Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 8
8 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
1 Skjalasafn hvers var nýverið
afhent Reykjavíkurborg að
gjöf?
2 Yfir eitt hundrað fórust í
sprengjuárás í Pakistan á mið-
vikudag. Í hvaða borg?
3 Hver skoraði eina mark
íslenska kvennalandsliðsins í
knattspyrnu gegn Norður-Írum í
fyrrakvöld?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50
LÖGREGLUMÁL Byggðastofnun seldi
húsnæði í Grundarfirði, sem brann
í lok ágúst í sumar, fyrir fimm
milljónir í desember árið 2007. Síð-
asti eigandi þess, karlmaður sem
nú situr í gæsluvarðhaldi vegna
rannsóknar lögreglu á skipulagðri
glæpastarfsemi, fékk nýverið tæp-
lega fjörutíu milljónir króna út úr
tryggingunum vegna brunans.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
gær eru meðal annars til rannsókn-
ar hjá lögreglu meint tryggingasvik
vegna þessa máls. Fyrirtæki manns-
ins keypti húsnæðið í janúar á þessu
ári. Rannsókn lögreglu hefur meðal
annars snúist um ástæður þess að
brunabótamat húsnæðisins hefur
hækkað um ríflega tíu milljónir
króna frá árinu 2006, þegar það var
í eigu Byggðastofnunar.
„Ég fór að skoða þetta húsnæði
eftir að Byggðastofnun eignaðist
það árið 2006 á nauðungarsölu,“
segir Hjalti Árnason, yfirmaður lög-
fræðisviðs Byggðastofnunar. „Þetta
var eins konar skemma. Það var
ekki mikil eign í þessu og að lokum
seldum við hana ári seinna á fimm
milljónir króna.“
Umrætt húsnæði skipti svo tví-
vegis um eigendur en upp úr ára-
mótum 2009 keypti fyrirtæki í eigu
mannsins sem nú sætir gæsluvarð-
haldi húsið.
Byggðastofnun seldi brunahúsið í Grundarfirði á fimm milljónir árið 2007:
Virðið áttfaldaðist á tveimur árum
GRUNDARFJÖRÐUR Húsnæðið sem um
ræðir brann í ágúst.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
SVEITARFÉLÖG Sveitarfélagið Álfta-
nes þarf að óbreyttu að greiða
meira en 200 milljónir króna í
leigugreiðslur á næsta ári til Eign-
arhaldsfélagsins Fasteignar (EFS)
vegna sundlaugar sem tekin var
í notkun í sumar, að sögn Krist-
ins Guðlaugssonar, forseta bæjar-
stjórnar. Leigugreiðslur til Fast-
eignar á þessu ári eru áætlaðar um
160 milljónir króna. Bæjarstjórn-
in samþykkti í fyrrakvöld að óska
eftir aðkomu EFS að rekstri Álfta-
ness. Sveitarstjórn er samkvæmt
lögum skylt að leita til eftirlits-
nefndar sveitarfélaga ef hún telur
sér ekki unnt að standa í skilum.
EFS hefur ekki hafið formleg
afskipti af málum Álftaness, að
sögn Jóhannesar Finns Halldórs-
sonar, starfsmanns nefndarinnar,
en bæjarstjórn þarf að samþykkja
á tveimur fundum að leita til
nefndarinnar áður en hún tekur til
starfa. Boðað hefur verið til auka-
fundar í bæjarstjórninni í næstu
viku til þess að afgreiða málið end-
anlega.
Bæjarstjórnin samþykkti einn-
ig í fyrrakvöld endurskoðaða fjár-
hagsáætlun fyrir þetta ár. Sam-
kvæmt henni verður 86 milljóna
króna halli á rekstrinum. Í fyrra
var hallareksturinn 832 milljónir
króna. Þá voru tekjurnar um 1.160
milljónir en eftir endurskoðun fjár-
hagsáætlunar þessa árs er gert ráð
fyrir rúmlega 1.300 milljóna króna
tekjum í ár.
Kristinn Guðlaugsson sagði við
Fréttablaðið að samningurinn, sem
gerður var árið 2007, við Eignar-
haldsfélagið Fasteign væri stór
þáttur í vanda sveitarfélagsins þótt
fleiri þættir hefðu þar áhrif.
Jóhannes Finnur segir EFS ekki
munu skoða fjárhag Álftaness
formlega fyrr en eftir að málið
hafi verið rætt öðru sinni í sveitar-
stjórninni á sérstökum aukafundi
sem boðaður hefur verið í næstu
viku. Þegar afskiptin hefjast mun
EFS gera sjálfstæða rannsókn á
fjárreiðum Álftaness og leggja
áherslu á að vinna málið hratt og
í samstarfi við sveitarstjórnina.
Samkvæmt lögum er heimilt að
hækka útsvar og fasteignaskatta
um allt að 25 prósent ef sveitar-
félag getur ekki „með eðlilegum
rekstri staðið straum af lögboðnum
útgjöldum eða öðrum skuldbinding-
um sínum“. Jóhannes Finnur segir
ekki tímabært að tjá sig um hvort
til slíkra úrræða verði gripið.
peturg@frettabladid.is
Sundlaugin
að kaffæra
sveitarfélagið
Álftanes hefur óskað eftir aðstoð frá eftirlitsnefnd
sveitarfélaga. Er með 2,5 milljarða gengistryggða
skuldbindingu vegna leigugreiðslna af nýrri sund-
laug. Aukafundur í bæjarstjórn í næstu viku.
ÁLFTANESLAUG Sveitarstjórnin undirbýr að leita aðstoðar Eftirlitsnefndar með
fjármálum sveitarfélaga vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. 832 milljóna króna halli varð á
rekstrinum í fyrra. Í ár er áætlað að hallinn verði 86 milljónir.
Í byrjun 2007 seldi Álftanes íþrótta-
mannvirki sín ásamt lóð fyrir nýja
sundlaug til Eignarhaldsfélagsins
Fasteignar fyrir 785,7 milljónir
króna. Um leið keypti sveitarfélagið
hlutafé í Fasteign fyrir 394,6 millj-
ónir króna og samdi við Fasteign
um að fyrirtækið tæki að sér að
byggja nýja sundlaug og leigja hana
sveitarfélaginu. Álftanes er þriðji
stærsti hluthafi Fasteignar, með
tæplega fimmtán prósenta hlut,
en stærstu eigendur eru Íslands-
banki og Reykjanesbær með um
fjórðungshlut hvor aðili. Samningar
Álftanesbæjar við Fasteign eru til
þrjátíu ára og eru 55 prósent af
leigugreiðslum gengistryggðar. Um
síðustu áramót stóð skuldbinding
bæjarins gagnvart Fasteign í um
það bil 2,5 milljörðum króna. Leigu-
greiðslur þessa árs eru áætlaðar
um 160 milljónir króna en yfir 200
milljónir króna á næsta ári.
SELDU EIGNIR OG KEYPTU HLUTAFÉ
UMHVERFISMÁL Árni Bergmann Pét-
ursson, forstjóri Rafs ehf. á Akur-
eyri, hlaut í gær Umhverfisverð-
laun LÍÚ 2009. Viðurkenninguna
fékk hann fyrir rannsóknar- og þró-
unarvinnu við svokallaða rafbjög-
unarsíu. Notkun búnaðarins, sem
er framleiddur hjá HBT, um borð í
fiskiskipum hefur leitt til allt að tíu
prósenta olíusparnaðar með tilheyr-
andi minnkun útblásturs. Það stað-
festa mælingar úr skipum Þorbjarn-
ar hf. í Grindavík, þar sem þessi
búnaður hefur verið settur upp.
Afhending Umhverfisverðlauna
LÍÚ er orðin fastur þáttur í störf-
um aðalfundar samtakanna. Verð-
launin voru nú afhent í ellefta sinn.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, afhenti Árna
verðlaunin á aðalfundi LÍÚ í gær.
- shá
Árni Bergmann fékk Umhverfisverðlaun LÍÚ:
Dregur úr olíueyðslu
HUGVIT VERÐLAUNAÐ Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra veitti Árna Bergmann
verðlaunin á aðalfundi LÍÚ í gær. MYND/LÍÚ
SÓMALÍA Mörg hundruð brúð-
kaupsgestir voru viðstaddir
þegar Ahmed Dore gekk að eiga
Safíu Abdulleh í bænum Guric-
eel í Sómalíu.
Brúðguminn er að eigin sögn
112 ára gamall en brúðurin 17
ára. Aldursmunurinn er því níu-
tíu og fimm ár.
Ahmed á þegar átján börn
með fimm eiginkonum og hann
segist vilja eignast fleiri með
Safíu. Fréttaritari BBC í Sómal-
íu hefur eftir foreldrum brúðar-
innar að hún sé sæl með eigin-
manninn.
Ahmed segir að hann hafi ekki
neytt Safíu til ráðahagsins held-
ur hafi hann notað reynslu sína
til þess að sannfæra hana um
ást sína.
Svo hafi þau ákveðið að gift-
ast. - ót
Brúðkaup í Sómalíu:
95 ára aldurs-
munur hjóna
VESTFIRÐIR Ísafjarðarbær og sund-
félagið Vestri munu hrinda af
stað átaki til að efla sundmenn-
ingu í bænum á þriðjudaginn
kemur. Þetta kemur fram á vef
Bæjarins besta.
Átakið var styrkt af Héraðs-
sambandi Vestfirðinga og felst
í því að sundþjálfari frá Vestra
mun bjóða upp á tilsögn á bakka
í Sundhöllinni á Ísafirði þrisvar
í viku. Einnig munu starfsmenn
Sundhallarinnar skrá sundferð-
ir og vegalengdir þátttakenda
og þegar fólk hefur náð vissum
fjölda kílómetra mun það hljóta
viðurkenningu. Átakið hefst
þriðjudaginn 3. nóvember.
Ísafjarðarbær og Vestri:
Ætla að efla
sundmenningu
VEISTU SVARIÐ?