Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2009, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 02.11.2009, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 3híbýli og viðhald ● fréttablaðið ● Eitt af virðulegri húsum í Reykja- vík tók gagngerum breytingum á dögunum, þegar eigendur veitinga- húsakeðjunnar Potturinn og pann- an opnuðu matsölustað við Póst- hús stræti 17. Sem kunnugt er var veitingahúsið Skólabrú rekið þar um árabil, en nýi staðurinn á fátt sameiginlegt með honum og tekur mið af hugmyndafræði feng shui. „Mjög mikilvægt er að umhverfið virki rétt á viðskiptavinina. Það má ekki vera truflandi heldur umfram allt vinalegt svo fólki líði sem best,“ segir Þórir Ríkharðsson, annar eig- enda staðarins, beðinn um að lýsa því hvers vegna farin var sú leið að endurbæta og innrétta veitingastað- inn í anda austurlenskra fræða. Þórir og eiginkona hans og sam- eigandi, Anna Salka Knútsdótt- ir, fengu Jónu Björg Sætran, feng shui-fræðing, til að aðstoða sig við breytingarnar. „Hún benti á alls konar sniðugar lausnir sem eru fullkomlega rökréttar en manni hefði kannski ekki endilega sjálf- um dottið í hug að framkvæma,“ segir Þórir, sem er ánægður með útkomuna. Spurður segir hann þó matseð- ilinn ekki vera undir áhrifum feng shui. „Hins vegar er hann um sumt ólíkur matseðli hinna veitingastað- anna sem við rekum,“ segir hann, án þess þó að vilja útlista það nánar. „Markmiðið er að reka fjölskyldu- stað í miðbænum, þar sem fjölskyld- an getur komið og borðað góðan mat á viðráðanlegu verði. Við vonumst bara til að þessu framtaki verði vel tekið.“ - rve Skólabrú innréttuð í anda feng shui-fræða Eftir framkvæmdir. Hugmyndafræði feng shui var höfð að leiðarljósi þegar staðurinn var innréttaður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Feng shui-fræðingurinn Jóna Björg Sætran, til vinstri, ásamt Önnu Sölku Knútsdóttur og dóttur hennar, Snæfríði Þórisdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nú fer að líða að helsta stórhrein- gerningartíma ársins en margir hafa það fyrir sið að taka ærlega til hendinni á heimilinu svo allt verði skínandi hreint fyrir jól. Húsmæð- ur og -feður um allan bæ demba sér á kaf inn í skápa og skúmaskot, henda, þurrka af og bóna. Oftar en ekki er farið með tusk- una upp um alla veggi og þá kemur í ljós að ekki er þörf á því að mála fyrr en að ári enda veggirnir eins og nýir. Hins vegar vilja loftin all- oft gleymast enda veigrar fólk sér við því að vinna mikið upp fyrir sig. Sé hins vegar horft fram hjá loftunum ár eftir ár er hætt við því að sitja uppi með ofvaxið vanda- mál. Þetta á sérstaklega við í eld- húsinu þar sem matargufur og fita leika um loftið dag eftir dag. Út- koman er oftar en ekki gul slikja sem er erfitt að ráða við. Hið sama á við ef tóbaksreykur fær að leika frjáls um loftið. Verkefnið er þó ekki óyfirstíganlegt og fara hér á eftir nokkur ráð: Ávallt skal byrja á því að þrífa loftið enda leita óhreinindin niður þegar hafist er handa. Næst skal þrífa veggi, síðan þurrka af og síð- ast skúra. Gott er að breiða plast yfir viðkvæm húsgögn. Þá getur verið ráð að setja upp einhvers konar gleraugu til að vernda augun fyrir því sem fellur niður. Best er að byrja á því að taka sér sóp með löngu skafti í hönd. Mik- ilvægt er að fjarlægja allt ryk af honum til að fara nú ekki að dreifa því um loftið. Sé hátt til lofts skal notast við lítinn frístandandi stiga og er ekki verra að fá hjálparhellu til að styðja við. Gott er að byrja í horni og velja sér ákveðna leið til að vinna sig eftir til að koma í veg fyrir að einhverjir fletir gleym- ist. Sópað er yfir loft og ljós með léttum strokum en þannig losn- ar ryk og köngulóavefir. Síðan er skipt yfir í skúringarmoppu og skúringarklúturinn vættur í sápuvatni. Skúrað er yfir loftið og klúturinn skolaður með reglulegu millibili. Í lokin er gott að renna yfir með þurrum skúringarklút til að koma í veg fyrir rákir. - ve Erfitt en ekki óyfirstíganlegt Huga þarf vel að líkamsstöðunni á meðan á verkinu stendur. Ekki er gott að reigja höfuðið jafn langt aftur og hér er sýnt og betra að færa stigann úr stað. NORDICPHOTOS/GETTY Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublaði á höfuðborgarsvæðnu, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ 35% FRÉTTABLAÐIÐ 72% Bæði er unnið með rýmis-feng shui og tíma-feng shui. Ýmsir hlutir eru valdir til að auka góð áhrif sem eru til staðar í húsinu svo fólki líði þar sem best, sumir þessara hluta eru eða verða sjáanlegir og áberandi svo sem lítill innigosbrunnur, veggskreyt- ingar og lýsingar innanhúss og utan- húss, annað verður ekki eins sýnilegt gestum. Þá er búið að gera svokallað Dow- sing en þar eru notaðir kopartein- ar til að finna og draga úr áhrifum ákveðinna óþægilegra áhrifa sem fólk getur fundið fyrir og stafa mögulega af vatnsrennsli á allt að 100–150 m dýpi undir húsinu eða til dæmis af jarðskorpuhreyfingum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.