Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 37
 • 5 „Keppnin er að fá mjög mikla umfjöllun vegna þess að hún er haldin til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini,“ segir fegurðardrottningin Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir. Ingibjörg verður dómari í fegurðarsam- keppninni Miss Sinergy sem fer fram í Wash- ington, höfuðborg Bandaríkjanna, í nóvem- ber. Ingibjörg var fulltrúi Íslendinga í Miss Universe-keppninni fyrr á þessu ári, en þar tóku aðstandendur Miss Sinergy eftir henni. Ingibjörg segir marga úr tísku- og módel- bransanum verða á svæðinu og er mjög spennt fyrir að setjast í dómarasætið. „Þetta verður meiri háttar.“ Spurð hvort sérstök fríðindi fylgi virðulegu dómarastarfinu segir Ingibjörg svo vera. „Þau bókuðu fyrir mig flug og ég verð á lúxushóteli eins og drottn- ing,“ segir hún hress. „Ég þarf ekki einu sinni að koma með kjól.“ Aðstandendur keppninnar leggja mikla áherslu á góðgerðarmál og sigurstúlkan verður nokkurs konar sendifrú ýmissa góðra málefna. „Mér er mikill heiður sýndur að fá að vera hluti af keppninni þar sem hún styrkir gott málefni,“ segir Ingibjörg. - afb DÆMIR BANDARÍSKA FEGURÐARSAMKEPPNI SEST Í DÓMARASÆTIÐ Ingibjörg heldur til Washing- ton í nóvember til að dæma fegurðarsamkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bloodgroup vinnur nú hörð- um höndum að annarri breið- skífu sinni, sem ætti að koma út áður en árið er á enda. Hljómsveitin sendi frá sér lagið My Arms um miðjan október og lofar það mjög góðu. Hljómsveitin virð- ist vera að feta sig í átt að drungapopptónlist níunda áratugarins sem ætti að vera gleðiefni fyrir hina fjölmörgu aðdáendur hljóðgervla og tölvutromma. Bloodgroup er nýkomin heim úr velheppn- aðri ferð til New York og meðlimir hljómsveitarinnar voru vafalaust varla búnir að ganga frá ferðatöskun- um þegar þeir héldu aftur í hljóðverið. Hljómsveitin Cliff Clavin, sem var í forsíðuviðtali í síðasta tölublaði POPPS, situr í efsta sæti vinsældalista Xins 977 þessa vikuna. Skýtur hljóm- sveitin þar með risum á borð við Muse, Alice in Chains og Weezer ref fyrir rass og ekki óverðskuldað. Lagið Midnight Getaways er frábært og gefur gríðarlega góð fyrirheit um plötuna sem Cliff Clavin vinnur að. Hjaltalín kom fram ásamt Páli Óskari á mögnuðum tónleikum á Ice- land Airwaves- hátíðinni um miðjan okt- óber. Hljóm- sveitin flutti lög Palla og öfugt og viðstaddir voru gríðar- lega vel með á nótunum. Sú saga gekk um bæinn að Páll Óskar myndi syngja lag á nýju Hjaltalín- plötunni, en hún er ekki á rökum reist. Sam- kvæmt heimildum POPPS má þó búast við að Hjaltalín og Páll Óskar spili aftur saman á tónleikum, en ekki fyrr en á næsta ári. Annars er það að frétta af Hjaltalín að nýja platan er langt komin. Óvíst er hvenær hún kemur út, en ljóst er að gríð- arleg spenna er fyrir henni þar sem fyrsta smáskífulag- ið, Stay by You, lofar virkilega góðu. - afb Áður en Ingibjörg Ragnheiður flutti til New York í leit að frama í fyrirsætu- bransanum stundaði hún nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Hún er sem sagt ekki bara fallegt andlit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.