Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 34
Enn eitt kynlífsspólumál-
ið er komið upp í Holly-
wood. Í þetta skipti er
það smástirnið Shauna
Sand sem er í aðalhlut-
verki og er hún grunuð
um að hafa komið spól-
unni í dreifingu.
Leikkonan Shauna Sand fól lögfræð-
ingi sínum að koma í veg fyrir að
klámframleiðandinn Vivid gæfi út
myndband sem sýnir hana stunda
óbeislað kynlíf með kærastanum
sínum. Með öðrum orðum: Enn eitt
kynlífsspóluhneykslismálið er komið
upp í Hollywood. Sand hætti í vikunni
við að fara í mál og telja margir að
það sé hluti af markaðssetningu á
spólunni.
Það þekkja ekki margir nafn
Shaunu Sand. Hún hefur ekki
vaðið í bitastæðum hlutverkum
um árin og er þekktust fyrir að
hafa setið fyrir í Playboy á tíunda
áratugnum. Kynlífsspólan gæti
þó breytt því, en lætin sem
hafa skapast í kringum hana
kallast á við það sem kynlífs-
spólur hafa skilað stjörnum á
borð við Paris Hilton og Kim
Kardashian.
Þrátt fyrir digurbarkalegar yfir-
lýsingar frá lögfræðingi Sand, sem
töfðu útgáfu spólunnar, er talið
að deilurnar séu settar á svið til
að vekja athygli. Sand er grunuð
um að hafa sjálf komið spólunni til
klámframleiðandans, sem hafi greitt
henni væna fúlgu fyrir.
Þetta er ekki einsdæmi því kynlífs-
spólur Paris Hilton og Kim Kard ashi-
an skutu þeim upp á stjörnuhimin-
inn og það má velta fyrir sér hvort
þær hafi sjálfar staðið á bak við
útgáfurnar – enda fengu þær báðar
vel greitt fyrir og stöðvuðu ekki
dreifinguna.
Það sem er sérstakt við kynlífs-
spólu Shaunu Sand, er að hún virðist
vera framleidd af atvinnumönnum.
Lýsingin er fagmannleg og þriðji
aðili virðist halda myndbands-
upptökuvélinni í nokkrum tilvik-
um. Þá þykir tímasetning
útgáfunnar „heppileg“
þar sem fyrstu fréttir af
henni bárust degi eftir
að raunveruleikaþáttur
Lorenzo Lamar, fyrrver-
andi eiginmanns hennar, var
frumsýndur, en Lamar-fjöl-
skyldan hefur lýst yfir að
hún telji Sand standa á
bak við útgáfuna.
2 •
POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur
út einu sinni í mánuði.
Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason
atlifannar@frettabladid.is
Útlitshönnun: Arnór Bogason
Forsíðumynd: Valgarður Gíslason
Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson
benediktj@365.is • sími 512 5411
...FARA Á MCDONALDS McDonalds breytist í Metro
1. nóvember, þannig að nú er síðasti séns að skófla
í sig erfðabreyttum borgurum, stútfullum af há-
klassa amerískum rotvarnarefnum og frönskum
kartöflum sem myndu ekki mygla þó að þær
stæðu á heitum ofni í þrjár vikur.
...SJÁ ZOMBIELAND
Woody Harrelson
ætti auðvitað að vera
nægt tilefni til að fara
í bíó og það er ekki
verra að hann sé í jafn
skemmtilegri mynd og
Zombieland. Zomb-
ieland er ógeðslega
fyndin og viðbjóðslega
frábær.
...TAKA MYNTKÖRFU-
LÁN Eða jú, það er
orðið of seint.
...HLUSTA Á GRUGG Gruggþörungarnir í
Alice in Chains og Pearl Jam voru að senda
frá sér nýjar plötur. Hljómsveitirnar eiga það
sameiginlegt að hafa náð sköpunarlegum hápunkti
snemma á tíunda áratugnum og mega svo sannar-
lega muna sinn fífil fegri. Þær reyna samt og eru að
minnsta kosti að gera betri hluti en hinir ævafornu
og uppþornuðu U2 og Rolling Stones.
ÞAÐ ER EKKI ORÐIÐ
OF SEINT AÐ...
Í dag er 30. október. Airwaves er búið og þú ætlaðir að meika það með
hljómsveitinni þinni. Þú sást fram á að næsta ár yrði samfelld rútuferð um
Evrópu þar sem stútfullir tónleikastaðir og lauslátir aðdáendur myndu bíða
ykkar í hverjum bæ. En nei. Kraftaverk yrði varla nógu öflugt til að láta þessa
tálsýn verða að veruleika. Það er samt ekki of seint að gera eitthvað annað.
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • OKTÓBER 2009
SARA MARÍABARNSMÓÐIR DANÍELS ÚR FANGA-VAKTINNI FÓR ÚR LÍFFRÆÐI Í LEIKLIST
„Bobbinn er svolítið bældur og segir ekki neitt.
Hann er mjög einfaldur og nær alltaf að klúðra
málunum í þessari auglýsingu,“ segir Sigurður
Þorkelsson sem túlkar Bobbann í auglýsingum
Steinda Jr. fyrir Sjóvá.
Sigurður á pöbbinn Gullöldina í Grafarvogi og
stýrir honum milli þess sem hann bregður sér í
hlutverk Bobbans. Margir muna eftir Bobbanum
frá því í sumar, en hann kom fyrst fram í atriði
Steinda Jr. í Monitor-þættinum á Skjá einum.
En hver er fyrirmynd Bobbans?
„Ég veit það ekki. Steindi og Ágúst bjuggu
til þennan karakter,“ segir Sigurður, sem er
hæstánægður við samstarfið. „Steindi er snilling-
ur og ég tala nú ekki um Ágúst Bent. Þetta eru
alvörugrínarar.“
Bent hefur skrifað grínið með Steinda ásamt
því að taka upp og klippa. Þetta breyttist ekki
þrátt fyrir að þeir væru að gera auglýsingu fyrir
stórfyrirtæki á borð við Sjóvá, en auglýsingarnar
voru unnar á svipaðan hátt og það sem félagarnir
hafa sent frá sér.
Auglýsingar Sjóvá eru fjórar talsins, en óvíst er
hvort við fáum að sjá Bobbann í fleiri atriðum.
Ertu opinn fyrir að túlka hann aftur?
„Já, Bobbinn er kominn til að vera,“ segir Sig-
urður. - afb
BOBBINN Á PÖBB Í GRAFARVOGI
POPPSKÝRING: KYNLÍFSSPÓLUR Í HOLLYWOOD
• KYNLÍFSSPÓLA EKKI
ÁVÍSUN Á FRAMA
Kynlífsspólur gera ekki alla
að stjörnum. Kynlífsmynd-
bandi með Idol-keppand-
anum Jessicu Sierra var
dreift af klámframleiðanda
í fyrra, en það virðist ekki
hafa hjálpað henni að
verða stjarna í Hollywood.
Þá „lak“ myndband á
Netið sem sýndi Survivor-
keppandann Jennu Lewis
í villtum kynlífsathöfnum
með eiginmanni sínum
á brúðkaupsnótt þeirra.
Talið er að hún, eiginmaður
hennar og um-
boðsmað-
ur þeirra
hafi verið
á bak við
lekann og
fengið 70%
af hagnaði
mynd-
bands-
ins.
• LINDSAY LOHAN Í
VÆNTANLEGU KYN-
LÍFSMYNDBANDI?
Lindsay Lohan hefur ekki
átt sjö dagana sæla undan-
farið. Stöðugt partístand
hefur einkennt líf hennar
upp á síðkastið og ferill
hennar virðist á leið í
hundana. Samkvæmt
slúðursíðunni WWTDD.com
hefur klámframleiðandi
boðið Lohan umtalsverðar
fjárhæðir fyrir að framleiða
klámmyndband, sem yrði
svo „stolið“ frá henni og
deilur í kjölfarið settar á
svið. Það sem rennir stoð-
um undir þessa kenningu
er að hún hefur
sést rúnta um
á Mas-
erati-
lúxusbíl
þekkts
klámfram-
leiðanda. NOKKRAR KYNLÍFSSPÓLUR
SEM LEKIÐ HAFA Á NETIÐ
19
9
8
19
9
9
2
0
0
0
2
0
0
1
2
0
0
2
2
0
0
3
2
0
0
4
2
0
0
5
2
0
0
6
2
0
0
7
2
0
0
8
2
0
0
9
PAMELA AND-
ERSON, kyntákn
og TOMMY LEE,
trommari PARIS HILTON,
athafnakona
KEELEY HAZELL,
bresk glamúrfyrirsæta
FRED DURST, söngv-
ari Limp Bizkit
KIM KAR-
DASHIAN,
athafnakona
SHAUNA SAND, leikkona
STJÖRNUR LEKA
EIGIN SPÓLUM
SHAUNA SAND
Kynlífsmyndband
hennar og kær-
asta hennar var
gefið út af klám-
framleiðandanum
Vivid.
Sigurður hefur
leikið í fjölmörg-
um auglýsingum í
gegnum tíðina. Hann
var til dæmis í frægri
1x2 auglýsingu þar sem
hann lék mann sem
rak heiftarlega við í
návist annarra.
BOBBINN! Þegar
Steindi Jr. lendir í
bobba er það yfirleitt
Bobban að kenna.
Kaupþing námsmenn
- þegar námið
skiptir höfuðmáli
- Alhliða fríðindakreditkort fyrir námsmenn
- Engin færslugjöld
- Fyrsta árgjaldið frítt
- Góðar tryggingar
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
4
67
83
0
8/
09