Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 27
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Systurnar Melkorka, Halla og Védís Ólafsdætur fyllast alltaf til- hlökkun um þetta leyti árs en þá standa foreldrar þeirra fyrir stórri hrekkjavöku- og þakkargjörðar- veislu. Fjölskyldan bjó í Bandaríkj- unum um miðjan níunda áratug- inn og kynntist þá báðum þessum hefðum. „Við höfum haldið árlega veislu, þar sem við skeytum þessum hefð- um saman, enda ber þær upp á svipuðum tíma árs. Við erum því bæði með kalkún eins og á þakkar- gjörðarhátíðinni og grasker eins og á hrekkjavöku,“ segir Melkorka. Hún segir bestu nýtinguna á graskerum að skera þau út og nota sem kertaluktir. Hins vegar sé hægt að gera ýmsa rétti úr ald- inkjötinu en það er nokkuð hart og þarf því yfirleitt suðu. „Margar uppskriftir sem innihalda grasker gera frekar ráð fyrir graskeri úr dós. Þetta maísbrauð, sem er ávallt á borðum í hrekkjavöku- og þakk- argjörðarveislunni, er þó með fersku graskeri.“ Systurnar hittust á dögunum og rifjuðu upp gamla tíma með því að skera út luktir og baka brauð. Listrænir hæfileikar þeirra leyna sér ekki en þær hallast að listinni bæði í leik og starfi. Melkorka leik- ur fyrstu flautu í Ástardrykknum í Íslensku óperunni og systur henn- ar munu leika tvíhöfða hafmeyju í verkinu Hnykli sem verður frum- sýnt 6. nóvember í verksmiðjuhús- næði að Bygggörðum 5 auk þess sem Halla frumsýnir verk með Stúdentaleikhúsinu daginn eftir. vera@frettabladid.is Halda í gamlar hefðir Hrekkjavakan er á morgun og eru systurnar Melkorka, Halla og Védís Ólafsdætur búnar að skera út grasker og baka brauð. Þær eru á leið í árlega hrekkjavöku- og þakkargjörðarveislu til foreldra sinna. Luktirnar eiga að vera ógnvekjandi til að fæla burt óvættir sem sveima um á hrekkjavökunni. Halla er til vinstri, Védís í miðjunni og Melkorka til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1½ bolli heilhveiti 5 tsk. lyftiduft ¾ tsk. kanill ¼ tsk. allrahanda ½ tsk. salt 1 bolli gult maísmjöl ½ bolli smjör, lint 2/3 bolli púðursykur 3 egg 3 msk. sítrónusafi 1½ bolli soðið graskers- mauk 1 bolli mjólk Þurrefnum blandað saman. Smjörið þeytt í sér skál, sykur settur út í og þeytt þar til létt. Síðan er eggjum, sítrónusafa og graskersmauki bætt við og allt þeytt vel saman. Þurrefnum og mjólk blandað í til skiptis og hrært þar til allt er vel blandað. Sett í tvö vel smurð brauðform. Bakað í 1 klst. og 20 mín. við 175°C. Látið kólna á grind í 5 mínútur áður en brauðin eru tekin úr formunum og kæld. GRASKERS-MAÍSBRAUÐ Fyrir 8 BARNALEIÐSÖGN verður um Þjóðminjasafn Íslands sunnudaginn 1. nóvember klukkan 14. Leið- sögnin er ætluð börnum frá níu til tólf ára. Ferðalag- ið hefst á slóðum landnámsmanna á níundu öld og síðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1.200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Verð 8.290 kr. Villibráðar- hlaðborð k b b22. o tó er - 18. nóvem er Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Góð tækifæris gjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.