Fréttablaðið - 02.11.2009, Page 2
2 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
–fegurðin býr í bókum
Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea
Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip.
Tryggðu þér eintak í tíma.
HEILBRIGÐISMÁL Töluvert er um
að fólk leiti sér læknisaðstoðar
eftir að hafa drukkið svokallaða
orkudrykki. Þetta segir Ófeig-
ur T. Þorgeirsson, yfirlæknir á
slysa- og bráðasviði. Hann segir
nauðsynlegt að fólk lesi inni-
haldslýsingar og virði ráðlagðan
hámarksskammt. „Þetta eru mjög
varasamir drykkir í of miklu og
of hröðu magni,“ segir Ófeigur um
orkudrykki almennt.
Ákveðið var fyrir skömmu að
banna neyslu orkudrykkja í félags-
miðstöðvum Kópavogs eftir að
ungmenni höfðu gert sér að leik
að fá sér marga í einu.
Segir Arna Margrét Erlingsdótt-
ir, verkefnisstjóri tómstundamála
í Kópavogi, að sérstaklega séu lítil
skot sem nýlega komu á markað
varasöm. Þau er auðvelt að inn-
byrða hratt og í miklum mæli og
geta afleiðingarnar orðið alvar-
legar eftir því. Orkudrykkurinn
sem rætt er um er svonefnt Burn
orkuskot en í innihaldslýsingu frá
Vífilfelli segir: „Getur innihaldið
snefil af hnetum og jarðhnetum.
Eitt skot (50 ml) á dag. Neysla
má ekki fara yfir dagskammtinn.
Geymist þar sem börn ná ekki til.
Þessi vara er ekki fyrir börn undir
14 ára aldri, barnshafandi konur
og persónur sem eru viðkvæm-
ar fyrir koffeini. Notið ekki sem
valkost á móti fjölbreyttu fæði.
Blandið ekki saman við áfengi.“
Arna segir að komið hafi fyrir
að krakkarnir hafi jafnvel drukk-
ið þrjú svona glös á skömmum
tíma. Ungmenni átti sig oft ekki á
mikilvægi þess að kanna innihald
og ráðlagðan dagskammt og haldi
að þau verði uppfull af orku við að
drekka mikið magn. Þau komist þó
oft síðar að því að mikil vanlíðan
er fylgifiskur ofskömmtunar.
Meðal einkenna sem fólk kvart-
ar yfir þegar það leitar sér aðstoð-
ar hjá lækni vegna orkudrykkja
segir Ófeigur vera: Hraður hjart-
sláttur, almenn vanlíðan, sviti,
höfuðverkur og svo hár blóðþrýst-
ingur, þótt fólk finni oftast ekki
fyrir síðastnefnda einkenninu þá
sé hár blóðþrýstingur óneitanlega
algengur fylgikvilli orkudrykkj-
aþambs.
Arna hefur sent bréf til allra
foreldra 13 til 16 ára ungmenna
vegna málsins og hvetur starfs-
menn félagsmiðstöðva og foreldra
alla til að hafa vakandi auga með
þessu og ræða við unglingana um
afleiðingar af ofneyslu þessara
drykkja. karen@frettabladid.is
Leita læknis eftir
neyslu orkudrykkja
Nýr orkudrykkur í litlum umbúðum með miklum styrk örvandi efna frá Vífil-
felli þykir varasamur. Dæmi eru um að fólk, sérstaklega ungmenni, hafi þurft á
læknisaðstoð að halda eftir að hafa drukkið of mikið magn af honum í gáleysi.
LÍTIL, HANDHÆG OG VARASÖM Litlu orkuskotin af Burn er auðvelt að innbyrða en
styrkur örvandi efna í þeim er mikill og því varasamt að drekka of mikið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þetta eru
mjög vara-
samir drykkir í of
miklu magni og of
hröðu magni.
ÓFEIGUR T. ÞORGEIRSSON
YFIRLÆKNIR Á SLYSA- OG BRÁÐASVIÐI
Gylfi, var þetta lán í óláni?
„Já, þetta var lán í óláni. Þú botnaðir
þetta fyrir mig.“
Gylfi Ægisson segir frá 5.000 króna láni
sem hann fékk frá Kristjáni Eldjárn, fyrr-
verandi forseta, í væntanlegri ævisögu.
Gylfi greiddi lánið til baka þegar hann var
orðinn edrú nokkrum árum síðar og gaf
forsetanum og hans frú tvö málverk.
LANDBÚNAÐUR Jón Þórðarson, landeigandi að Suður-
eyri í Tálknafirði, hefur afturkallað leyfi til smöl-
unar á villifé í fjallinu Tálkna. Segir hann að leyfið
hafi hann gefið með þeim fyrirvara að féð yrði ekki
rekið fram af björgum eða í sjó fram líkt og hafi
gerst við smölun í kringum árið 2004 og tekið fram
að annars myndi hann kæra aðfarirnar yrði slíkt
endurtekið. „Ég tók það fram að ef sama framferði
yrði sýnt yrðu menn kærðir, bæði þeir sem stæðu
að málinu og þeir sem framkvæmdu.“
Jón segir að hann geti ekki séð að staðið hafi verið
við samninginn eftir að hafa skoðað upptökur RÚV
frá smöluninni. Hann ætlar að kalla eftir skýrslu
um málið og útskýringum á því hvar leiðigirðingar
hafi verið settar upp.
„Það hefur oft verið grisjað úr þessum stofni
en misjafnar aðferðir hafðar á við það,“ segir Jón
og nefnir að á seinni part níunda áratugarins hafi
Landhelgisgæslan og víkingasveitin skotið á féð
úr þyrlu. Skotin hafi orðið til þess að féð fældist og
hljóp fram af björgum og út í sjó. Árið 2000 hafi svo
verið grisjað úr stofninum af skynsemi og með vel
úthugsuðum leiðigirðingum sem notaðar eru til að
beina fénu á réttar brautir. Reyndar hafi ástæðan
fyrir því að ráðist var í smölun verið sú að talið var
að riða væri í fénu, síðar hafi komið í ljós að svo var
ekki. Riða hafi aldrei mælst í þessum fjárstofni. - kdk
Jón Þórðarson, landeigandi við Tálkna, er ósáttur við aðfarir smalamanna:
Smalar í Tálkna hugsanlega kærðir
LÖGREGLUFRÉTTIR Stúlka kastaði
glasi í höfuð lögreglumanns á
Selfossi í fyrrinótt. Lögreglumað-
urinn var við störf fyrir utan 800
Bar á Selfossi og var árásin með
öllu tilefnislaus.
Lögregluþjónninn fékk kúlu
á höfuðið og mar en stúlkan var
látin sofa úr sér í fangageymslu.
Sömu nótt velti maður bíl
sínum í bænum og lítur út fyrir
að tildrög þess hafi verið að bíl-
stjórinn hafi verið að leika sér að
því að spóla í hringi. - kdk
Stimpingar á Selfossi:
Henti glasi í
höfuð lögreglu
SAUÐFÉ Á BEIT Leyfi til smölunar á Tálkna hefur verið aftur-
kallað.
HEILBRIGÐISMÁL Aldrei hafa fleiri sjúklingar
legið á Landspítalnum með svínaflensu. Þar
liggja nú 45 sjúklingar með flesuna, þar af ell-
efu á gjörgæsludeild. Björn
Zoëga, forstjóri Landspítal-
ans, segir að hann eigi von
á því að í vikunni komi í ljós
hvort flensan eigi enn eftir
að versna eða hvort nú muni
loks fara draga úr henni. Svo
gæti farið að um 100 manns
til viðbótar þyrftu að leggj-
ast inn. Þar með gætu sjúk-
lingar á gjörgæsludeild orðið
allt að þrjátíu talsins en að
jafnaði hefur fólk, þungt haldið af svínaflensu,
þurft að dvelja þar í þrjá til fjórar vikur. Spít-
alann segir hann þó geta annað slíku álagi.
Spurður um hvort einhver sjúklinganna sé í
lífshættu svarar hann að erfitt sé að segja til
um slíkt en ástand sjúklingana á gjörgæslu sé
vissulega alvarlegt. Spítalinn verður áfram
hafður á virkjunarstigi.
Telja má að aðeins eitt prósent þeirra sem
smitast af flensunni leiti sér aðstoðar á heil-
brigðisstofnun og má því ætla að fjöldi þeirra
sem fengið hafa flensuna sé miklu meiri en
staðfestar tölur segja til um.
Svínaflensan virðist leggjast þyngra á
Íslendinga en nágrannaþjóðirnar en Björn
segir skýringuna á því ef til vill vera þá að
flensan hér hafi verið fyrr á ferðinni. - kdk
Aldrei fleiri með svínaflensu á Landspítalanum:
Flensan gæti enn átt eftir að versna
BJÖRN ZOËGA
BRETLAND 24 ára gamall maður í
Skotlandi brenndist illa á hönd-
um og fótum eftir að kveikt var í
honum í lest á laugardag.
Maðurinn var á leið heim af
knattspyrnuleik þegar atvik-
ið varð. Hann er stuðningsmað-
ur Aberdeen og þónokkur fjöldi
stuðningsmannanna klæddist
kindabúningum á laugardag. Í
lestinni var kveikt í búningnum og
maðurinn hljóp alelda um lestina.
Aðrir farþegar helltu bjór á hann
til að slökkva eldinn. Lestin var
svo stöðvuð til að hægt væri að
huga að manninum. 23 ára gam-
all maður hefur verið handtekinn
grunaður um íkveikjuna. - þeb
Hrekkjavaka í Skotlandi:
Kveikt í manni
í kindarbúningi
BÓLUSETTIR HEILBRIGÐISSTARFSMENN Útlit fyrir
að almenn bólusetning við inflúensunni geti
hafist í síðari hluta nóvember.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
SPÁNN, AP Tvær konur létu lífið
þegar skriða féll á eyjuna Ten-
erife á Kanaríeyjum í gærdag.
Óttast er að tveir til viðbótar hafi
grafist undir henni.
Stór hluti úr kletti brotnaði og
féll á litla strönd á vesturhluta
eyjunnar. Ströndin heitir Playa
de los Gigantes og er vinsæll
áfangastaður ferðamanna frá
Norður-Evrópu. Gott veður var
í gær og fjölmenni var á strönd-
inni. Um 150 björgunarmenn
vinna nú á staðnum. Tvö lík hafa
fundist, annars vegar af konu
sem talin er vera heimamaður, og
hins vegar af breskri konu sem
var í fríi með fjölskyldu sinni. þeb
Hluti úr kletti féll á strönd:
Tveir látnir á
Tenerife
REYKJAVÍK Þyrping hefur sótt um
leyfi til að fá að breyta einum
íbúðaturni í Skuggahverfi í hótel.
Það mundi rúma allt að 160 her-
bergi. Þetta kom fram í fréttum
RÚV í gær.
Þar var rætt við forstjóra Þyrp-
ingar, Odd Víðisson, sem segir hót-
elrekanda mjög áhugasaman um
að koma upp hóteli í hæsta turnin-
um við Skúlagötu. Þyrping hefur
sótt um leyfi til breytinganna hjá
skipulagsyfirvöldum í Reykjavík,
en engin svör fengið. Oddur vísar
til þess að í nágrenninu sé verið að
undirbúa 400 herbergja hótel tengt
Austurhafnarverkefninu, en ríkis-
valdið og Reykjavíkurborg standa
að því. Þyrping vilji leyfi til sama
reksturs. - kóp
Þyrping sækir um leyfi:
Vill breyta
turni í hótel
VILL HÓTEL Þyrping hefur sótt um leyfi
til að breyta hæsta turninum við Skúla-
götu í hótel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GUANTANAMO
Fangar bólusettir
Meintum hryðjuverkamönnum sem
dúsa í Guantanamo Bay-fangelsinu
býðst að verða bólusettir gegn svínaf-
lensu á næstunni. Verður það gert
þrátt fyrir gagnrýnisraddir í Bandaríkj-
unum.
SPURNING DAGSINS