Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 74
 30. október 2009 FÖSTUDAGUR KÖRFUBOLTI Fjölnir tók á móti Njarðvík í Grafarvogi í kvöld. Fyrir leik hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heima- menn lengi yfir. Njarðvíkingar voru lengi í gang og virkuðu áhugalausir í hálfleikn- um. Heimamenn sýndu baráttu í vörninni og grimmd í fráköstunum sem skiluðu þeim stigum. Gestirn- ir komust á bragðið undir lok hálf- leiksins og leiddu í hléinu, 30-34. Í þriðja leikhluta var jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síð- asta leikhlutann var fjögur stig. Í lokahlutanum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik og keyrði hægt og síg- andi yfir Fjölnismenn sem gáfust þó aldrei upp, lokatölur 64-73 fyrir Njarðvík. Stjarnan vann öruggan sigur á FSu í gær og er á toppi deildarinn- ar ásamt Njarðvíkingum. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar. KR er einnig taplaust til þessa en liðið mætir Grindavík í kvöld. - rv Njarðvíkingar unnu sinn fjórða sigur í röð í Iceland Express-deild karla: Fjölnismenn stóðu í Njarðvíkingum ÖFLUGUR Friðrik Stefánsson skoraði tólf stig og tók níu fráköst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik lenti aldrei í veru- legum vandræðum með Pressulið- ið er liðin mættust í æfingaleik í gær. Lokatölur 38-25 eftir að lands- liðið hafði reyndar aðeins leitt með fimm mörkum í leikhléi, 19-14. „Þetta gekk ágætlega. Varnar- leikurinn var reyndar ekki nógu góður í fyrri hálfleik. Þetta kom í seinni hálfeik en strákarnir í Pressuliðinu stóðu sig vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari eftir leikinn. Eftir að Pressuliðið hafði stað- ið í landsliðinu í fyrri hálfleik tók landsliðið til sinna ráða í upphafi síðari hálfleiks. Hreiðar skellti í lás í markinu og landsliðið skor- aði sex mörk úr hraðaupphlaupum í röð og kláraði leikinn. „Það sem er mikilvægast er að koma saman og rifja upp. Strák- arnir voru sumir búnir að gleyma hvað leikkerfin hétu. Við lentum í erfiðri stöðu eftir Ólympíuleikana og urðum að nýta tímann vel núna til að fara í gegnum hlutina,“ sagði Guðmundur en hann segir undir- búninginn fyrir EM í janúar núna hafinn. „Við þurfum að vinna svolítið á móti sögunni núna enda hefur lið- inu ekki gengið vel að spila vel á tveimur mótum í röð. Við vitum vel að væntingarnar verða mikl- ar í okkar garð. Það verða allir að halda sér á jörðinni, leikmenn, þjálfarar, blaðamenn og þjóðin. Við erum í geysilega sterkum riðli og það þurfa allir að halda fókus og gera sér grein fyrir því að það gerist ekkert af sjálfu sér,“ sagði Guðmundur ákveðinn. „Núna fara leikmenn í burtu og skilaboðin mín til þeirra er að þeir hugsi mjög vel um sig og skili sér til baka í toppformi í janúar. Ég get ekki komið þeim í form þá. Þetta er mitt ákall til þeirra og ég vil ekki að neinn skorist undan þess- ari ábyrgð. Þetta er nefnilega lyk- illinn að því að við getum mætt með topplið á mótið í janúar,“ sagði Guðmundur sem veit vel að vænt- ingarnar til liðsins verða miklar eftir ævintýrið í Peking. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að þetta er bara annað mót þar sem við byrjum á núlli,“ sagði þjálfarinn sem fagnar endur- komu manna eins og Ólafs, Snorra og Arnórs í liðið. „Það er bara stórkostlegt að fá þessa stráka til baka. Breiddin er sífellt að verða meiri og það verður vonandi ekki auðvelt að velja liðið þegar þar að kemur,“ sagði Guð- mundur og glotti við tönn. henry@frettabladid.is Höldum okkur á jörðinni Guðmundur Guðmundsson skorar á landsliðsmenn að hugsa vel um sig fram að EM og mæta í toppformi til móts við landsliðið í janúar. Hann segir nauðsyn- legt fyrir alla að halda sér á jörðinni og ekki spenna væntingabogann of hátt. ENDURKOMA ÓLAFS Ólafur Stefánsson lék í gær sinn fyrsta landsleik síðan á Ólympíu leikunum í Peking og skoraði tvö mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Rakel Dögg Braga- dóttir, landsliðskona í handbolta, hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir norska úrvalsdeild- arfélagsins Levanger sem Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar. Rakel hefur undanfarið eitt og hálft ár leikið með Vejen í Danmörku en afar fá tækifæri fengið með liðinu í haust. Því ákvað hún að finna sér nýtt félag. „Ég hef verið í samningavið- ræðum við Levanger og í raun er ekkert annað eftir en að skrifa undir. Ég fer þangað um helgina og er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Rakel Dögg við Fréttablað- ið í gær. „Ég þekki Gústa vel en hann þjálfaði mig lengi í unglingalands- liðunum og ég kann mjög vel við hann sem þjálfara. Ég veit alveg hvað ég er að fara út í – hvernig handbolti verður spilaður og hvert mitt hlutverk verður. Mér líst því afar vel á framhaldið.“ Rakel Dögg rifbeinsbrotnaði í landsleik Íslands og Frakklands fyrr í mánuðinum og hefur ekkert getað æft síðan þá. Hún missti til að mynda af landsleiknum gegn Austurríki nokkrum dögum eftir leikinn gegn Frökkum. „Ég er fyrst í þessari viku byrjuð að hreyfa mig á ný og ég verð ekki orðin klár fyrir næsta leik Levanger sem verður í næstu viku. En það gefur mér á móti tækifæri til að koma mér almennilega inn í málin hjá nýju félagi.“ Levanger er sem stendur í níunda sæti norsku úrvalsdeild- arinnar með fjögur stig eftir sex leiki. Rakel segir að tvö félög – Larvik og Byåsen – beri höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni en hin liðin séu nokkuð jöfn. „Þetta er án efa rétta skrefið fyrir mig og minn feril. Ég hef einnig mikinn metnað fyrir lands- liðinu og ef ég ætla að gera það gott þar þarf ég að vera í liði þar sem ég fæ nóg að spila.“ - esá Rakel Dögg Bragadóttir að ganga til liðs við Levanger í Noregi sem Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar: Án efa rétta skrefið fyrir minn feril RAKEL DÖGG Hér í leik með íslenska landsliðinu gegn Sviss fyrr á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pressuleikur landsliðsins Landsliðið - Pressuliðið 38-25 Mörk landsliðsins: Þórir Ólafsson 8 (9), Arnór Atlason 4 (8), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (6), Vignir Svavarsson 3 (4), Alexander Petersson 3 (4), Ólafur Guðmundsson 3 (3), Bjarni Fritzson 2/1 (3/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (4/2), Ólafur Stefánsson 2 (3), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (5), Heiðmar Felixson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Ingimundur Ingimund- arson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson (1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 10 (21/2) 45%, Björgvin Gústavsson 6 (20/2) 30%. Hraðaupphlaup: 18 (Vignir 3, Þórir 3, Guðjón 2, Alexander 2, Sturla 2, Arnór 2, Ólafur, Ingimund- ur, Snorri, Aron). Fiskuð víti: 2 (Ólafur, Snorri). Utan vallar: 4 mín. Mörk pressuliðsins: Arnór Þór Gunnarsson 6/4 (8/4), Haraldur Þorvarðarson 5 (7), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (7), Oddur Grétarsson 3 (5), Ragnar Þór Jóhannsson 3 (7), Valdimar Þórsson 2 (7), Freyr Brynjarsson 1 (1), Fannar Friðgeirsson 1 (4), Ólafur Gústafsson 1 (6). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 4 (23/1) 17%, Pálmar Pétursson 3 (22/1) 13%. Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 2, Freyr, Ragnar, Haraldur, Arnór, Ólafur). Fiskuð víti: 4 (Orri, Haraldur, Fannar, Ragnar Hjalt.) Utan vallar: 0 mínútur. Iceland Express deild karla Fjölnir - Njarðvík 64-73 Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Þór Steinarsson 13, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4. Stjarnan - FSu 95-70 Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 26, Jovan Zdravevski 19, Birkir Guðlaugsson 18, Kjartan Atli Kjartansson 11, Magnús Helgason 10, Ólafur Aron Ingvason 6, Hilmar Geirsson 3, Eyjólfur Jónsson 2. Stig FSu: Christopher Caird 21, Alexander Stewart 13, Hilmar Guðjónsson 10, Corey Lewis 8, Ari Gylfason 8, Jake Wyatt 6, Orri Jónsson 4. Breiðablik - ÍR 84-107 Stig Breiðabliks: Daníel Guðmundsson 18, Þorsteinn Gunnlaugsson 14, John Davis 13, Hjalti Friðriksson 13, Ágúst Angantýnsson 8, Rúnar Pálmarsson 7, Arnar Pétursson 6, Gylfi Geirsson 5 Stig ÍR: Nemanja Sovic 28, Steinar Arason 23, Hreggviður Magnússon 19, Gunnlaugur Elsuson 12, Vilhjálmur Steinarsson 7, Elvar Guðmundsson 6, Kristinn Jónasson 6, Ólafur Þórisson 5, Davíð Þór Fritzson 1. ÚRSLIT 20% Afsláttur til 7. nóv körfuboltaskór Adidas Speed Cut Verð Kr. 19.990.- Nú kr. 15.990.- Adidas Pro Model Verð Kr. 18.990.- Nú kr. 15.190.- Adidas Commander LT Verð Kr. 24.990.- Nú kr. 19.990.- Adidas Attack Feather Verð Kr. 16.990.- Nú kr. 13.590.- Adidas 3 series barna Verð Kr. 10.990.- Nú kr. 8.790.- Ármúli 36, s. 588 1560 www.joiutherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.