Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 10
10 30. október 2009 FÖSTUDAGUR Meira í leiðinniWWW.N1.ISSími 440 1000 AF ÖLLUM VINNU- FATNAÐI Á ÚTSÖLU- MARKAÐI N1 Í DAG! Stórverslun N1, Bíldshöfða 9 Kuldagallar, vinnugallar, flísvesti, flíspeysur, vinnubuxur, smíðavesti, öryggisskór o.fl. o.fl. o.fl. Ath – afsláttur gildir aðeins í dag, meðan birgðir endast. Opið 8:00–18:00. AÐEINS Í DAG BÍLDSHÖFÐA 9 SJÁVARÚTVEGSMÁL Adolf Guðmunds- son, formaður LÍÚ, sagði við upp- haf aðalfundar sambandsins í gær að strandveiðar sumarsins séu dæmi um misnotkun valds. „Strandveiðarnar eru komnar til að vera. Þær verða áfram í viðlíka umfangi og var í sumar,“ segir hins vegar Jón Bjarnason sjávar- útvegsráðherra. „Við höfum í áraraðir barist gegn óþolandi mismunun, þar sem ákveðnum hópum er hyglað á kostnað annarra í formi byggða- kvóta, línuívilnunar og tilfærslu aflaheimilda til smábáta, nú síð- ast með strandveiðum,“ sagði Adolf í setningarræðu sinni. Bætti hann við að fjögur þúsund tonn af þorski hefði verið uppsett verð í „pólitískum atkvæðaveið- um“. Á sama tíma hafi aflaheim- ildir atvinnuútgerða og sjómanna verið skertar um 62 þúsund tonn af botnfiski. Sjávarútvegsráðherra kom í pontu á eftir Adolfi en minntist ekki á strandveiðikerfið í sinni ræðu. Aðspurður vildi hann ekk- ert tjá sig um gagnrýni formanns- ins. Hans framtíðarsýn á strand- veiðikerfið er sú að það sé opnun inn í fiskveiðistjórnunarkerf- ið sem sé komið til að vera. Nú er beðið skýrslu frá strandsetri Háskóla Íslands á Ísafirði og síðan muni ráðuneytið gera tillögu um breytingar á stjórn fiskveiða um áframhald veiðanna á næsta ári. Það má segja að Adolf hafi höggvið til beggja handa í ræðu sinni. Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, gagn- rýndi hann afar hart fyrir ræðu hans á ársfundi ASÍ nýlega. „Yfir- lýsingar hans hafa ekki aðeins afhjúpað þekkingarleysi hans heldur hafa þær undirstrikað hroka og fyrirlitningu í garð þess fólks sem starfar við grundvallar- atvinnuvegi landsins.“ Að vonum gagnrýndi Adolf hug- myndir um upptöku aflaheimilda og sakaði stjórnvöld um að skapa óróa innan sjávarútvegsins með því að kasta fram óútfærðum hug- myndum. Hann sagði óvissuna samfara þeim þegar hafa valdið tjóni. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var einnig á meðal umfjöllunarefnis í ræðu formannsins. Hann sagðist vera þess fullviss að þjóðin myndi aldrei samþykkja aðildarsamning sem fæli í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. svavar@frettabladid.is Strandveiðar dæmi um mis- notkun valds Formaður LÍÚ hjó til beggja handa í setningarræðu aðalfundar í gær. Hann segir orð félagsmálaráðherra um sjávarútveg sýna þekkingarleysi og hroka. Strand- veiðar eru hreinar atkvæðaveiðar, að hans mati. MÁLIN RÆDD Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sjá strandveiðar ekki í sama ljósi. Hjá þeim stendur Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Átta manna þjófagengi hefur verið ákært fyrir fjölmörg innbrot, þjófnaði, fjársvik og fíkniefnabrot. Um er að ræða hóp Pólverja sem létu greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu í sumar og haust. Fólkið sóttist einkum eftir skart- gripum og dýrum tækjabúnaði, svo sem tölvum, myndavélum og flat- skjáum. Það er ákært fyrir að hafa stolið eða haft í fórum sínum muni fyrir rúmlega tuttugu og sex millj- ónir, en sumt af því sem það stal var ekki verðmetið í ákærum á hendur því. Þjófagengið stal í verslunum allt frá svínapurusteik til heils skart- gripakassa sem einn úr hópnum hrifsaði úr höndum afgreiðslu- manns í skartgripaverslun og hljóp með á brott. Í kassanum voru sex gullarmbönd og jafnmargar gull- hálsfestar. Þá braust fólkið inn á fjölmörg heimili og stal munum fyrir háar fjárhæðir. Mest virðist það hafa haft muni að verðmæti fjórar millj- ónir króna upp úr krafsinu í einu innbroti í heimahús. Einnig er það ákært fyrir allmörg innbrot í bíla og þjófnaði úr þeim. Tveir úr hópnum eru ákærðir fyrir ítrekuð fjársvik, Þeir keyptu með debetkorti á nafni S.J. Schu- bert, útgefnu í Ástralíu. - jss Átta manna gengi ákært fyrir milljónaþjófnaði: Stálu fyrir á þriðja tug milljóna ÞÝFIÐ Hluti af þýfinu sem lögregla fann hjá fólkinu sem nú er ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness. REYKJAVÍK Þeim börnum hefur fjölgað í Reykjavík sem njóta sérstakrar fjárhagsaðstoðar, en 379 hafa notið hennar á þessu ári. Aðstoðin stendur tekjulágum foreldrum til boða og er ætluð til að greiða fyrir þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi. Rétt til aðstoðarinnar hafa for- eldrar sem hafa lægri mánaðar- tekjur en sem nemur 115.567 á einstakling, eða 184.907 krónur á hjón eða sambúðarfólk. Við- miðunarupphæð aðstoðarinn- ar er 11.635 krónur á mánuði. Í bókun velferðarráðs eru foreldr- ar hvattir til að nýta sér aðstoð- ina. „Öll börn eiga rétt á að njóta frístunda, leikja við jafnaldra og hollra skólamáltíða. Það er gleði- efni að hægt sé að veita slíka aðstoð og nauðsynlegt að kynna hana vel.“ - kóp Sérstök fjárhagsaðstoð: Fleiri börn njóta aðstoðar VIÐURKENNING Grími Sæmund- sen, lækni og forstjóra Bláa lóns- ins, var í gær veitt viðurkenning SPOEX, samtaka psoriasis- og exemsjúkl inga, á alheimsdegi psoriasis. Segja samtökin fram- lag Gríms til psoriasis-með- ferðar ómet- anlegt en Bláa lónið hefur unnið markvisst að málefnum psoriasis-sjúkl inga og er meðferð þess sögð einstök á heimsvísu. Tilgangur alheimsdagsins var að fræða fólk um sjúkdóminn og vinna með þeim hætti gegn for- dómum. Psoriasis er ekki smitandi en 125 milljónir manna þjást af honum. - bþs Alheimsdagur psoriasis: Framlag Gríms sagt ómetanlegt GRÍMUR SÆMUNDSEN DÓMSMÁL Nítján ára piltur hefur verið dæmdur í tíu mánaða fang- elsi, þar af sjö mánuði á skilorði, fyrir að stela sex gaskútum, sjö flöskum af Smirnoff vodka og einni af Gordons gini, auk fleiri þjófnaðarbrota. Gaskútunum stal pilturinn frá fyrirtækjum eða útigrillum í nágrenni við heimili sitt á Akur- eyri. Auk þeirra og áfengisins stal pilturinn einnig afgreiðslu- kassa verslunar, tveimur leikja- tölvum, peningum, greiðslukort- um og fleiru sem hönd á festi. Hann á langan brotaferil að baki. - jss Nítján ára piltur: Stal gaskútum, gini og vodka STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli Alþingis, forsætisráðherra og dómsmála- og mannréttindaráð- herra á því að ekki hefur verið farið að lögum í útgáfu laga- safns í prentuðu formi hér á landi. Í lögum frá 1929 kveður á um sérstaka laganefnd sem sjái um útgáfuna. Þessi nefnd virðist aldrei hafa verið skipuð heldur hefur verið stuðst við reglugerð dómsmálaráðuneytis um fram- kvæmdina á útgáfu lagasafns- ins. Það er ekki í samræmi við lögin að mati umboðsmanns Alþingis og beinir hann þeim tilmælum til yfirvalda. Því er framkvæmd á útgáfu lagasafnsins ólögleg. Umboðsmaður Alþingis: Útgáfa laga- safns úrskurð- uð ólögleg FJÖLDABRÚÐKAUP Þessi hjón voru ein af mörgum brúðhjónum sem tóku þátt í fjöldabrúðkaupi á Suður-Ind- landi. Í tilefni af því þurftu þau að maka lituðum gulum hrísgrjónum í hár hvors annars, en það er hluti af brúðkaupsathöfninni. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.