Fréttablaðið - 02.11.2009, Side 6
6 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
FISKVEIÐAR Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, segir að leita
þurfi skýringa á því hvers vegna
verð á fiskmörkuðum hér á landi
og útflutningsverð þróaðist ekki
í takt við gengisfall krónunnar
framan af ári.
„Það hefur eitthvað gerst á
mörkuðunum,“ segir Örn. „Ég
velti því fyrir mér hvaða hlekk-
ur hafi brostið, þar sem framboð
var svipað milli ára. Verðfallið er
með þvílíkum ólíkindum að það
kallar á opinbera rannsókn.“
Meðalverð á þorski á fiskmörk-
uðum hér á landi lækkaði um 21
prósent í krónum fyrsta þriðjung
ársins. Á sama tíma jókst útflutn-
ingsverðmæti ferskra þorskflaka
um 10 prósent í krónum talið en
gengi krónunnar féll um 47 pró-
sent gagnvart evru og 38 prósent
gagnvart sterlingspundi.
Örn gerði þessi mál að umtals-
efni í ræðu á aðalfundi Lands-
sambands smábátaeigenda um
miðjan október. Þar staðhæfði
hann að þótt það væri viðtekin
skoðun í þjóðfélaginu að fall krón-
unnar hefði komið útflutnings-
greinunum til góða hefði smábáta-
útgerðin staðið styrkari fótum
með sterka krónu en veika.
„Það er til dæmis sárgrætilegt
að bera saman verð á óslægð-
um þorski á fyrsta þriðjungi
yfirstandandi árs og í fyrra.
Þrátt fyrir tuga prósenta veik-
ingu krónunnar gagnvart evrum
og pundum svo dæmi sé tekið,
dugar það ekki til. Allir mánuð-
irnir skiluðu lægra verði í krón-
um talið fyrir þorsk en 2008,“
segir Örn. „Upphæðir sem hér
um ræðir eru gríðarlegar, í stað
tugaprósenta hækkunar var nið-
urstaðan 17 prósenta lægra verð
en í fyrra.“
Á fiskmörkuðum var meðal-
verðið á óslægðum þorski 213
krónur fyrsta þriðjung ársins en
258 krónur í fyrra. „Það vantaði
21 prósent til að ná sama verði,
þrátt fyrir 47 prósenta hrun krón-
unnar gagnvart evru og 38 pró-
senta gagnvart pundi,“ segir Örn.
Hann segir að verðlækkanir á
erlendum mörkuðum nægi engan
veginn til að skýra málið.
Svo virðist sem breyting hafi
orðið á þessari þróun frá því í
sumar. Verð á innlendum fisk-
mörkuðum hefur farið hækkandi.
Meðalverðið hefur verið á bilinu
300-400 krónur fyrir óslægðan
þorsk frá því í sumar og hefur
ekki verið hærra en nú undanfar-
in ár. Um fjórðungur þorskaflans
hefur verið seldur á fiskmarkaði í
ár. Upplýsingar um þróun útflutn-
ingsverðs liggja hins vegar ekki
fyrir.
peturg@frettabladid.is
FISKVERÐ Meðalverð á fyrsta þriðjungi ársins 2008 jafngilti 2,37 evrum en fyrsta
þriðjung þessa árs var meðalverðið aðeins 1,25 evrur. Verðlækkanir erlendis skýra
þetta ekki, segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
ÞEIR SPARA
MEST SEM SKRÁ
SIG STRAX
Dekkja-, smur- og
viðgerðaþjónusta
-15%
Skráðu þig í Sparitilboð N1 og
lækkaðu rekstrarkostnað bílsins
um tugi þúsunda króna á næstu
12 mánuðum.
Reiknaðu hvað þú sparar
og skráðu þig á N1.is.
Telur verðfall á fiskmörk-
uðum kalla á rannsókn
Verð á fiskmörkuðum og útflutningsverð þróaðist ekki í takt við gengisfall krónunnar framan af ári. „Það
hefur eitthvað gerst á mörkuðunum,“ segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
VIÐSKIPTI Allt stefnir í að Nýja
Kaupþing eignist 40 prósenta hlut
í Högum og Jón Ásgeir Jóhann-
esson og aðrir fjárfestar haldi 60
prósenta hlut í félaginu með því
að leggja fram sjö milljarða. Með
þessu yrði núverandi móðurfélag
Haga skuldlaust og úr sögunni.
Erlendir kröfuhafar bera að mestu
leyti tugmilljarða króna tjónið sem
fylgir þessu. Fréttastofa Stöðvar 2
greindi frá þessu í gær.
Hagar, sem reka meðal annars
verslanirnar Hagkaup, Bónus og
10-11, eru eina eign eignarhalds-
félagsins 1998. Það félag er í eigu
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
fjölskyldu. Árið 2008 fékk félagið
rúmar 260 milljónir evra að láni
hjá Kaupþingi til að kaupa Haga
út úr Baugi. Miðað við núverandi
gengi krónunnar nemur sú skuld
ríflega 48 milljörðum króna. Líkt
og gildir um aðrar innlendar eignir
bankans var skuld 1998 við Kaup-
þing flutt yfir í nýja bankann við
bankahrunið.
Endurskipulagning á eignar-
haldi Haga stendur yfir þessa
dagana en tveir fulltrúar frá Nýja
Kaupþingi hafa þegar tekið sæti í
stjórn 1998.
Samkomulag þetta sem nú er á
teikniborðinu felur einnig í sér að
núverandi móðurfélag Haga, 1998,
verði skuldlaust og úr sögunni.
Fimmtíu milljarða skuld 1998
hjá Kaupþingi var flutt yfir í nýja
bankann með afföllum. Í raun bera
erlendir kröfuhafar því tjónið.
Hins vegar er ljóst ef þetta geng-
ur eftir að Kaupþing er að afskrifa
tugi milljarða króna.
Endurskipulagning á eignarhaldi Haga:
Kaupþing gæti
eignast 40 prósent
VERSLUNIN 10-11 Hagar reka meðal
annars verslanirnar Hagkaup, Bónus og
10-11.
DANMÖRK Litlu munaði að illa færi þegar stærsta
skemmtiferðaskip heims sigldi undir Stórabeltis-
brúna í gærkvöldi. Skipið er sjö metrum of hátt til
að fara undir brúna en það rétt slapp eftir að skor-
steinar þess voru lækkaðir.
Oasis of the Seas er stærsta skemmtiferðaskip í
heimi en það var smíðað í Finnlandi. Til að kom-
ast til heimahafnar í Flórída þarf skipið að fara um
Stórabeltisbrúna sem tengir saman Fjón og Sjáland.
Vandamálið er bara að skipið er sjö metrum
hærra en brúin. Þegar skorsteinar skipsins höfðu
hins vegar verið lækkaðir munaði hálfum metra á
brúnni og skipinu. Þótt það stæði tæpt var ákveðið
að láta vaða á fullri ferð. Ástæðan er sú að á fullri
ferð leggst skipið dýpra í sjóinn og þannig slapp
skipið undir brúna.
Sem fyrr segir er skipið engin smásmíði, það er
225 þúsund brúttótonn sem gerir það fimm sinnum
stærra en Titanic og 15 sinnum stærra en Detti-
foss og Goðafoss sem eru stærstu fraktskip íslenska
skipaflotans.
Skorsteinar stærsta skemmtiferðaskips heims lækkaðir vegna Stórabeltisbrúar:
Sigldi á fullu stími undir brúna
SIGLT UNDIR BRÚNA Skemmtiferðaskipið Oasis of the Seas
smeygir sér undir Stórabeltisbrúna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KOSOVO Bill Clinton, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna, var í gær
viðstaddur þegar afhjúpuð var
þriggja og hálfs metra há stytta
af honum í miðborg Pristína, höf-
uðborg Kosovo.
Þúsundir Albana buðu Clinton
velkominn, en hann er þjóðhetja
í Kosovo eftir að hann fyrirskip-
aði loftárás á hersveitir Serba
árið 1999. Styttan er úr bronsi og
stendur á Clinton-stræti en gatan
var í þakklætisskyni nefnd eftir
forsetanum. Í ræðu sinni sagð-
ist Clinton aldrei hafa búist við
því að svo stór og tignarleg stytta
yrði reist sér til heiðurs. - afb
Albanar hylla fyrrum forseta:
Bronsstytta af
Bill Clinton
BRONS Styttan stendur við Clinton-
stræti í Pristína.
ÍRAK, AP Að minnsta kosti tíu
manns létu lífið í sprengjuárás-
um í Írak í gær.
Fimm manns létu lífið þegar
sprengja sprakk á reiðhjóli í suð-
urhluta Íraks í gær. Tæplega
fjörutíu manns til viðbótar særð-
ust.
Tveir létust þegar bílasprengj-
ur sprungu í Ramadi í vestur-
hluta landsins. Þá féllu þrír þegar
sprengja sprakk í strætisvagni í
suðurhluta landsins.
Aðeins er vika liðin frá því að
sprengjuárásir urðu 155 manns
að bana í mannskæðustu árásum
í landinu í rúm tvö ár.
- þeb
Áframhaldandi ofbeldi í Írak:
Tíu létust í
sprengingum
ÍTALÍA Lögreglan í Napólí á Ítalíu
handtók í gær tvo mafíósa degi
eftir að bróðir þeirra var hand-
tekinn en sá hafði verið á flótta í
fimmtán ár.
Bræðurnir Pasquale og Carm-
ine Russo eru grunaðir um morð
og aðra mafíustarfsemi. Pasqu-
ale er á lista yfir 30 hættulegustu
flóttamenn Ítalíu og hefur verið
á flótta frá árinu 1995. Salvatore
Russo, bróðir þeirra, er einnig á
listanum, en hann var handtekinn
á sveitabæ á laugardag.
Yfirvöld segja að Pasquale hafi
stýrt mafíunni í Napolí en hún er
talin ein áhrifamestu og hættu-
legustu glæpaklíka Ítalíu.
- afb
Fimmtán ár á flótta:
Mafíósar hand-
teknir í Napolí
HANDTEKINN Carmine Russo og bróðir
hans, Pasquale, stjórnuðu mafíunni í
Napolí.
Hefur þú farið á McDonald´s
í vikunni í tilefni af brotthvarfi
staðanna af landinu?
Já 10,5%
Nei 89,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú byrjuð/byrjaður að huga
að jólunum?
Segðu þína skoðun á vísir.is
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ekið á hross
Eitt hross drapst þegar ekið var inn í
hrossahóp í umdæmi Sauðárkróks-
lögreglu í gærkvöldi. Ökumaður
bílsins slapp með skrámur en bíllinn
er líklega ónýtur.
KJÖRKASSINN