Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 30. október 2009 21 UMRÆÐAN Ómar Sigurðsson skrifar um orkumál Sigmundur Einars-son skrifar grein um „Hinar miklu orku- lindir Íslands“ á vef- ritið Smuguna. Grein- in er um margt ágæt í umræðunni um orku- mál, en niðurstaða hennar er sú helst að ekki verði næga raforku að hafa eftir að virkjað hefur verið fyrir álver á Bakka og í Helguvík. Í síð- ari greininni „Orkudraumar á teikniborði Norðuráls“ á sama stað fer Sigmundur meira út í að munnhöggvast vegna pist- ilsins „Yfirdrifin orka fyrir Helguvík“ á heimasíðu Norður- áls. Sammerkt báðum greinum hans er að hann dregur mjög úr mati á mögulegri nýtingu jarð- hitasvæða á Reykjanesskaga. Ekki hefur hann nein gögn því til stuðnings eða rök til að gera það heldur lætur þar meira eigin tilfinningu ráða. Þannig minnk- ar hann rafafl þeirra svæða um minnst 400 MWe, sem leiðir hann síðan að fyrrgreindri ályktun. Reykjanesvirkjun og Krýsuvík Ef skoðaðir eru þeir virkjunar- kostir sem hann kýs að sleppa eða minnkar mat þeirra sem fyrir eru eftir eigin tilfinningu, þá er þar fyrst að nefna stækk- un Reykjanesvirkjunar. Stækk- un Reykjanesvirkjunar um allt að 100 MWe hefur þegar farið gegnum mat á umhverfisáhrif- um og umsókn um virkjana- leyfi hefur verið lögð inn. Þar telur Sigmundur að virkjunar- leyfi fáist ekki því niðurdráttur í jarðhitakerfinu sé talinn mik- ill af Orkustofnun, samanber til- vitnun í umhverfismatsskýrslu. Því er til að svara að þó að nið- urdráttur hafi orðið sneggri í jarðhitakerfi Reykjaness en víð- ast í öðrum jarðhitakerfum á Íslandi er hann ennþá minni en t.d. í Svartsengi og meira en tvö- falt minni en þekkist í rekstri jarðhitakerfa erlendis. Líkan- reikningar benda jafnframt til að eftir stækkun virkjunarinn- ar verði niðurdráttur þar vel innan ásættanlegra viðmiða og því engin ástæða að fella þenn- an virkjunarkost út sem orkuöfl- unarkost. Í öðru lagi lækkar Sigmund- ur mat Rammaáætlunar fyrir Trölladyngju-Krýsuvíkursvæð- ið úr um 480 MWe í 160 MWe eða niður í 1/3 af mati Rammaáætlun- ar. Aftur hefur hann engin gögn til þess önnur en að honum finn- ist það eðlilegt. Mat Rammaáætl- unar er hins vegar byggt á viður- kenndum aðferðum fyrir svæði þar sem takmörkuð gögn eru til- tæk. Þar er beitt svonefndri rúm- málsaðferð sem er viðurkennd aðferð til að gera fyrsta mat fyrir lítið þekkt jarðhitasvæði. Þar til frekari gögn liggja fyrir um Trölladyngju-Krýsuvíkur- svæðið eru ekki fyrir hendi rök til að breyta þessu mati. Tæknin er fyrir hendi Á ágætum opnum fundi Samorku, sem haldinn var 21. október sl. um sjálfbæra nýtingu jarðhitans (sjá samorka.is) kom fram í erindi Ólafs Flóvenz, forstjóra ÍSOR, að jarðhitamat frá 1985 áætlaði að innan gosbeltisins væri til stað- ar varmaorka í efstu 3 km jarð- skorpunnar sem gæti samsvarað rafafli yfir 36.000 MWe í 50 ár. Um 5-6% af flatarmáli gosbelt- isins eru á Reykjanesskaga og aflgeta hans gæti þannig verið yfir 1.900 MWe í 50 ár. Ef bætt væri við varmaorkunni á 3-5 km dýpi myndi aflgetan á Reykja- nesskaga meir en tvöfaldast og fara yfir 4.000 MWe. Á Reykja- nesskaga og að Þingvallavatni er nú þegar virkjað rafafl í jarðhita rúm 500 MWe eða um fjórðungur þess sem áætlað er að megi vinna á skaganum innan 3 km dýpis og aðeins um 12% þess sem áætlað er að vinna megi niður á 5 km dýpi. Þá má nefna að í umhverf- ismat hafa þegar farið væntanlegir virkjana- kostir á þessu svæði fyrir um 400 MWe. Er það innantómur draumur að hægt sé að vinna þennan varma forða á næstu árum? Vantar tækni til þess? Svarið er nei, tæknina vantar ekki. Við núverandi jarðhita- virkjanir eru boraðar vinnsluholur niður á allt að 3 km dýpi. Erlendis er algengt að bora holur niður á 5 km dýpi og hafa íslensk fyrirtæki tekið þátt í þannig borun. Þannig hafa fyrirtækin aflað sér reynslu og þekkingar sem slík borun krefst. Tæknin er þekkt og tækjabúnað- urinn til, en hann þyrfti að flytja til landsins. Talið er að lekt jarð- laga minnki með auknu dýpi vegna meiri samþjöppunar jarð- laganna. Því er ólíklegra að hitta á eins gjöfular vatnsæðar og nú eru nýttar því dýpra sem er farið. Hins vegar þarf það ekki að hamla nýtingu. Til er tækni til að brjóta berg á svo miklu dýpi og mynda þannig þá nauðsynlegu lekt sem flutningsmiðill varma- orkunnar þarf. Þó að þessi tækni (e. Engineered Geothermal Syst- ems) sé enn talin í þróun, eins og reyndar öll tækni, þá er hún reynd og hefur sannað notagildi sitt. Það má t.d. benda á þannig „manngerð“ jarðhitakerfi í Ástr- alíu. Til að beita þessari tækni hérlendis þarf lítið annað en að flytja inn tækjabúnaðinn til þess. Þetta er því ekki draumur. Rannsóknarboranir eru nauð- synlegar til að meta nánar afl, nýtingarhæfni og hagkvæmni nýtingar orkulinda, en þær eru oft settar í þung og tímafrek leyf- isveitinga-, umsagna- og skipu- lagsferli. Það eru því frekar tafir eða aðrar hömlur á rannsóknar- borunum sem geta valdið því að ætlaðir virkjunarkostir séu ekki tiltækir þegar markaður verður fyrir hendi til að nýta þá. Rangt er að halda því fram að orkulind- ir séu ekki nægar eða að áhugi orkufyrirtækja á varfærinni nýt- ingu þeirra sé ekki fyrir hendi. Höfundur er forðafræðingur HS Orku hf. Orkulindir Íslands eru miklar Er það innantómur draumur að hægt sé að vinna þennan varmaforða á næstu árum? Vantar tækni til þess? Svarið er nei, tæknina vantar ekki. Við núverandi jarðhitavirkjanir eru boraðar vinnsluholur niður á allt að 3 km dýpi.ÓMAR SIGURÐSSON Allur matur 990 kr Pepperoni baka fyrir djarfa krakka, 500 Kr Frítt gos Lifandi tónlist & ýmsar uppákomur 2 fyrir 1 af bjór og kaffi. Örugglega besti persneski maturinn á norðurslóðum Elham Tehrani,matvælafræðingur & matreiðsludama býður ykkur öll velkomin. Frá kl. 16:00, 30. okt til lokunar 31. okt . eldhrymnir.is • Höfðtatorg • Borgartún 14 • s. 561 0990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.