Fréttablaðið - 02.11.2009, Page 21
2. NÓVEMBER 2009
Fasteignamarkaðurinn er með
á skrá fjögurra herbergja íbúð
á einni hæð við Strandveg 12 í
Garðabæ.
Í búðin er fjögurra herbergja, samtals 116 fermetrar, með verönd, sér garði og stæði í
bílageymslu á þessum fallega
útsýnisstað í Sjálandinu.
Komið er inn í parkettlagða for-
stofu með fataskápum. Þvottaher-
bergi er flísalagt, með skápum og
vaski. Eldhúsið er parkettlagt, með
eikarinnréttingum með graníti á
borðum og flísum á milli skápa.
Stór eyja úr eik er í eldhúsi og er
hún með graníti á borðum og borð-
aðstöðu. Stofur eru parkettlagðar
með útgangi á um sextíu fermetra
skjólgóða viðarverönd. Útsýni er
af verönd og úr stofum út á sjóinn
að Bessastöðum, Snæfellsjökli og
víðar.
Svefngangur er parkettlagð-
ur. Barnaherbergi eru tvö og bæði
parkettlögð. Baðherbergi er rúm-
gott, flísalagt í gólf og veggi og með
baðkari með sturtuaðstöðu. Hjóna-
herbergið er rúmgott, parkettlagt
og með fataherbergi inni af.
Húsið er í góðu ástandi að utan
og lóð er fullfrágengin og ræktuð.
Íbúð á fallegum
útsýnisstað í Sjálandinu
Húsið er í góðu ástandi að utan og lóð er fullfrágengin og ræktuð. MYND/ÚR EINKASAFNI
fasteignir