Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 22
22 30. október 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN George Akerlof og Joseph E. Stiglitz skrifa um hagfræði Efnahagskreppan hefur verið afhjúpandi fyrir hagfræði- og viðskiptagreinar, því nú hefur reynt á margar rótgrónar og við- teknar hugmyndir. Ef vísindi eru skilgreind út frá forspárgildi þeirra ætti það að vera áhyggju- efni hversu fáir úr stétt hagfræð- inga sáu hrunið fyrir. Suðupottur hugmynda Reyndar ríkir mun meiri hug- myndaágreiningur meðal hag- fræðinga en flestir gera sér grein fyrir. Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár féllu í skaut tveim- ur fræðimönnum, sem hafa varið starfsævinni í að rannsaka ólíkar kenningar. Hagfræðin hefur getið af sér ógrynni hugmynda; sumar hverjar ganga út á að markaðir séu ekki endilega skilvirkir eða stöðugir, eða að kenningin um samkeppnisjafnvægi, sem flestir hagfræðingar styðjast við, sé ekki endilega best fallin til að lýsa hag- kerfinu eða þjóðfélaginu. Atferlishagfræðingar leggja til dæmis áherslu á að þátttak- endur á markaði hegði sér oft ekki á rökréttan hátt. Að sama skapi sýna upplýsingahagfræð- ingar fram á að jafnvel þótt sam- keppni ríki á mörkuðum skorti á skilvirkni þeirra þegar upplýs- ingum er ábótavant eða þeim er misdreift (þegar sumir vita eitt- hvað sem aðrir vita ekki, eins og í fjármálahruninu) – það er að segja alltaf. Mýmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að að jafnvel þegar stuðst er við kenningar um svo- nefndar „hagsýnisvæntingar“ (e. rational expectations) eru markaðir ekki endilega stöðug- ir og hætta er á verðbólgu. Fjár- málakreppan hefur sýnt svo ekki verður um villst að fjárfestar eru langt því frá rökvísir. Einn gall- inn á kenningunni um hagsýnis- væntingar felst til dæmis í duld- um ályktunum á borð við þær að allir fjárfestar búi yfir sömu upp- lýsingunum. Á þessa annmarka var þó löngu búið að benda fyrir hrun. Þverfagleg nálgun Kreppan hefur hleypt nýju lífi í umræðu um þörfina fyrir nýtt reglugerðarkerfi, sem og þörfina fyrir aðrar hugmyndir sem gætu veitt betri innsýn í hvernig hið flókna hagkerfi okkar hagkerfi virkar og mögulega mótað stefnu sem hindrar að ósköpin sem ríða nú yfir endurtaki sig. Meðan sumir hagfræðingar töl- uðu fyrir hugmyndinni um full- komlega skilvirkan markað með engu atvinnuleysi sem væri undir eigin eftirliti hafa aðrir hagfræð- ingar og félagsvísindamenn sem betur fer rannsakað aðrar nálg- anir. Úr þeim geira hafa sprott- ið kenningar sem leggja áherslu á fjölbreytileika aðstæðna eða blína á flókin krosseignatengsl fyrirtækja (sem geta hrint af stað gjaldþrotabylgju) og frum- kvöðlakenningar, sem leitast við að útskýra drifkraft hagvaxtar. Þá hafa skrif Hymans Minsky um fjármálakreppur, sem hafa orðið tíðari eftir að afnám regluverks hófst fyrir þremur áratugum, gengið í endurnýjun lífdaga. Í suðupotti hagfræðinnar eru mest spennandi rannsóknirn- ar þær sem leita fanga í öðrum fræðigreinum, til dæmis sál- fræði, stjórnmálafræði og félags- fræði. Mikinn lærdóm má líka draga af hagsögu síðustu aldar. Þrátt fyrir allar nýjungar á fjár- málamörkuðum er kreppan nú merkilega lík fyrri kreppum, að því undanskildu að nýir, flóknir fjármálagjörningar hafa dreg- ið úr gegnsæi og þannig magnað óttann um hvað muni gerast ef hið opinbera ræðst ekki í stórfelldar björgunaraðgerðir fyrir fjármála- geirann. Hugmyndir framar sérhagsmunum Hugmyndir eru jafn mikilvægar og sérhagsmunir, ef ekki mikil- vægari. Embættismenn, sem áttu að annast eftirlit, og kjörnir full- trúar voru pólitískt staðnaðir – afnám reglugerða og vanræksla þess að koma böndum á nýja fjár- málagjörninga þjónaði fyrst og fremst sérhagsmunum. En emb- ættismenn og stjórnmálamenn þjáðust líka af hugmyndafræði- legri stöðnun. Þeir þarfnast víð- feðmari og kraftmeiri hugmynda- grunns til að byggja á. Í ljósi þessa ber að fagna fram- taki George Soros um stofnun hugmyndabankans Initiative for New Economic Thinking (INET), sem mun veita rannsóknarstyrki, halda ráðstefnur og gefa út tíma- rit. Allt þetta mun stuðla að því nýjar hugmyndir og samstarf fái að blómstra. INET fær fullt frelsi bæði hvað rannsóknarefni og efnistök áhrær- ir og vonandi munu fleiri leggja lóð sín á vogarskálarnar og verk- efninu vaxa ásmegin. Eina skylda hugmyndabankans er gagnvart „nýrri hagfræðilegri hugsun“ í breiðri merkingu. Í mánuðinum sem leið stefndi Soros saman fjöl- breyttum hópi framámanna á sviði hagfræði til að ræða þörfina fyrir slíkt framtak og framtíðarhorfur. Undanfarna þrjá áratugi hafa hagfræðingar meðal annars leit- ast við að setja fram kenningar sem gera ráð fyrir að markaðir gangi snurðulaust fyrir sig. Þessi ályktun hefur tekið athyglina frá ófáum rannsóknum sem skýra hvers vegna markaðir ganga ein- mitt ekki snurðulaust fyrir sig – stundum má jafnvel tala um víð- tækan markaðsbrest. Manneskjan er fallvölt skepna og skilningi á hvernig flókið hag- kerfi okkar virkar er ábótavant. INET gefur því fyrirheit um að róið verði á mið nýrra hugmynda, sem geta vonandi lágmarkað skaðann sem hlýst af annmörk- um markaðarins. George Akerlof er Nóbelsverð- launahafi í hagfræði og prófessor við Kaliforníuháskóla í Berkel- ey. Joseph E. Stiglitz er Nóbels- verðlaunahafi og prófessor við Columbia-háskóla. ©Project Syndicate Markaðstorg hugmynda JOSEPH STIGLITZ GEORGE AKERLOF AGS frá Íslandi UMRÆÐAN Emile Ekeberg og Árni Daní- el Júlíusson skrifa um AGS Í þessari viku (25.-31. okt.) heldur Norðurlandaráð sinn árlega fund, nú í Stokk- hólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefn- ið, og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norður- löndum telja að Norðurlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sínum hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármála- markaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hagvöxtur á forsendum nýfrjálshyggjunnar byggði á takmarkalausri skuldsetningu einstakl- inga og fyrirtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sínum í hrunadansi banka og fjármálastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjaða lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyrir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðnum hefði mistekist í öllum yfirlýst- um markmiðum sínum: tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hagvexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Eng- lands og Hollands um að láta íslenska skattgreið- endur greiða mun meira af skuldum bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu aðkomu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagns- eigendum en drepur niður innlendan atvinnu- rekstur, niðurskurður í velferðarmálum, geng- ishrun, uppsagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdráttinn, vandamál heimilanna og atvinnuleysið og drepur samfélag- ið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífs- ins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendu fjármagni. Þar sem val- kosti skortir, valkosti sem raun- ar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefnd- in), eru íslensk stjórnvöld þving- uð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að endurheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mik- ill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráð- stafana, hvort sem er í skatta- málum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlenda fjárfesta. Norðurlöndin hafa samþykkt að leggja Íslend- ingum lið í endurreisnarstarfinu undir hand- leiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac- samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lánafyrirgreiðsla ætti að vera í samræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjármálamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfnast Íslendingar allra til- tækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Noregur gæti núna hjálpað Íslandi með afger- andi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fáránlegu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageir- ans, hinn „raunverulegi“ efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hagkerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til almennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp samfélag, grund- vallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efna- hagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum samfélögum. Við sam- þykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjáls- hyggjunnar, og við megum ekki samþykkja aft- urhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. Endurreisn undir stjórn AGS er Íslendingum ekki í hag. AGS frá Íslandi! Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge og Árni Daníel Júlíusson er formaður Attac á Íslandi. EMILIE EKEBERG ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON UMRÆÐAN Björk Einisdóttir skrifar um einelti Fátt veldur jafnmikl-um sársauka og það að lenda í einelti, segir í nýút- komnum fræðslubæklingi frá Heimili og skóla, Ein- elti – góð ráð til foreldra. Bæklingnum er ætlað að auka þekkingu á einelti og hjálpa foreldrum að öðlast betri skilning á líðan barna sinna. Það er mikil- vægt að eineltismál leysist fljótt og farsællega þannig að barnið losni undan þeirri niðurlægingu sem fylgir því að vera lagt í einelti. Það er einnig brýnt að foreldrar taki vel á málum hafi barn lagt önnur börn í einelti og aðstoði barnið við að hætta því. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hófu nú þriðjudaginn 27. október átak gegn einelti með því að gefa út nýtt fræðsluhefti fyrir foreldra. Við berum öll ábyrgð á því að börnin okkar búi við öryggi. Með því að tala saman og minna hvert annað á þessa ábyrgð getum við komið í veg fyrir margvísleg sár- indi og vanlíðan. Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru mikil- vægir tengiliðir í samstarfi heim- ila og skóla í forvörnum er tengjast einelti og um örugga og jákvæða netnotkun. Töluvert er leitað til samtakanna um ráðgjöf er varð- ar líðan barna og margir foreldrar þurfa stuðning í samskiptum sínum við skólann. Þegar einelti kemur upp eru starfsfólk og stjórnendur skóla ábyrg fyrir því að grípa inn í málin og sjá til þess að þau verði stöðv- uð. Ef skóli vill axla ábyrgð og gera skyldu sína í eineltismálum þarf að útbúa fyrirbyggjandi áætlun og hafa tiltæka viðbragðsáætlun þegar einelti lætur á sér kræla. Reynslan sýnir að langtímaáætlan- ir og skipulagt forvarnar- starf skila bestum árangri. Eineltisvandamálum fækk- ar og líðan nemenda verður betri með jákvæðari hegð- un innan skólans. Í aðal- námskrá grunnskóla er kveðið á um að mikilvægt sé að nemendur geti leit- að til hvaða starfsmanns skóla sem er með mál sem snúa að velferð þeirra og líðan og að brugðist sé við strax og á viðeig- andi hátt ef upp koma vandamál af einhverju tagi, t.d. stríðni, einelti, agabrot eða vanlíðan. Rannsóknir SAFT gefa til kynna að öll grunnskólabörn hafi aðgang að Netinu í skóla og allflest heima hjá sér. Meðalaldur íslenskra barna þegar þau fara á Netið í fyrsta skipti hefur lækkað frá því rann- sóknir okkar hófust. Meðalaldur var 8,7 ár árið 2003, 7,7 ár árið 2007 og 6,9 ár árið 2009. Mikilvægt er að undirbúa börn vel áður en þau byrja að ferðast um Netheima, tryggja að þau temji sér góða umgengnishætti og þekki jákvæðar og neikvæð- ar hliðar Netsins. Netið og síminn eru oft nefnd þegar rætt er um ein- elti, enda hafa þessir miðlar opnað nýjar leiðir til að komast að fólki t.d. með gestabókum á bloggsíðum og SMS-skilaboðum í farsíma. Það er von okkar hjá Heim- ili og skóla að við náum í samein- ingu að lágmarka neikvæða hegð- un barnanna okkar á Netinu og í skólum landsins. Það er mikil- vægt að við tölum saman, störfum saman og sýnum börnum hvatn- ingu, umhyggju, aðhald og eftir- lit með það að markmiði að bæta líðan þeirra. Nánari upplýsing- ar má finna á heimasíðum okkar, heimiliogskoli.is og saft.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssam- taka foreldra. Ábyrgð okkar allra BJÖRK EINISDÓTTIR helgi á Korputorgi um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.