Á hún sér einhverja fyrirmynd í raun- veruleikanum? „Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir hlutverkið og var dugleg að fylgjast með fólki í kringum mig til að fá hugmyndir að týpunni. Ég reyndi að búa til heilt líf í kringum Ylfu því þeim mun meira sem þú veist um karakterinn þinn því auðveldara áttu með að ímynda þér hvernig hann bregst við í mismunandi aðstæð- um. Þegar ég er í karakter reyni ég að slökkva á heilanum, ætli það sé ekki auðveldast að útskýra það þannig, það er að segja, slökkva á Söru og kveikja á Ylfu. Þó það sé kannski ekki mikið til að kveikja á í hennar tilfelli. Ylfa hefur þróast mjög mikið í þáttunum. Hún fór frá því að vera afgreiðslustúlka í sjoppu, yfir í að vera tveggja barna móðir og hún breytist enn meira í kvikmyndinni.“ Sara Margrét er á öðru ári í leik- listinni og segir námið vera bæði krefjandi og skemmtilegt. „Maður þarf að vera viljugur til að kafa djúpt ofan í sjálfan sig í þessu námi og kanna alla króka og kima sálarinnar. Námið er líka nokkuð fjölbreytt og fyrir utan mismunandi leiktækninámskeið lærum við radd-, söng- og líkamsþjálfun.“ Sat námið á hakanum meðan tökur á þáttunum fóru fram? „Nei, ég var svo heppin að allar tökurnar, nema tökurnar fyrir Næt- urvaktina, fóru fram að sumri til, þannig að þetta var eins og hver önnur sumarvinna … bara skemmti- legri. Þegar tökur á Næturvaktinni fóru fram þá var ég ekki byrjuð í náminu, þannig að þetta gekk allt fullkomlega upp.“ Erfitt að horfa á sig Mörgum þykir Fangavaktin vera fyndnasta vaktin til þessa. Ertu sam- mála því? „Já, mér finnst Fangavaktin mjög fyndin. En það sem er svo skemmti- legt við allar Vaktirnar er að þær eru svo ólíkar, persónurnar eru alltaf að takast á við lífið, en í gjörólíkum kringumstæðum. Ég held að það sé nauðsynlegt að svona framhalds- þættir séu ekki of líkir, því þá er hætta á að þeir missi sjarmann og verði ekki fyndnir.“ Hvernig var að vinna með Ragnari Bragasyni og hinum leikurunum í Vaktinni? „Það var mjög gaman og mikill heið- ur að vinna með þessu fólki og allt vinnuumhverfið var mjög þægilegt. Þegar tökum á Næturvaktinni lauk lá við að ég færi að gráta, þá var ekki komið á hreint að þættirnir yrðu fleiri.“ Fannst þér erfitt að horfa á sjálfa þig í fyrsta sinn í sjónvarpinu? „Já, mér fannst það pínu erfitt og ég held að það muni aldrei venj- ast. Það er eitthvað skrítið við að horfa svona á sjálfan sig og manni finnst oft að maður hefði getað gert eitthvað betur eða öðruvísi. Ég fæ alltaf smá kjánahroll en finn líka til meðaumkunar með Ylfu því mér þykir mjög vænt um hana. En í heildina litið þá er ég bara ánægð með frammistöðu mína og mjög sátt við útkomuna.“ Hefur þú meiri áhuga á sviðsleik eða kvikmyndaleik? „Ég get ekki gert upp á milli því þetta eru svo ólík listform. Í kvik- myndaleik eru það smáatriðin sem skipta máli, það er næstum hægt að greina hverja hugsun í augnaráði leikarans og galdrarnir gerast á staðnum. Á sviði verður maður aftur á móti að stækka sig og tala hátt og skýrt svo allir heyra, en samt láta það hljóma eðlilega, sem er mikil list. Það er mikil vinna fólgin í að halda lífi í endurtekningunum á sviði. Fyrir gestunum er hver sýning sem frum- sýning og galdrarnir verða að gerast á hverju kvöldi. Einhver sagði mér eitt sinn að í kvikmynd leikur maður inn og á sviði leikur maður út, það gæti vel verið einhver sannleikur í því. En ég er náttúrulega enn nemi og á margt eftir ólært” “ Eins og að hefja nýtt líf Þú hefur alið manninn lengst af í Danmörku, finnst þér þú meira dönsk en íslensk? „Mér finnst ég vera bæði. Mér finnst ÚR LÍFFRÆÐI Í LEIKLIST Sara Margrét Nordahl fer með hlutverk Ylfu í Vaktaþáttunum sem hafa vakið verðskuldaða athygli allt frá því að fyrsta vaktin, Næturvakin, fór í loftið. Sara McMahon hitti nöfnu sína í stuttu spjalli. ORÐ: Sara McMahon MYND: Valgarður Gíslason Sara Margrét segist hafa orðið vör auknar vinsældir sínar í kjölfar þáttanna. „Já, það er eitthvað um það að fólk stoppi mann og spyrji út í þættina. Mér brá dálítið fyrst þegar það gerðist, enda var maður lítið búinn að pæla í þessu sjálfur. Oft var fólk að spyrja mig hvað ég væri komin langt á leið, fyrst skildi ég ekkert hvað fólk átti við og var hrædd um að einhver gróusaga væri komin á flakk. En svo áttaði ég mig fljótlega á því að þetta var setning úr þáttunum,“ segir Sara Margrét og hlær. „Hvað ertu komin langt á leið“- brandarinn varð til í spuna milli Söru Margrétar og Jörunds, en þar spurði persóna Jörunds persónu Söru hvað hún væri komin langt á leið. „Þar sem ég er hálfur Dani þá misskil ég stundum fólk og ég svaraði bara um hæl „Frá Blönduósi“ enda var karakterinn minn fæddur og uppalinn á Blöndu- ósi. Ég skildi svo ekkert í því af hverju Ragnar og Jörundur stóðu og hlógu að mér,“ segir Sara Margrét. MISSKILINN GRÓUSÖGUÓTTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.