Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 27

Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 27
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Systurnar Melkorka, Halla og Védís Ólafsdætur fyllast alltaf til- hlökkun um þetta leyti árs en þá standa foreldrar þeirra fyrir stórri hrekkjavöku- og þakkargjörðar- veislu. Fjölskyldan bjó í Bandaríkj- unum um miðjan níunda áratug- inn og kynntist þá báðum þessum hefðum. „Við höfum haldið árlega veislu, þar sem við skeytum þessum hefð- um saman, enda ber þær upp á svipuðum tíma árs. Við erum því bæði með kalkún eins og á þakkar- gjörðarhátíðinni og grasker eins og á hrekkjavöku,“ segir Melkorka. Hún segir bestu nýtinguna á graskerum að skera þau út og nota sem kertaluktir. Hins vegar sé hægt að gera ýmsa rétti úr ald- inkjötinu en það er nokkuð hart og þarf því yfirleitt suðu. „Margar uppskriftir sem innihalda grasker gera frekar ráð fyrir graskeri úr dós. Þetta maísbrauð, sem er ávallt á borðum í hrekkjavöku- og þakk- argjörðarveislunni, er þó með fersku graskeri.“ Systurnar hittust á dögunum og rifjuðu upp gamla tíma með því að skera út luktir og baka brauð. Listrænir hæfileikar þeirra leyna sér ekki en þær hallast að listinni bæði í leik og starfi. Melkorka leik- ur fyrstu flautu í Ástardrykknum í Íslensku óperunni og systur henn- ar munu leika tvíhöfða hafmeyju í verkinu Hnykli sem verður frum- sýnt 6. nóvember í verksmiðjuhús- næði að Bygggörðum 5 auk þess sem Halla frumsýnir verk með Stúdentaleikhúsinu daginn eftir. vera@frettabladid.is Halda í gamlar hefðir Hrekkjavakan er á morgun og eru systurnar Melkorka, Halla og Védís Ólafsdætur búnar að skera út grasker og baka brauð. Þær eru á leið í árlega hrekkjavöku- og þakkargjörðarveislu til foreldra sinna. Luktirnar eiga að vera ógnvekjandi til að fæla burt óvættir sem sveima um á hrekkjavökunni. Halla er til vinstri, Védís í miðjunni og Melkorka til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1½ bolli heilhveiti 5 tsk. lyftiduft ¾ tsk. kanill ¼ tsk. allrahanda ½ tsk. salt 1 bolli gult maísmjöl ½ bolli smjör, lint 2/3 bolli púðursykur 3 egg 3 msk. sítrónusafi 1½ bolli soðið graskers- mauk 1 bolli mjólk Þurrefnum blandað saman. Smjörið þeytt í sér skál, sykur settur út í og þeytt þar til létt. Síðan er eggjum, sítrónusafa og graskersmauki bætt við og allt þeytt vel saman. Þurrefnum og mjólk blandað í til skiptis og hrært þar til allt er vel blandað. Sett í tvö vel smurð brauðform. Bakað í 1 klst. og 20 mín. við 175°C. Látið kólna á grind í 5 mínútur áður en brauðin eru tekin úr formunum og kæld. GRASKERS-MAÍSBRAUÐ Fyrir 8 BARNALEIÐSÖGN verður um Þjóðminjasafn Íslands sunnudaginn 1. nóvember klukkan 14. Leið- sögnin er ætluð börnum frá níu til tólf ára. Ferðalag- ið hefst á slóðum landnámsmanna á níundu öld og síðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1.200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Verð 8.290 kr. Villibráðar- hlaðborð k b b22. o tó er - 18. nóvem er Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllum heimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Góð tækifæris gjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.