Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 10

Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 10
10 30. október 2009 FÖSTUDAGUR Meira í leiðinniWWW.N1.ISSími 440 1000 AF ÖLLUM VINNU- FATNAÐI Á ÚTSÖLU- MARKAÐI N1 Í DAG! Stórverslun N1, Bíldshöfða 9 Kuldagallar, vinnugallar, flísvesti, flíspeysur, vinnubuxur, smíðavesti, öryggisskór o.fl. o.fl. o.fl. Ath – afsláttur gildir aðeins í dag, meðan birgðir endast. Opið 8:00–18:00. AÐEINS Í DAG BÍLDSHÖFÐA 9 SJÁVARÚTVEGSMÁL Adolf Guðmunds- son, formaður LÍÚ, sagði við upp- haf aðalfundar sambandsins í gær að strandveiðar sumarsins séu dæmi um misnotkun valds. „Strandveiðarnar eru komnar til að vera. Þær verða áfram í viðlíka umfangi og var í sumar,“ segir hins vegar Jón Bjarnason sjávar- útvegsráðherra. „Við höfum í áraraðir barist gegn óþolandi mismunun, þar sem ákveðnum hópum er hyglað á kostnað annarra í formi byggða- kvóta, línuívilnunar og tilfærslu aflaheimilda til smábáta, nú síð- ast með strandveiðum,“ sagði Adolf í setningarræðu sinni. Bætti hann við að fjögur þúsund tonn af þorski hefði verið uppsett verð í „pólitískum atkvæðaveið- um“. Á sama tíma hafi aflaheim- ildir atvinnuútgerða og sjómanna verið skertar um 62 þúsund tonn af botnfiski. Sjávarútvegsráðherra kom í pontu á eftir Adolfi en minntist ekki á strandveiðikerfið í sinni ræðu. Aðspurður vildi hann ekk- ert tjá sig um gagnrýni formanns- ins. Hans framtíðarsýn á strand- veiðikerfið er sú að það sé opnun inn í fiskveiðistjórnunarkerf- ið sem sé komið til að vera. Nú er beðið skýrslu frá strandsetri Háskóla Íslands á Ísafirði og síðan muni ráðuneytið gera tillögu um breytingar á stjórn fiskveiða um áframhald veiðanna á næsta ári. Það má segja að Adolf hafi höggvið til beggja handa í ræðu sinni. Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, gagn- rýndi hann afar hart fyrir ræðu hans á ársfundi ASÍ nýlega. „Yfir- lýsingar hans hafa ekki aðeins afhjúpað þekkingarleysi hans heldur hafa þær undirstrikað hroka og fyrirlitningu í garð þess fólks sem starfar við grundvallar- atvinnuvegi landsins.“ Að vonum gagnrýndi Adolf hug- myndir um upptöku aflaheimilda og sakaði stjórnvöld um að skapa óróa innan sjávarútvegsins með því að kasta fram óútfærðum hug- myndum. Hann sagði óvissuna samfara þeim þegar hafa valdið tjóni. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var einnig á meðal umfjöllunarefnis í ræðu formannsins. Hann sagðist vera þess fullviss að þjóðin myndi aldrei samþykkja aðildarsamning sem fæli í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. svavar@frettabladid.is Strandveiðar dæmi um mis- notkun valds Formaður LÍÚ hjó til beggja handa í setningarræðu aðalfundar í gær. Hann segir orð félagsmálaráðherra um sjávarútveg sýna þekkingarleysi og hroka. Strand- veiðar eru hreinar atkvæðaveiðar, að hans mati. MÁLIN RÆDD Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sjá strandveiðar ekki í sama ljósi. Hjá þeim stendur Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Átta manna þjófagengi hefur verið ákært fyrir fjölmörg innbrot, þjófnaði, fjársvik og fíkniefnabrot. Um er að ræða hóp Pólverja sem létu greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu í sumar og haust. Fólkið sóttist einkum eftir skart- gripum og dýrum tækjabúnaði, svo sem tölvum, myndavélum og flat- skjáum. Það er ákært fyrir að hafa stolið eða haft í fórum sínum muni fyrir rúmlega tuttugu og sex millj- ónir, en sumt af því sem það stal var ekki verðmetið í ákærum á hendur því. Þjófagengið stal í verslunum allt frá svínapurusteik til heils skart- gripakassa sem einn úr hópnum hrifsaði úr höndum afgreiðslu- manns í skartgripaverslun og hljóp með á brott. Í kassanum voru sex gullarmbönd og jafnmargar gull- hálsfestar. Þá braust fólkið inn á fjölmörg heimili og stal munum fyrir háar fjárhæðir. Mest virðist það hafa haft muni að verðmæti fjórar millj- ónir króna upp úr krafsinu í einu innbroti í heimahús. Einnig er það ákært fyrir allmörg innbrot í bíla og þjófnaði úr þeim. Tveir úr hópnum eru ákærðir fyrir ítrekuð fjársvik, Þeir keyptu með debetkorti á nafni S.J. Schu- bert, útgefnu í Ástralíu. - jss Átta manna gengi ákært fyrir milljónaþjófnaði: Stálu fyrir á þriðja tug milljóna ÞÝFIÐ Hluti af þýfinu sem lögregla fann hjá fólkinu sem nú er ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness. REYKJAVÍK Þeim börnum hefur fjölgað í Reykjavík sem njóta sérstakrar fjárhagsaðstoðar, en 379 hafa notið hennar á þessu ári. Aðstoðin stendur tekjulágum foreldrum til boða og er ætluð til að greiða fyrir þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi. Rétt til aðstoðarinnar hafa for- eldrar sem hafa lægri mánaðar- tekjur en sem nemur 115.567 á einstakling, eða 184.907 krónur á hjón eða sambúðarfólk. Við- miðunarupphæð aðstoðarinn- ar er 11.635 krónur á mánuði. Í bókun velferðarráðs eru foreldr- ar hvattir til að nýta sér aðstoð- ina. „Öll börn eiga rétt á að njóta frístunda, leikja við jafnaldra og hollra skólamáltíða. Það er gleði- efni að hægt sé að veita slíka aðstoð og nauðsynlegt að kynna hana vel.“ - kóp Sérstök fjárhagsaðstoð: Fleiri börn njóta aðstoðar VIÐURKENNING Grími Sæmund- sen, lækni og forstjóra Bláa lóns- ins, var í gær veitt viðurkenning SPOEX, samtaka psoriasis- og exemsjúkl inga, á alheimsdegi psoriasis. Segja samtökin fram- lag Gríms til psoriasis-með- ferðar ómet- anlegt en Bláa lónið hefur unnið markvisst að málefnum psoriasis-sjúkl inga og er meðferð þess sögð einstök á heimsvísu. Tilgangur alheimsdagsins var að fræða fólk um sjúkdóminn og vinna með þeim hætti gegn for- dómum. Psoriasis er ekki smitandi en 125 milljónir manna þjást af honum. - bþs Alheimsdagur psoriasis: Framlag Gríms sagt ómetanlegt GRÍMUR SÆMUNDSEN DÓMSMÁL Nítján ára piltur hefur verið dæmdur í tíu mánaða fang- elsi, þar af sjö mánuði á skilorði, fyrir að stela sex gaskútum, sjö flöskum af Smirnoff vodka og einni af Gordons gini, auk fleiri þjófnaðarbrota. Gaskútunum stal pilturinn frá fyrirtækjum eða útigrillum í nágrenni við heimili sitt á Akur- eyri. Auk þeirra og áfengisins stal pilturinn einnig afgreiðslu- kassa verslunar, tveimur leikja- tölvum, peningum, greiðslukort- um og fleiru sem hönd á festi. Hann á langan brotaferil að baki. - jss Nítján ára piltur: Stal gaskútum, gini og vodka STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli Alþingis, forsætisráðherra og dómsmála- og mannréttindaráð- herra á því að ekki hefur verið farið að lögum í útgáfu laga- safns í prentuðu formi hér á landi. Í lögum frá 1929 kveður á um sérstaka laganefnd sem sjái um útgáfuna. Þessi nefnd virðist aldrei hafa verið skipuð heldur hefur verið stuðst við reglugerð dómsmálaráðuneytis um fram- kvæmdina á útgáfu lagasafns- ins. Það er ekki í samræmi við lögin að mati umboðsmanns Alþingis og beinir hann þeim tilmælum til yfirvalda. Því er framkvæmd á útgáfu lagasafnsins ólögleg. Umboðsmaður Alþingis: Útgáfa laga- safns úrskurð- uð ólögleg FJÖLDABRÚÐKAUP Þessi hjón voru ein af mörgum brúðhjónum sem tóku þátt í fjöldabrúðkaupi á Suður-Ind- landi. Í tilefni af því þurftu þau að maka lituðum gulum hrísgrjónum í hár hvors annars, en það er hluti af brúðkaupsathöfninni. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.