Fréttablaðið - 02.11.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 02.11.2009, Síða 11
MÁNUDAGUR 2. nóvember 2009 11 „DV er bara besta blaðið í dag. Langbesta blaðið. Það þorir að segja hlutina og tala um þá eins og þeir eru. Mér finnst þeir vera komnir með ansi þéttan hóp af blaða- mönnum. Á meðan eitt blaðið er í hers höndum og annað þorir voða litlu og hefur nú aldrei gert því það á svo mikið undir af auglýsingum. DV er mest afgerandi blaðið. Almennt séð finnst mér mest púður í DV.“ Þorir meðan aðrir þegja . . . nú á mánudögum -Egill Helgason í morgunspjalli á Rás 2 30. október 2009 EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu níu mánuði ársins var 108,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Í september- mánuði voru fluttar út vörur fyrir 43,7 millj- arða króna og inn fyrir tæpa 40,6 milljarða króna. Vöruskiptin í september voru því hag- stæð um 3,1 milljarð króna. Í september 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 9,7 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að fyrstu níu mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 341,2 milljarða króna en inn fyrir 297,5 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 43,8 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 64,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 108,7 milljörð- um króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Fyrstu níu mánuði ársins 2009 var verð- mæti vöruútflutnings 128,7 milljörðum eða 27,4 prósent minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,7 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9,5 prósent minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 49,6 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 29,5 pró- sent minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnað- arvara, aðallega áls, en einnig var samdráttur í útflutningi á skipum og flugvélum og sjávaraf- urðum. Fyrstu níu mánuði ársins var verðmæti vöruinnflutnings 237,4 milljörðum eða 44,4 pró- sent minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í innflutningi nær allra liða innflutnings, mest í hrá- og rekstrarvöru, flutningatækjum og fjárfestingavöru. Vöruskiptajöfnuður 108 milljörðum hagstæðari en á sama tíma í fyrra: Sjávarafurðir vega þyngst í útflutningi TIL ÚTFLUTNINGS Sjávarafurðir námu rúmum 44 pró- sentum af öllum útflutningi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR VIÐSKIPTI Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tíma- bundið í starf forstjóra Atorku Group. Ráðn- ing hans stend- ur til áramóta á meðan unnið er að því að ljúka nauðasamning- um félagsins, að því er segir í tilkynningu Kauphallar- innar. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni Atorku Group um heimild til að leita nauðasamninga við lán- ardrottna fyrir viku. Benedikt var áður fram- kvæmdastjóri hjá Atorku. Hann tekur við af Magnúsi Jónssyni sem lét af störfum í enda sept- ember í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. - jab Nýr forstjóri yfir Atorku Group: Situr fram á gamlárskvöld MAGNÚS JÓNSSON Aserar Evrópumeistarar Aserbaídsjan varð efst á Evrópumeist- aramóti landsliða í skák sem fram fór í Novi Sad í Serbíu. Rússland varð í öðru sæti og Úkraína í því þriðja. Ísland lenti í 34. sæti af 38 liðum en íslenska liðið var án stórmeistara. SKÁK SVEITARSTJÓRNIR Eignarhaldsfé- lagið Brunabótafélag Íslands hefur styrkt Hveragerðisbæ um fimm hundruð þúsund krónur til að gera fótabað. „Verkefnið er hluti af endurbótum og uppbygg- ingu svæðisins með það að mark- miði að auka aðsókn ferðamanna á Hverasvæðið,“ segir um málið í fundargerð mannvirkjanefnd- ar Hveragerðis. „Hverasvæðið er eitt af fáum svæðum þar sem hægt er að sjá fjölbreytta nýtingu jarðhita á Íslandi með ræktun í gróðurhúsum, fótabaði í hvera- vatni, borholum, suðu á eggjum, rúgbrauðsbakstur auk goshvera, leirhvera og hveralækja.“ - gar Styrkur frá Brunabótafélaginu: Hálf milljón gefin í fótabað JARÐHITI Í HVERAGERÐI Auka á dagskrá á hverasvæðum í Hveragerði. Bæjarstjórnin í beinni Senda á bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi beint út á netinu. Bæjarstjórn samþykkti tillögu um þetta á miðvikudag. „Verkefnið hefur verið í skoðun um nokkurn tíma en kostnaður vegna þess hefur þótt of hár til þess að unnt væri að ráðast í það. Nú er önnur staða uppi og því er lagt til að verkefninu verði hrundið í framkvæmd“, segir í tillögunni. SELTJARNARNES BANDARÍKIN Breska olíufélagið BP hefur verið sektað um 87 millj- ónir dala vegna sprengingar sem varð í Texas árið 2005. 15 létu lífið og 180 særðust í sprenging- unni. Bandarísk stofnun, sem sér um öryggismál á vinnustöðum, kvað upp úr um sektina. BP var talið bera ábyrgð á 270 brotum á öryggisreglum sem leiddu til sprengingarinnar. Fyr- irtækið greiddi 21,3 milljón- ir dollara í sekt árið 2005 vegna sprengingarinnar, 50 milljónir dollara árið 2007 og hefur greitt meira en 2 milljarða dollara í einkamálum eftirlifenda og fjöl- skyldna fórnarlamba. - kóp Breski olíurisinn BP: Há sekt vegna sprengingar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.